Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eld­gosið í Fagra­dals­fjalli frá­brugðið öðrum eld­gosum

Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið.

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

VR í hart við Eflingu

VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Laugalandi og yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stjórnvalda um heimilið.

Anders­son segir af sér

Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta.

Segir orð Sól­veigar Önnu sýna hroka

Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar.

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Hand­tekinn vopnaður í hús­gagna­verslun

Karlmaður var handtekinn vopnaður í húsgagnaverslun í austurborginni um hádegisbil í dag. Verslunin var lokuð en vegfarandi kom auga á manninn, sem var sofandi inni í versluninni með vopn undir höndum.

Hjóluðu tugi kíló­metra í grenjandi rigningu

Ausandi rigning setti heldur betur svip á hjólareiðakeppnina KIA Gullhringinn í gær. Rúmlega tvö hundruð keppendur létu ekki á sig fá en keppt var í tveimur flokkum þar sem hjólaðir voru annaðhvort 59 kílómetrar eða 43. 

Sjá meira