Fréttir

Fréttamynd

Átján ára í átján mánaða fangelsi

Átján ára unglingspiltur hefur verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og íkveikju. Tveir aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru ákærðir, voru dæmdir til fjögurra og sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir frelsissviptingu og umferðarlagabrot. Þeir voru hins vegar sýknaðir af ákæru um líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Stundvísasta félag Evrópu

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í september.

Innlent
Fréttamynd

Ræða sundlaug og hjólabrú

Borgarráð Reykjavíkur og bæjarráð Kópavogs hafa skipað fulltrúa í tvo starfshópa sem fjalla eiga um sundlaug í Fossvogsdal og gerð hjóla- og göngubrúar yfir Fossvog.

Innlent
Fréttamynd

Alls 179 utangarðs í Reykjavík

Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar aftur út að hlaupa í dag

Tékkneska blaðamanninum René Kujan var ákaft fagnað í Elliðaárdalnum í gær þegar hann lauk tæplega 1.300 kílómetra hlaupi sínu umhverfis landið á þrjátíu dögum. Kujan hljóp rúmlega maraþon á hverjum degi og er fyrsti maðurinn til að hlaupa hringinn í kringum Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Umdeildar nafnabirtingar í nasistabók

Ný bók um Norðmenn og seinni heimsstyrjöldina hefur vakið mikið umtal. Í bókinni, sem ber heitið Miskunnarlausu Norðmennirnir, nafngreinir höfundurinn Eirik Veum hundruð manna sem tengdust ríkislögreglunni, sem vann með herliði nasista á hernámsárunum 1940 til 1945.

Erlent
Fréttamynd

Olíurisi verður enn þá stærri

Rússneski olíurisinn Rosneft hefur samið um kaup á helmingshlut breska olíurisans BP í olíufyrirtækinu TNK-BP, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Rússlands. Rosneft kaupir jafnframt hinn helminginn í TNK-BP af rússneskum auðkýfingum.

Erlent
Fréttamynd

Herinn í Gvatemala látinn sæta ábyrgð

Síðustu vikur hafa vakið von um að Otto Perez Molina, forseti í Gvatemala, ætli sér að standa við loforð um að gerðar verði umbætur í mannréttindamálum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara

„Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni,“ segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eigenda fjarskiptafyrirtækisins Ábótans.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn skoði kjör slitastjórnar

Seðlabankinn skoðar nú hvort hann geti gert athugasemdir við kjör slitastjórnar Glitnis. Kröfuhafar ákveða kjörin og bankinn er einn þeirra. Fjármálaráðherra ræddi við seðlabankastjóra í gær um málið, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljarðastríð um Bakkavör

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Margir volgir fyrir því að gefa kost á sér til formanns

Af þeim sem helst hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Jóhönnu Sigurðardóttir á formannsstóli Samfylkingarinnar er það aðeins Össur Skarphéðinsson sem útilokar framboð. Fréttablaðið ræddi við þá sem helstir hafa verið nefndir sem formenn.

Innlent
Fréttamynd

Fundu gögn um Geirfinnsmál

Tveir stórir kassar með gögnum sem tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fundust nýverið fyrir tilviljun á Þjóðskjalasafninu. Gögnin voru færð starfshópi innanríkisráðuneytisins sem hefur haft til skoðunar hvort tilefni sé til endurupptöku málsins.

Innlent
Fréttamynd

Mun skila skýrslunni í október

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur farið fram á það við Ríkisendurskoðun að stofnunin ljúki skýrslugerð vegna kaupa ríkisins á fjárhags- og mannauðskerfinu Oracle á árinu 2001, innleiðingar þess og reksturs, fyrir lok októbermánaðar. Stofnuninni var falið að gera skýrsluna í apríl árið 2004 en henni hefur enn ekki verið skilað.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur skulda heimila afskrifaður

Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Innlent
Fréttamynd

Moka upp síld eftir tregveiði

Eftir tregveiði á síldarmiðunum um síðustu helgi og í byrjun vikunnar tók veiðin mikinn kipp á þriðjudagskvöld. Þá fannst síld út af Héraðsflóadjúpi, um 90 sjómílur frá Vopnafirði.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt embætti norræns umboðsmanns

Stofna á nýtt embætti norræns umboðsmanns sem aðstoða á norræna ríkisborgara sem lent hafa á milli stjórnkerfa við flutning á milli norrænna ríkja. Tekin var ákvörðun um stofnun embættisins á fundi forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Gautaborg nú í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir

Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Erlent
Fréttamynd

Átökin aldrei verið harðari

Sýrlenski stjórnarherinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarherinn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð.

Erlent
Fréttamynd

Norsk-íslenska síldin er á bakaleiðinni

Mjög rólegt hefur verið yfir veiðum íslenskra skipa síðustu sólarhringa á norsk-íslenskri síld. Svo virðist sem síldin sé á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningar-stöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru íslensk vinnsluskip nú að veiðum, segir á vef HB Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beikonkreppa er í uppsiglingu

Evrópskir neytendur þurfa mögulega að greiða tvöfalt hærra verð fyrir beikon vegna minni framleiðslu. Bændur í Evrópu hafa skorið niður svínastofninn vegna hækkandi fóðurverðs, að því er segir á fréttavef danska ríkisútvarpsins sem vitnar í Wall Street Journal.

Innlent
Fréttamynd

Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands

Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild

Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp.

Innlent
Fréttamynd

Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi

„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri,“ segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðun missir traust þingsins

Ríkisendurskoðun nýtur ekki trausts Alþingis, ef marka má ummæli þingmanna í gær. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að ófært sé annað en að lagfæra það trúnaðarrof sem orðið hafi á milli þings og stofnunarinnar

Innlent
Fréttamynd

Hrannar Már nýr nefndarformaður

Hrannar Már Hafberg, lögfræðingur og starfandi héraðsdómari, hefur verið skipaður formaður rannsóknarnefndar Alþingis um sparisjóðakerfið eftir að Sigríður Ingvadóttir baðst lausnar í kjölfar ágreinings við hina tvo nefndarmennina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ályktun um Píkusafn er satíra

"Ályktuninni fylgir mikil alvara. En hún er til komin vegna hugmyndar bæjarstjórnar um villidýrasafn, sem okkur finnst fáránleg. Það var spurning um að toppa vitleysuna,“ segir Kristín Pálsdóttir, ritari Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ. Flokkurinn samþykkti ályktun í vikunni um að láta reisa Píkusafn í bænum, í anda Reðasafnsins. Að sögn bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar var ályktunin þó meira ádeila en nokkuð annað.

Innlent
Fréttamynd

Jafngildir milljón í kjaraskerðingu

Lífeindafræðingar á Landspítalanum eru orðnir langþreyttir á áralöngum launalækkunum og krefjast úrbóta. Þetta segir Edda Sóley Óskarsdóttir, talsmaður lífeindafræðinga, en þeir stóðu fyrir samstöðufundi í gær. Helstu kröfur eru annars vegar að stofnanasamningur við stéttina verði endurskoðaður, í fyrsta sinn frá árinu 2006.

Innlent