Vísindi

Fréttamynd

Júmbóþota knúin áfram af kókoshnetuolíu

Breski milljarðamæringurinn Richard Branson kallaði það mikilvægan áfanga fyrir allan flugvélaiðnaðinn að hann sendi eina af Virgin-júmbóþotum sínum í áætlunarferð, knúna blöndu af venjulegu eldsneyti og lífrænu.

Erlent
Fréttamynd

Gráúlfurinn ekki lengur talinn í útrýmingarhættu

Gráúlfurinn sem lifir í norðurhluta Klettafjallanna í Bandaríkjunum er ekki talinn lengur í útrýmingarhættu. Hefur hann því verið tekinn af lista bandaríska innanríkisráðuneytisins um dýr í útrýmingarhættu.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnlausum gervihnetti eytt á fimmtudag

Bandaríski flotinn hefur ákveðið að reyna að eyða stjórnlausum gervihnetti á leið til jarðar á fimmtudag eða eftir að geimferjan Atlantis kemur til lendingar úr för sinni á morgun miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Líkindi til að offita gangi í erfðir

Vísindamenn við háskólann í London hafa komist að því að töluverð líkindi séu fyrir því að offita gangi í erfðir en sé ekki afleiðing lífsstíls viðkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Evrópska geimstöðin Colombus á loft

Ætlunin er að flytja fyrstu evrópsku geimstöðina á braut um jörðu á morgun fimmtudag. Það verður geimskutlan Atlantis sem flýgur með Colombus út fyrir gufuhvolfið frá geimstöðinni á Kennedyhöfða.

Erlent
Fréttamynd

Lækning við kvefi á næsta leiti

Breskir vísindamenn eru nú vongóðir um að fundist geti lækning við kvefi. Þeim tókst nýlega að smita erfðabreytta mús með kvefi þannig að auðveldara verður í framtíðinni að prófa ný kvefmeðul.

Erlent
Fréttamynd

Furðulegt nýtt spendýr fannst í Tanzaníu

Vísindamenn hafa fundið furðulegt nýtt spendýr af nagdýraætt í fjöllum Tanzaníu. Skepnan hefur hlotið latneska heitið Rhynochocyon udzungwensis og er lýst sem blöndu af lítilli antilópu og smávaxinni mauraætu.

Erlent
Fréttamynd

Hlýnun jarðar hættir á næsta ári

Þegar á næsta ári mun hlýnun jarðar byrja að snúast við. Og eftir nokkra áratugi hefst lítil ísöld sem mun vara í 45-65 ár. Hún mun valda fimbulkulda um mestallan heiminn.

Erlent
Fréttamynd

Gervihnöttur stefnir á jörðina

Bandarískur gervihnöttur er stjórnlaus og stefnir á jörðina, að því er BBC greinir frá. Hnötturinn mun vera tiltölulega stór og taldar eru líkur á því að hann innihaldi eldsneyti sem sé eitrað og hættulegt komist fólk í snertingu við það.

Erlent
Fréttamynd

Fundu styttu af "manneskju" á Mars

Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars.

Erlent
Fréttamynd

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Erlent