Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 19:43 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður, Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis og Una Hildardóttir varaþingmaður VG í Suðvesturkjördæmi gagnrýna frumvarp um útlendingamál harðlega. Aðsend Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. Hópurinn skrifaði grein á Vísi í dag þar sem nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er harðlega gagnrýnt. Grasrótin skýtur föstum skotum á samflokksmenn sína en á morgun fer fram hádegisfundur um útlendingamál í húsakynnum Vinstri grænna á Vesturgötu í Reykjavík. Þangað mæta Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Refsað með ómannúðlegri meðferð Þau sem skrifuð eru fyrir greininni eru meðal annars Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis, Daníel E. Arnarson, varaþingmaður VG í Reykjavík Suður og Una Hildardóttir varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. „Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli.“ „Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa.“ „Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri?“ Þá segir að gera þurfi mikilvægar lagabreytingar og fara í heildarstefnumótun á málaflokknum. Vinnubrögðin þurfi að einkennast af mannúð. „Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum.“ Fram kemur að yfir þrjátíu félagar Vinstri grænna hafi sent áskorun á þingflokkinn þar sem skorað er á þingmenn flokksins að fella frumvarpið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. 23. janúar 2023 12:01 128 fluttir á brott í lögreglufylgd og 32 umsóknir metnar tilhæfulausar Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. 17. janúar 2023 08:12 Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hópurinn skrifaði grein á Vísi í dag þar sem nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra er harðlega gagnrýnt. Grasrótin skýtur föstum skotum á samflokksmenn sína en á morgun fer fram hádegisfundur um útlendingamál í húsakynnum Vinstri grænna á Vesturgötu í Reykjavík. Þangað mæta Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Refsað með ómannúðlegri meðferð Þau sem skrifuð eru fyrir greininni eru meðal annars Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis, Daníel E. Arnarson, varaþingmaður VG í Reykjavík Suður og Una Hildardóttir varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. „Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli.“ „Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa.“ „Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri?“ Þá segir að gera þurfi mikilvægar lagabreytingar og fara í heildarstefnumótun á málaflokknum. Vinnubrögðin þurfi að einkennast af mannúð. „Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum.“ Fram kemur að yfir þrjátíu félagar Vinstri grænna hafi sent áskorun á þingflokkinn þar sem skorað er á þingmenn flokksins að fella frumvarpið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. 23. janúar 2023 12:01 128 fluttir á brott í lögreglufylgd og 32 umsóknir metnar tilhæfulausar Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. 17. janúar 2023 08:12 Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. 23. janúar 2023 12:01
128 fluttir á brott í lögreglufylgd og 32 umsóknir metnar tilhæfulausar Á tímabilinu 1. janúar 2021 til 21. desember 2022 voru 128 einstaklingar fluttir úr landi í lögreglufylgd eftir að hafa verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi. 17. janúar 2023 08:12
Móttaka flóttamanna sé ekki skammtímaverkefni Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði. 11. janúar 2023 13:01