Fréttir

Fréttamynd

Saddam kveður þjóð sína

Saddam Hússein sendi frá sér kveðjubréf til írösku þjóðarinnar nú í kvöld. Í því biður hann þjóðina um að hata ekki bandaríska innrásarherinn og þá sem tengjast honum.

Erlent
Fréttamynd

Harry prins á leiðinni til Íraks

Harry bretaprins er sagður vera á leiðinni til Írak með herdeild sinni en hún á að fara til Íraks í hálft ár næsta vor. Kærasta Harrys sagði vinum og fjölskyldu sinni frá þessu og tilkynnti um leið að hún myndi ferðast um heiminn á meðan hún biði hans.

Erlent
Fréttamynd

Hjónabönd samkynhneigðra leyfð áfram

Dómstóll í Massachusetts í Bandaríkjunum kvað upp úrskurð sinn í málsókn gegn þingmönnum í Massachusetts og sagði að þeir þyrftu ekki að greiða atkvæði um mál sem þeir vildu ekki greiða atkvæði um.

Erlent
Fréttamynd

Altalandi kaldhæðinn páfagaukur

Færni páfagauks eins til þess að tjá sig hefur gert vísindamennina sem rannsaka hann orðlausa. Páfagaukurinn, sem er af gerðinni Grár afrískur og heitir N'kisi, hefur um 950 orða orðaforða. Hann finnur upp ný orð ef hann þarf og hann býr að auki yfir skyggnigáfu.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin segja Ísraela brjóta gegn Vegvísinum

Bandarísk yfirvöld segja að ný áætlun Ísraela um að byggja upp hverfi í fyrrum herstöð á Vesturbakka myndi brjóta gegn Vegvísinum svokallaða, en það er samkomulagið sem að bandarísk yfirvöld, Ísrael og Palestína sættust á.

Erlent
Fréttamynd

Pilla á dag kemur þyngdinni í lag

Vísindamenn hafa þróað pillu sem að hjálpar fólki að grennast. Eftir prófanir kom í ljós að fólk sem hafði tekið eina pillu á dag í 48 vikur missti um 12% af líkamsþyngd sinni. Þetta jafngildir því að 100 kílóa maður myndi fara niður 88 kíló bara með því að bryðja eina pillu á dag í eitt ár.

Erlent
Fréttamynd

Íranska þingið vill endurskoða samskipti við SÞ

Íranska þingið greiddi atkvæði um þá tillögu að endurskoða samband ríkisins við kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Tillagan var lögð fram vegna nýlegra refsiaðgerða SÞ gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ísafold útnefnir Ástu Lovísu Íslending ársins

Tímaritið Ísafold útnefndi í dag Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur sem Íslending ársins 2006. Ásta Lovísa er 30 ára, einstæð þriggja barna móðir, sem berst við krabbamein sem læknar telja banvænt og greinir hún frá baráttu sinni á bloggsíðu sinni. Ásta er einnig alin er upp í skugga banvæns ættarsjúkdóms sem dró móður hennar og systur til dauða.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys við Þjóðarbókhlöðuna

Sjónarvottar segja alvarlegt umferðarslys hafa orðið við hringtorgið við Þjóðarbókhlöðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Svo virðist sem ökumaður hafi keyrt yfir hringtorgið sjálft og keyrt niður ljósastaur. Fram- og afturdekk bílstjóramegin höfðu affelgast í leiðinni og var ökumaður síðan fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Biskup býður sig fram til forseta

Rómversk-kaþólskur biskup í Paragvæ, Fernando Lugo, hefur sagt af sér og ákveðið að bjóða sig fram til forseta landsins en kosið verður árið 2008. Lugo var biskup á einu fátækasta svæði landsins og talið er að hann njóti töluverð stuðnings meðal kjósenda þrátt fyrir að vera ekki í framboði fyrir stjórnmálaflokk.

Erlent
Fréttamynd

Í leit að nýjum plánetum

Franski gervihnötturinn COROT er nú á leið út í geiminn til að leita að reikistjörnum í myrkviðum himinhvolfanna. Hnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan nú síðdegis með nýrri gerð af Soyuz-eldflaug og er skemmst frá því að segja að geimskotið gekk að óskum.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að sitja um Mogadishu

Sómalski stjórnarherinn, með fulltingi eþíópískra hersveita, nálgast nú óðfluga höfuðborgina Mogadishu þar sem íslamskir uppreisnarmenn hafa bækistöðvar. Í morgun vann stjórnarherinn áfangasigur þegar hann lagði undir sig borgina Jowhar í suðurhluta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Fengu allir hamborgarhrygg í jólamatinn?

Fyrirsjáanlegur skortur var á hamborgarhryggjum í jólamatinn strax í haust, segja forsvarsmenn Bónuss og Nóatúns. Leyfi til innflutnings fékkst - á ofurtollum sem hefðu skilað stórfelldu tapi, segir Jóhannes í Bónus. Framboð á svínahryggjum var meira en í fyrra, segir landbúnaðarráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Einstæð móðir missti allt sitt

Fjögurra barna einstæð móðir á Hvolsvelli missti innbú sitt í bruna aðfaranótt Þorláksmessu, en hún var ótryggð. Reykskynjari bjargaði því að ekki færi verr. Vinir og ættingjar hafa komið af stað söfnun.

Innlent
Fréttamynd

Gerald Ford horfinn á vit feðra sinna

Gerald Ford, þrítugasti og áttundi forseti Bandaríkjanna, andaðist í gær, 93 ára að aldri. Ford gegndi þessu valdamesta embætti heims á erfiðum tímum fyrir bandarískt samfélag. Hans er helst minnst fyrir að hafa aldrei verið kosinn af þjóð sinni og gefið forvera sínum, Richard Nixon, upp sakir.

Erlent
Fréttamynd

SÞ sendir lið til Súdan

Súdan leyfði í dag takmörkuðum fjölda starfsmanna Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið og aðstoða hersveitir Afríkubandalagsins við friðargæslu í landinu. 38 munu fara fyrir áramót og 105 bætast við í hópinn í janúar. Auk þess var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar muni styrkja Afríkubandalagið um 21 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Leitað að plánetum svipuðum jörðinni

Evrópskir vísindamenn skutu í dag á loft könnunarfari sem á að leita að plánetum eins og jörðinni fyrir utan sólkerfi okkar. Verkefnið er franskt og gengur undir nafninu COROT en könnunarfarið á að taka myndir sem eiga að geta leitt í ljós minni og þéttari plánetur en áður hefur reynst mögulegt að greina.

Erlent
Fréttamynd

Internetsamband slitrótt í Asíu

Internet samband í Asíu og við Ástralíu liggur að stórum hluta niðri um þessar mundir vegna jarðskjálftans sem varð fyrir utan suðurströnd Taívan í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 á Richter, olli skemmdum á neðansjávarköplum sem tengdu svæðið við umheiminn.

Erlent
Fréttamynd

Búast við tapi hjá AMR

Greiningaraðilar búast við að AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skili tapi á fjórða rekstrarfjórðungi ársins. Þetta er þvert á fyrri spá en þar var gert ráð fyrir hagnaði. Greint var frá því í gær, að FL Group hefði keypt sex prósenta hlut í AMR, móðurfélagi American Airlines fyrir ríflega 28 milljarða krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússar nafngreina mann grunaðan um að eitra fyrir Litvinenko

Aðalsaksóknari Rússlands sagði í dag að Leonid Nevzlin, fyrrum framkvæmdastjóri rússneska olíufyrirtækisins YUKOS, gæti hafa fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko. Nevzlin var einn af hæst settu mönnum YUKOS en eigandi þess, Mikhail Khodorkovsky, situr nú í fangelsi fyrir fjármálamisferli.

Erlent
Fréttamynd

Salan á Sterling kom ekki á óvart

Greiningardeild Landsbankans segir enga lognmollu í kringum FL Group á síðustu dögum ársins. Greiningardeildin segir sölu félagsins á danska lággjaldafélaginu Sterling ekki koma á óvart enda hafi komið fram á við uppgjör þriðja ársfjórðungs að stjórnendur FL Group ætluðu að selja Sterling að hluta eða félagið allt fyrir lok árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ford og Toyota í samstarf?

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Toyota fór í methæðir í dag í kjölfar fregna þess efnis að stjórnarformaður fyrirtækisins og forstjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford hefðu fundað í Tókýó í Japan í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Íslamistarnir hörfa

Sómalska stjórnarhernum, með aðstoð hersveita frá Eþíópíu, hefur tekist að ná yfirráðum yfir bænum Jowhar í miðhluta landsins en hann hefur talsverða hernaðarlega þýðingu.

Erlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við kaup á Moss Bros

Gengi hlutabréfa í bresku herrafataverslanakeðjunni Moss Bros hefur hækkað um rúm 13,6 prósent í kauphöll Lundúna í dag vegna orðróms um að Baugur ætli að kaupa verslanakeðjuna. Baugur er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity. Moss Bros reka meðal annars Hugo Boss búðir í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blair af beinu brautinni

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lenti í óskemmtilegri uppákomu þegar hann lenti í Miami í Flórída í nótt. Þegar flugvélin sem hann var farþegi í var að aka eftir flugbrautinni í átt til flugstöðvarinnar misstu flugmenn hennar af beygju með þeim afleiðingum að vélin ók út af brautinni.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjastjórn fagnar dauðadómnum

Skiptar skoðanir eru um dauðadóminn yfir Saddam Hussein sem íraskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær. Bandarísk stjórnvöld fagna dómnum en Evrópusambandið hefur hins vegar skorað á írösku ríkisstjórnina að þyrma lífi Saddams.

Erlent
Fréttamynd

Gerald Ford látinn

Gerald Ford, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lést í gærkvöld, 93 ára að aldri. Ford verður seint talinn í hópi tilþrifamestu forseta landsins enda var hann aldrei kjörinn af þjóð sinni í embættið.

Erlent
Fréttamynd

FL Group selur Sterling fyrir 20 milljarða

FL Group hefur selt danska flugfélagið Sterling fyrir 20 milljarða króna. Kaupandinn er nýstofnað fyrirtæki í ferðaþjónustu, Northern Travel Holding, sem er í eigu íslensku fjárfestingafélanna Fons, FL Group og Sund. Hannes Smárason segir söluna á Sterling mikilvægt skref og að spennandi afl verði til á ferðamarkaði á Norðurlöndunum með stofnun Northern Travel Holding.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúman einn og hálfan bandaríkjadal á helstu fjármálamörkuðum í dag. Helsta ástæðan er minni eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum yfir jólin vegna góðs veðurfars. Lækkunin sló á fyrri hækkun á hráolíuverði vegna ótta við að Íranar drægju úr olíuframleiðslu vegna refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna.

Viðskipti erlent