Vísindi Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. Erlent 29.11.2007 08:24 Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58 Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna. Erlent 21.11.2007 21:49 Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi. Erlent 21.11.2007 11:36 Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54 Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. Erlent 26.10.2007 12:13 Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Erlent 24.10.2007 10:39 Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið. Erlent 22.10.2007 15:21 Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Erlent 18.10.2007 15:38 Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið. Erlent 17.10.2007 12:39 Hvernig er að deyja? Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Erlent 15.10.2007 11:59 Spáir hjónaböndum við vélmenni Breskum vísindamanni hefur verið veitt doktorsgráða fyrir ritgerð sem spáir hjónaböndum milli vélmenna og manna í framtíðinni. Það var háskólinn í Maastricht í Hollandi sem veitti David Levy PhD gráðuna fyrir lokaritgerð sem bar heitið "Intimate Relationships with Artificial Partners," eða náin sambönd við tilbúna félaga. Erlent 12.10.2007 09:11 Frjósamar nektardansmeyjar þéna meira Nektardansmeyjar sem eru á hátindi frjósemi sinnar í tíðahringnum fá að jafnaði meira í þjórfé en starfssystur þeirra sem eru á pillunni. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna við háskólann í New Mexico í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2007 13:47 Ráðgátan um liti Iapetusar Vísindamenn telja sig nú vera nærri því að leysa gátuna um hina dularfullu liti Iapetusar, fylgitungls Satúrnusar. Lengi hefur það vafist fyrir mönnum að finna skýringu á því afhverju annar helmingur yfirborðs tunglsins er þakin svörtu efni en hinn hvítu. Erlent 9.10.2007 16:07 Slapp við sekt með því að sýna fram villu í hraðamælingum lögreglu Breskur vísindamaður sem lögreglaði ætlaði að sekta fyrir of hraðan akstur var ekki á því að fallast á það og sýndi fram á að hann hafi ekki ekið of hratt. Það gerði hann með tæki sem hann hafði sjálfur hannað og reyndist mun nákvæmara en hraðamyndabél lögreglunnar. Erlent 8.10.2007 22:11 Sverðtígur með veikt bit Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins. Erlent 5.10.2007 16:50 Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. Erlent 5.10.2007 16:28 iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. Erlent 24.9.2007 14:06 Loftsteinn veldur veikindum Hundruð manna hafa þurft að leita sér læknishjálpar í þorpinu Carancas í Perú eftir að það sem talið er loftsteinn féll til jarðar í grennd þess og gufur úr gígnum eftir steininn lagði yfir svæðið. Fólk sem hefur farið að skoða gíginn kvartar undan ógleði, höfuðverkjum, uppköstum og svima. Erlent 19.9.2007 06:35 Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. Erlent 18.9.2007 20:03 Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára. Erlent 14.9.2007 19:58 Einmana með ónýtt ónæmiskerfi Einmana fólk er líklegra til að veikjast og deyja ungt. Vísindamenn telja sig nú vita af hverju - ónæmiskerfi þeirra er í rúst. Vísindamenn könnuðu DNA fólk sem var félagslega einangrað og komust að því að erfðaefni sem tengdist ónæmiskerfi þeirra var afbrigðilegt. Erlent 13.9.2007 21:19 Augun lesa til skiptis Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Erlent 13.9.2007 15:36 Hvar er barnið? Foreldrar geta nú vitað nákvæmlega hvar börnin þeirra eru á hverjum tíma með því að hafa staðsetningartæki í símunum þeirra. Disney og Wherifone lofa þó að vörn sé í staðsetningartækinu til þess að ókunnugir geti ekki misnotað slík tæki. Erlent 9.9.2007 23:30 Vörn í estrógeni Brottnám eggjastokka getur aukið líkur á taugasjúkdómnum Parkinson og valdið minnistruflunum hjá konum, sérstaklega ef aðgerðin er framkvæmd fyrir tíðahvörf. Þá er talið að áhættan aukist um helming hjá ungum konum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í tímaritinu Neurology Journal og byggir á viðtölum við þúsundir kvenna sem höfðu farið í slíka aðgerð fyrir að meðaltali 27 árum. Erlent 7.9.2007 15:00 Fáránlega frábærir Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona mætir alltaf með rafmagnskjuða í partí. „Ég sá kjuðana fyrst á www.iwantoneofthose.com þar sem eru margir frábærir og fáránlegir hlutir sem eru mispraktískir. Einar Baldvin vinur minn pantaði þá og gaf mér í jólagjöf,“ segir Elsa María, umsjónarmaður í nýjum menningarþætti Sjónvarpsins sem heitir 07-08, bíó og leikhús. Erlent 3.9.2007 14:47 Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja. Erlent 30.8.2007 17:49 Geislasverð Loga fer í geimferð Megi ,,Mátturinn" vera með geimferjunni Discovery og þeim sjö geimförum sem um borð verða í ferð þeirra að Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Því með í för verður geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í Stjörnustríðs myndinni Endurkoma Jedi-riddarans. Erlent 29.8.2007 20:20 Opinn fyrirlestur hjá ÍE Í dag mun Dr. Octavi Quintana Trias, yfirmaður heilsurannsóknarsviðs Evrópusambandsins, halda opinn fyrirlestur um evrópskar heilsurannsóknir í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Erlent 28.8.2007 22:59 Asíukapphlaupið til tunglsins Japanar segja sín áform þau viðamestu síðan Bandaríkjamenn fóru til tunglsins með Apollo. Kínverjar ætla að rannsaka yfirborð tunglsins til undirbúnings þess að þeirra menn verði sendir til tunglsins. Erlent 27.8.2007 22:21 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 52 ›
Sólin skín skærast í Kyrrahafinu Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt. Erlent 29.11.2007 08:24
Flensusprautan virkar ekki sem skyldi Flensa gæti orðið tugum þúsunda Breta að bana í vetur og bólusetning gerir lítið til að forða því. Þetta segir Graeme Laver læknir sem þróaði flensusprautuna og telur að sérstaklega slæmur flensufaraldur sé í uppsiglingu. Erlent 24.11.2007 15:58
Marglyttur útrýmdu laxeldi á Norður Írlandi Milljónir marglyttna lögðu laxeldisstöð á Norður Írlandi í rúst í síðustu viku. Allir laxarnir í stöðinni drápust þegar marglytturnar réðust á fiskana sem gátu sig hvergi hreyft í kvíunum. 100 þúsund laxar drápust og er tapið talið nema hundruðum milljóna króna. Erlent 21.11.2007 21:49
Mannhæðahár sporðdreki fannst í Þýskalandi Evrópskir vísindamenn hafa fundið gríðarstóra steingerða kló af 2,5 metra löngum sjávarsporðdreka í þýskri námu. Fyrirbærið er talið 390 milljón ára gamalt samkvæmt líffræðitímaritinu Biology Letters. Dýrið sem hefur verið nefnt Jaekelopterus rhenaniae hélt sig líklegast til í ám eða fenjalendi. Erlent 21.11.2007 11:36
Bubbi byggir í geimnum Þenslan á byggingamarkaði virðist vera víðar en á Íslandi. Tveir bandarískir geimfarar sem nú eru um borð í alþjóðlegu geimstöðinni voru iðnir í gær en þeir bættu við herbergi í stöðinni. Erlent 29.10.2007 10:54
Mannkynið mun skiptast í yfir- og undirstétt á næstu hundrað þúsund árum Mannkynið mun í framtíðinni skiptast í tvo hópa: Vel gefna, hávaxna, fagra og sjarmerandi einstaklinga og svo lágstétt stuttra og ljótra heimskingja. Þessu heldur þróunarfræðingurinn Oliver Curry frá London School of Economics fram að gerist á næstu hundrað þúsund árum. Erlent 26.10.2007 12:13
Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Erlent 24.10.2007 10:39
Kínverjar skjóta geimkönnunarfari á loft Kínverjar hyggjast síðar í þessari viku skjóta á loft geimkönnunarfarinu, Change'e One, en því er ætlað rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Reiknað er með því að könnunarfarið verði næstu tvö árin á sporbraut um tunglið. Erlent 22.10.2007 15:21
Hvað kom fyrir augabrúnir Monu Lisu? Málverkið af Monu Lisu hefur alla tíð valdið vísindamönnum miklum heilabrotum, bæði varðandi fyrirmyndina og málverkið. Ein ráðgátan sem fræðimenn hafa lengi staðið frammi fyrir er af hverju engin augnhár eru á myndinni af þessari dulúðugu konu. Erlent 18.10.2007 15:38
Ævaforn fótspor bylta þróunarkenningum Breskir vísindamenn fundu fyrir skömmu steingervð fótspor af eðlu sem talin eru vera um 315 milljón ára gömul. Uppgötvunin bendir til þess að eðlur hafi komið fram á sjónarsviðið mun fyrr en áður hefur verið talið. Erlent 17.10.2007 12:39
Hvernig er að deyja? Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Erlent 15.10.2007 11:59
Spáir hjónaböndum við vélmenni Breskum vísindamanni hefur verið veitt doktorsgráða fyrir ritgerð sem spáir hjónaböndum milli vélmenna og manna í framtíðinni. Það var háskólinn í Maastricht í Hollandi sem veitti David Levy PhD gráðuna fyrir lokaritgerð sem bar heitið "Intimate Relationships with Artificial Partners," eða náin sambönd við tilbúna félaga. Erlent 12.10.2007 09:11
Frjósamar nektardansmeyjar þéna meira Nektardansmeyjar sem eru á hátindi frjósemi sinnar í tíðahringnum fá að jafnaði meira í þjórfé en starfssystur þeirra sem eru á pillunni. Þetta sýna niðurstöður vísindamanna við háskólann í New Mexico í Bandaríkjunum. Erlent 11.10.2007 13:47
Ráðgátan um liti Iapetusar Vísindamenn telja sig nú vera nærri því að leysa gátuna um hina dularfullu liti Iapetusar, fylgitungls Satúrnusar. Lengi hefur það vafist fyrir mönnum að finna skýringu á því afhverju annar helmingur yfirborðs tunglsins er þakin svörtu efni en hinn hvítu. Erlent 9.10.2007 16:07
Slapp við sekt með því að sýna fram villu í hraðamælingum lögreglu Breskur vísindamaður sem lögreglaði ætlaði að sekta fyrir of hraðan akstur var ekki á því að fallast á það og sýndi fram á að hann hafi ekki ekið of hratt. Það gerði hann með tæki sem hann hafði sjálfur hannað og reyndist mun nákvæmara en hraðamyndabél lögreglunnar. Erlent 8.10.2007 22:11
Sverðtígur með veikt bit Þótt sverðtígurinn hafi óneitanlega verið vel tenntur hafa rannsóknir leitt í ljós að bit hans var veikt. Krafturinn í biti sverðtígursins var ekki nema þriðjungur þess sem ljón hefur. Notast var við nýjustu tölvuteiknitækni til að áætla kraftinn í biti sverðtígursins. Erlent 5.10.2007 16:50
Geimkapphlaup milli þriggja Asíuþjóða Ómannað geimkönnunarfar frá japönsku geimferðarstofnuninni komst í morgun á sporbraut umhverfis tunglið. Eru Japanir því fyrsta Asíuþjóðin sem tekst að koma geimfari á braut umhverfis tunglið. Þrjár Asíuþjóðir keppa nú um að sigra geiminn. Erlent 5.10.2007 16:28
iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. Erlent 24.9.2007 14:06
Loftsteinn veldur veikindum Hundruð manna hafa þurft að leita sér læknishjálpar í þorpinu Carancas í Perú eftir að það sem talið er loftsteinn féll til jarðar í grennd þess og gufur úr gígnum eftir steininn lagði yfir svæðið. Fólk sem hefur farið að skoða gíginn kvartar undan ógleði, höfuðverkjum, uppköstum og svima. Erlent 19.9.2007 06:35
Fjöldi tungumála í útrýmingarhættu Málvísindamenn óttast að á komandi árum muni fjöldi tungumála í útrýmingarhættu aukast hratt. Mörg eru nú þegar nánast útdauð. Þeir hafa skilgreint fimm svæði í heiminum þar sem vandamálið er hvað verst. Tungumál frumbyggja í norðurhluta Ástralíu er talið vera í hvað mestri útrýmingarhættu. Erlent 18.9.2007 20:03
Holdafar unglinga hefur áhrif á frjósemi síðar meir Holdafar á unglingsárum hefur áhrif á hve mörg börn fólk eignast síðarmeir. Vísindamenn fylgdust með þrettán hundruð finnskum ungmennum, frá árinu 1980, en þau voru þá á aldrinum 3 - 18 ára. Erlent 14.9.2007 19:58
Einmana með ónýtt ónæmiskerfi Einmana fólk er líklegra til að veikjast og deyja ungt. Vísindamenn telja sig nú vita af hverju - ónæmiskerfi þeirra er í rúst. Vísindamenn könnuðu DNA fólk sem var félagslega einangrað og komust að því að erfðaefni sem tengdist ónæmiskerfi þeirra var afbrigðilegt. Erlent 13.9.2007 21:19
Augun lesa til skiptis Vísindamenn hafa svipt hulunni af ráðgátunni um hvernig augu lesa setningu. Áður héldu rannsakendur að bæði augun einbeittu sér að sama bókstaf orðs í einu, en breskir vísindamenn hafa komist að raun um að svo sé alls ekki alltaf. Erlent 13.9.2007 15:36
Hvar er barnið? Foreldrar geta nú vitað nákvæmlega hvar börnin þeirra eru á hverjum tíma með því að hafa staðsetningartæki í símunum þeirra. Disney og Wherifone lofa þó að vörn sé í staðsetningartækinu til þess að ókunnugir geti ekki misnotað slík tæki. Erlent 9.9.2007 23:30
Vörn í estrógeni Brottnám eggjastokka getur aukið líkur á taugasjúkdómnum Parkinson og valdið minnistruflunum hjá konum, sérstaklega ef aðgerðin er framkvæmd fyrir tíðahvörf. Þá er talið að áhættan aukist um helming hjá ungum konum. Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í tímaritinu Neurology Journal og byggir á viðtölum við þúsundir kvenna sem höfðu farið í slíka aðgerð fyrir að meðaltali 27 árum. Erlent 7.9.2007 15:00
Fáránlega frábærir Elsa María Jakobsdóttir sjónvarpskona mætir alltaf með rafmagnskjuða í partí. „Ég sá kjuðana fyrst á www.iwantoneofthose.com þar sem eru margir frábærir og fáránlegir hlutir sem eru mispraktískir. Einar Baldvin vinur minn pantaði þá og gaf mér í jólagjöf,“ segir Elsa María, umsjónarmaður í nýjum menningarþætti Sjónvarpsins sem heitir 07-08, bíó og leikhús. Erlent 3.9.2007 14:47
Ný meðferð fyrir MS-sjúklinga Vísindamenn hafa lagt til að ný meðferð verði notuð gegn heila og mænusigg-sjúkdómnum (MS) sem felur í sér notkun á hormóninu estrógen. Meðferðin felst í því að estrógen-hormónið er notað til að bægja frá eða jafnvel snúa við einkennum sjúkdómsins án þess að til komi þær algengu hliðarverkanir sem hormónameðferðum fylgja. Erlent 30.8.2007 17:49
Geislasverð Loga fer í geimferð Megi ,,Mátturinn" vera með geimferjunni Discovery og þeim sjö geimförum sem um borð verða í ferð þeirra að Alþjóðlegu geimstöðinni í október. Því með í för verður geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í Stjörnustríðs myndinni Endurkoma Jedi-riddarans. Erlent 29.8.2007 20:20
Opinn fyrirlestur hjá ÍE Í dag mun Dr. Octavi Quintana Trias, yfirmaður heilsurannsóknarsviðs Evrópusambandsins, halda opinn fyrirlestur um evrópskar heilsurannsóknir í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 kl. 16.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Erlent 28.8.2007 22:59
Asíukapphlaupið til tunglsins Japanar segja sín áform þau viðamestu síðan Bandaríkjamenn fóru til tunglsins með Apollo. Kínverjar ætla að rannsaka yfirborð tunglsins til undirbúnings þess að þeirra menn verði sendir til tunglsins. Erlent 27.8.2007 22:21