Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómari út­skýrir gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir Tate-bræðrum

Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis.

Mynd­band sýnir á­rásina á Pelosi

Lögreglan í Bandaríkjunum hefur birt myndband af árás innbrotsþjófs á eiginmann Nancy Pelosi, fyrrverandi fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Innbrotsþjófurinn réðst að hinum 82 ára gamla Paul Pelosi með hamri.

Galdurinn að lang­lífi: „Ég er búin að spila bridds í 60 ár“

Múlabær, dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja er 40 ára á árinu og í tilefni af því var slegið til heljarinnar samkvæmis í húsakynnum félagsins í Síðumúla í dag. Tugir nýta þjónustuna á hverjum degi en það þarf fleiri slík úrræði segir forstöðukona Múlabæjar. Notandi segir þjónustuna mjög góða.

Fljótel meðal sýnis­­gripa á ferða­­þjónustu­há­­tíð

Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur fylgst með kjaradeilu Eflingar og SA í dag. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins.

Veit ekki hvernig lekann bar að

Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun.

Sjá meira