Fréttir Tap nú 5,3 milljarðar Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær. Innlent 28.11.2011 22:01 Meiri áhersla á byggðamál Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Innlent 28.11.2011 22:18 Færri umsóknir en meira fé Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun. Innlent 28.11.2011 22:18 Segir ekkert um jarðaleigu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um mögulega afstöðu sína komi fram beiðni frá kínversku fjárfestingarfélagi varðandi leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Ráðherrann veitti félaginu ekki undanþágu til kaupa á jörðinni. Innlent 28.11.2011 22:18 Viðurkenningar fyrir skreytingar Orkuveita Reykjavíkur hyggst veita viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar fyrir jólin líkt og undanfarin ár. Innlent 28.11.2011 22:18 Fá engin svör frá Jóni Bjarna Neytendasamtökin hafa í tvígang ítrekað við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að reglugerð um kjöt og kjötvörur skuli endurskoðuð. Er það gert í ljósi gæðakönnunar sem birt var í mars árið 2010 á nautahakki. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu. Innlent 28.11.2011 22:18 Undir tvítugu í vopnuðu ráni Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir rán. Innlent 28.11.2011 22:01 Rússar sólgnir í skyr og smjör Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í Moskvu í gær undir samning sem gerir Íslendingum kleift að selja skyr og aðrar mjólkurafurðir til Rússlands. Með samningnum fallast Rússar á vottunarkerfi sem gerir útflutninginn mögulegan. Nú þegar er verulegur áhugi af hálfu Rússa að kaupa mjólkurduft, en Össur telur einnig mikla möguleika á að vinna góðan markað fyrir íslenskt skyr. Innlent 28.11.2011 22:18 Veitt með öngli fyrr en talið var Nýfundnir steingervingar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð. Erlent 28.11.2011 22:01 Settar verði strangari reglur um félagsvefi „Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Viðskipti erlent 28.11.2011 22:01 Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu. Erlent 28.11.2011 22:02 Langþráðar kosningar hófust í gær Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. Erlent 28.11.2011 22:01 Frægasti hafur Svíþjóðar Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reistur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lúsíuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn. Erlent 28.11.2011 22:01 Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. Innlent 10.11.2011 22:15 Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16 Amfetamínið vegur 9,9 kíló Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember. Innlent 10.11.2011 22:15 Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. Innlent 10.11.2011 22:15 Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. Innlent 10.11.2011 22:15 Flest félögin ekki í samkeppni Þorri þeirra 137 félaga sem eru í höndum íslenskra fjármálafyrirtækja liggur hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Landsbankinn á hlut í flestum félögum. Fréttablaðið greinir frá því um hvaða félög er að ræða. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16 Á fleiri félög en hinir bankarnir Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15 Flestir utan vinnumarkaðar Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 23.784 matargjöfum til 3.562 einstaklinga og fjölskyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út maí á þessu ári. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Fjölskylduhjálp. Innlent 10.11.2011 22:15 Eitt stórt rekstrarfélag Íslandsbanki og dótturfélög hans eiga hluti í 27 félögum. Þar af á bankinn sjálfur beinan eignarhlut í fimm félögum. Þau eru Sjóvá (9,2%), N1 (24,73%), Icelandair Group (21%), Glitnir Real Estate Fund (64,4%) og Smyrlaheiði (100%). Þau tvö síðastnefndu eru félög utan um fasteignir. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15 Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15 Auður Capital kaupir Tinda Fjármálafyrirtækið Auður Capital hefur yfirtekið Tinda verðbréf. Verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Auðar Capital. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16 Væn síld veiðist á Breiðafirði Faxi RE, skip HB Granda, hefur náð 700 tonna síldarafla á Breiðafirði í einu til tveimur köstum. Aflinn fer til vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði sem er sérhannað fyrir uppsjávarfisk. Innlent 10.11.2011 22:15 Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Innlent 10.11.2011 22:15 Gagnrýnin umræða um eigin verk Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. Innlent 10.11.2011 22:16 Ekki óvild gegn smábátafélagi Smábátafélagið í Vogum telur illvilja í garð félagsins hafa ráðið því að nafn þess var ekki á lista sem nefnd á vegum bæjarins sendi Magma Energy um hentuga styrkþega. Innlent 10.11.2011 22:15 Þrefalt fleiri vilja í fjarnám Umsóknir um fjarnám í Háskólabrú Keilis eru orðnar þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út í desember. Innlent 10.11.2011 22:16 Framkvæmdir verða á Ísafirði Hjúkrunarheimili með 30 rýmum verður byggt á Ísafirði. Samningur þess efnis á milli velferðarráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar var undirritaður í gær. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Innlent 10.11.2011 22:16 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 334 ›
Tap nú 5,3 milljarðar Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær. Innlent 28.11.2011 22:01
Meiri áhersla á byggðamál Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum. Innlent 28.11.2011 22:18
Færri umsóknir en meira fé Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun. Innlent 28.11.2011 22:18
Segir ekkert um jarðaleigu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um mögulega afstöðu sína komi fram beiðni frá kínversku fjárfestingarfélagi varðandi leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Ráðherrann veitti félaginu ekki undanþágu til kaupa á jörðinni. Innlent 28.11.2011 22:18
Viðurkenningar fyrir skreytingar Orkuveita Reykjavíkur hyggst veita viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar fyrir jólin líkt og undanfarin ár. Innlent 28.11.2011 22:18
Fá engin svör frá Jóni Bjarna Neytendasamtökin hafa í tvígang ítrekað við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að reglugerð um kjöt og kjötvörur skuli endurskoðuð. Er það gert í ljósi gæðakönnunar sem birt var í mars árið 2010 á nautahakki. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu. Innlent 28.11.2011 22:18
Undir tvítugu í vopnuðu ráni Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir rán. Innlent 28.11.2011 22:01
Rússar sólgnir í skyr og smjör Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í Moskvu í gær undir samning sem gerir Íslendingum kleift að selja skyr og aðrar mjólkurafurðir til Rússlands. Með samningnum fallast Rússar á vottunarkerfi sem gerir útflutninginn mögulegan. Nú þegar er verulegur áhugi af hálfu Rússa að kaupa mjólkurduft, en Össur telur einnig mikla möguleika á að vinna góðan markað fyrir íslenskt skyr. Innlent 28.11.2011 22:18
Veitt með öngli fyrr en talið var Nýfundnir steingervingar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð. Erlent 28.11.2011 22:01
Settar verði strangari reglur um félagsvefi „Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda. Viðskipti erlent 28.11.2011 22:01
Óveðrið kostaði fjóra lífið í Noregi Talsverð röskun var enn á samgöngum á Norðurlöndum, Lettlandi og Eistlandi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir á þessum slóðum um helgina. Í Svíþjóð, þar sem tugir þúsunda voru enn án rafmagns, höfðu tré sem rifnuðu upp með rótum eða brotnuðu í óveðrinu fallið á lestarteina og í Noregi var hluti aðaljárnbrautarleiðarinnar til Bergen hulinn þriggja metra djúpri aurskriðu. Erlent 28.11.2011 22:02
Langþráðar kosningar hófust í gær Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. Erlent 28.11.2011 22:01
Frægasti hafur Svíþjóðar Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reistur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lúsíuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn. Erlent 28.11.2011 22:01
Starfsmenn eiga ekki möguleika á að hlera „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. Innlent 10.11.2011 22:15
Auðlindir Reykjanesbæjar teknar upp í skattaskuld Ríkissjóður fær heimild til að kaupa af Reykjanesbæ spildur úr jörðunum Kalmanstjörn og Junkaragerði á Reykjanesi samkvæmt fjáraukalögum. Jörðunum fylgja orkuauðlindir sem sjá Reykjanesvirkjun fyrir um helmingi þeirrar orku sem hún nýtir nú og ætluð er í fyrirhugaða stækkun. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16
Amfetamínið vegur 9,9 kíló Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e-töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæsluvarðhaldi til 6. desember. Innlent 10.11.2011 22:15
Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. Innlent 10.11.2011 22:15
Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist Sýslumaðurinn á Eskifirði féllst í gær á beiðni Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmurinn um borð, yrði kyrrsett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrirtækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. Innlent 10.11.2011 22:15
Flest félögin ekki í samkeppni Þorri þeirra 137 félaga sem eru í höndum íslenskra fjármálafyrirtækja liggur hjá stóru viðskiptabönkunum þremur. Landsbankinn á hlut í flestum félögum. Fréttablaðið greinir frá því um hvaða félög er að ræða. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16
Á fleiri félög en hinir bankarnir Landsbankinn segir að 47 af þeim 137 félögum sem FME tiltekur að séu í eigu banka séu á hans vegum. Í yfirliti um þessi félög sem bankinn sendi Fréttablaðinu eru reyndar tiltekin 49 félög og verður stuðst við þá tölu. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15
Flestir utan vinnumarkaðar Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 23.784 matargjöfum til 3.562 einstaklinga og fjölskyldna þeirra frá 1. júní 2010 og út maí á þessu ári. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Fjölskylduhjálp. Innlent 10.11.2011 22:15
Eitt stórt rekstrarfélag Íslandsbanki og dótturfélög hans eiga hluti í 27 félögum. Þar af á bankinn sjálfur beinan eignarhlut í fimm félögum. Þau eru Sjóvá (9,2%), N1 (24,73%), Icelandair Group (21%), Glitnir Real Estate Fund (64,4%) og Smyrlaheiði (100%). Þau tvö síðastnefndu eru félög utan um fasteignir. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15
Á stór rekstrarfélög Arion banki, eða dótturfélagið Eignabjarg, á hlut í 37 félögum. Þar eru 12 rekstrarfélög en hin eru eignarhaldsfélög sem eru ekki í samkeppnisrekstri. Þar af á bankinn 100% hlut í þremur: Pennanum, Fram Foods og Sigurplasti. Bankinn stefnir á að þau verði öll seld á fyrri helmingi næsta árs. Þá á Arion rúmlega helmingshlut í smásölurisanum Högum. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:15
Auður Capital kaupir Tinda Fjármálafyrirtækið Auður Capital hefur yfirtekið Tinda verðbréf. Verður starfsemi fyrirtækjanna sameinuð undir merkjum Auðar Capital. Viðskipti innlent 10.11.2011 22:16
Væn síld veiðist á Breiðafirði Faxi RE, skip HB Granda, hefur náð 700 tonna síldarafla á Breiðafirði í einu til tveimur köstum. Aflinn fer til vinnslu hjá frystihúsi fyrirtækisins á Vopnafirði sem er sérhannað fyrir uppsjávarfisk. Innlent 10.11.2011 22:15
Beðið eftir niðurstöðum Öryggisráðs - fréttaskýring Hvernig standa málefni Palestínu á Íslandi og innan Sameinuðu þjóðanna? Í lok september sótti Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, formlega um fulla aðild ríkisins að Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lýsti því yfir á allsherjarþingi SÞ að Ísland hygðist styðja umsókn Palestínu og í framhaldinu lagði hann fram þingsályktunartillögu um að Ísland viðurkenndi ríkið sem sjálfstætt og fullvalda. Innlent 10.11.2011 22:15
Gagnrýnin umræða um eigin verk Mikið hefur skort á samstillta hagstjórn hér á landi, að mati Árna Páls. Það sé ein af niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Til að bregðast við því hafi ráðuneyti efnahags- og viðskiptamála verið stofnað; til að hægt væri að ná yfirsýn yfir alla þætti efnahagsþróunar. Þannig skapaðist tæki til að stilla saman strengi. Innlent 10.11.2011 22:16
Ekki óvild gegn smábátafélagi Smábátafélagið í Vogum telur illvilja í garð félagsins hafa ráðið því að nafn þess var ekki á lista sem nefnd á vegum bæjarins sendi Magma Energy um hentuga styrkþega. Innlent 10.11.2011 22:15
Þrefalt fleiri vilja í fjarnám Umsóknir um fjarnám í Háskólabrú Keilis eru orðnar þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Umsóknarfrestur rennur út í desember. Innlent 10.11.2011 22:16
Framkvæmdir verða á Ísafirði Hjúkrunarheimili með 30 rýmum verður byggt á Ísafirði. Samningur þess efnis á milli velferðarráðuneytisins og Ísafjarðarbæjar var undirritaður í gær. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta. Innlent 10.11.2011 22:16