Vísindi

Fréttamynd

Skotið, klippt og upphalað beint

Talið er að nýi Samsung SCH-B750-farsíminn verði búinn ýmsum spennandi eiginleikum, meðal annars getunni til að taka upp hreyfimyndir, klippa þær og upphala á netið án milligöngu tölvu.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti turn heims er á við sjö Hallgrímskirkjur

Burj- turninn í Dubai er orðinn hæsta bygging heims, þrátt fyrir að framkvæmdir á honum muni ekki taka enda fyrr en undir lok næsta árs. Skýjakljúfurinn er 512 metrar á hæð, fjórum metrum hærri en Taipei 101 turninn í Taívan, sem hefur verið hæstur síðustu þrjú ár. Burj-turninn er á hæð við sjö Hallgrímskirkjur.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstýrðir bílar í framför

Þróun sjálfstýrðra bifreiða þýtur fram þessa dagana. Að öllum líkindum er þess ekki lengi að bíða að slíkir bílar komi á almennan markað.

Erlent
Fréttamynd

Bólusetning gegn alnæmi er möguleg

Unnt er að bólusetja fólk gegn alnæmi. Niðurstaða rannsóknar Margrétar Guðnadóttur veirufræðings bendir eindregið til þess. Hún hefur bólusett gegn veiru úr sama flokki fyrst allra. Hægt að koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólk.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingur uppgötvar óstöðvandi leikaðferð í dammtafli

Fjölmiðlar víða um heim greina frá því að með sérstökum tölvuhugbúnaði hafi verið fundin leikaðferð í dammtafli sem ekki getur ekki endað með öðru en sigri. Íslenskur vísindamaður, dr. Yngvi Björnsson, tók þátt í smíði hugbúnaðarins.

Erlent
Fréttamynd

Mars-jeppar í kröppum dansi

Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Með vökva í stað heila

Manni, með óvenju lítinn heila, hefur tekist að lifa eðlilegu lífi í fjörutíu ár. Rannsóknir franskra vísindamanna á höfði hans sýna að hauskúpa hans inniheldur að mestu leyti vökva.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að flytja inn etanólbíla

Innflutningur á Saab Bio-Power bifreiðum er til athugunar hjá Ingvari Helgasyni ehf. Bílarnir ganga fyrir etanóli og rafmagni og er útblástur koltvíoxíðs 90 prósentum minni en í hefðbundnum bensínvélum. Auk þess bindur hráefnið sem notað er í etanólið koltvíoxíð við ræktun.

Erlent
Fréttamynd

Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands

Íslenskir vísindamenn fundu tvær nýjar tegundir marflóa sem virðast hafa verið hér á landi lengst allra lífvera. Eru einu dýrin stærri en bakteríur sem lifðu af undir íshellu síðustu ísaldar. Jarðhiti í grunnvatninu varð marflónum til lífs.

Innlent
Fréttamynd

Reykingar gegn Parkinson

Reykingamönnum steðjar helmingi minni ógn af Parkinson sjúkdómnum en reyklausum. Raunar minnka líkurnar á að sjúkdómurinn myndist eftir því hve viðkomandi hefur reykt lengi. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Háskólann í Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Áhrif Uriah Heep á fiska

Finnskur vísindamaður er með heldur athyglisverða rannsókn í burðarliðnum. Á tónleikum bresku rokksveitarinnar Uriah Heep hyggst hann koma upp fimmhundruð þúsund lítra fiskabúri, fullu af fiskum, við hlið sviðsins. Á meðan tónleikum stendur ætlar hann sér að fylgjast grannt með áhrifum dynjandi þungarokksins á heilsu og atferli fiskanna.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt tungl við Satúrnus

Nýtt tungl er fundið á braut um reikistjörnuna Satúrnus. Þar með eru þekkt tungl Satúrnusar orðin sextíu talsins. Tunglið sást á myndum sem geimfarið Cassini-Huygens tók.

Erlent
Fréttamynd

Steikin mengar jafn mikið og heimilisbíllinn

Framleiðsla á kílói af nautakjöti losar um það bil sama magn gróðurhúsalofttegunda og að keyra heimilisbílinn frá Reykjavík til Blönduóss. Japanskir vísindamenn komust að þessu með útreikningum á ýmsum þáttum nautakjötsframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Greipávöxtur getur valdið brjóstakrabbameini

Með því að borða einn greipávöxt á dag aukast líkurnar á brjóstakrabbameini um næstum þriðjung samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var í Bandaríkjunum við háskólann í Suður-Kaliforníu og Hawaii. Rannsóknin náði til 50 þúsund kvenna á breytingaraldrinum og sýnir að aðeins einn fjórði af greipávextinum jók líkurnar um allt að 30 prósent.

Erlent
Fréttamynd

Grænland var eins og Suður-Svíþjóð

Fyrir um hálfri milljón ára ríkti milt veðurfar á Grænlandi og gróður var þar svipaður og í suðurhluta Kanada eða í Smálöndunum í Svíþjóð. Þar voru grænir skógar og býsnin öll af skordýrum og öðru lífi. Þetta kemur fram í grein í vísindaritinu Science sem hefur vakið mikla athygli í allri umræðunni um loftslagsbreytingar.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar geti fylgst með börnum sínum

Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúningur hafinn fyrir geimskot Endeavour

Sjö manna áhöfn Endeavour geimskutlunnar frá Nasa er komin til Flórída þar sem undirbúningur fyrir flugtak skutlunnar hefst. Flugtakið er sett þann 7da ágúst. Áfangastaðurinn er Alþjóðageimstöðin þar sem byggingu stöðvarinnar verður haldið áfram.

Erlent
Fréttamynd

Auðveldara á tveimur jafnfljótum

Mannskepnan stóð upp á afturlappirnar og hóf að ganga upprétt vegna orkusparnaðar sem felst í því. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna. Báru þeir saman göngulag nútímamanna og simpansa, sem beita að jafnaði fjórum útlimum við ferðalög sín.

Erlent
Fréttamynd

Tvö stærstu fljót Kína þorna upp

Dregið hefur umtalsvert úr vatnsmagni tveggja stærstu fljóta Kína, Huang He og Yangtze. Uppsprettur fljótanna í votlendi, jöklum og fljótum hafa gengið mikið til þurrðar undanfarna fjóra áratugi. Er þetta rakið til hækkunar hitastigs jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylir við Miðjarðarhaf

Hækkun hitastigs jarðar gæti innan fárra ára skapað fellibyli við Miðjarðarhafið. Þetta er niðurstaða rannsóknar við Háskólann í Castilla-La Mancha í Toledo á Spáni.

Erlent
Fréttamynd

Á fleygiferð um Norðurhöf

Stærsta endurgerð víkingaskips sem smíðuð hefur verið liggur nú við landfestar í Kirkwall, höfuðstað Orkneyja. Á næstu dögum heldur fleyið úr höfn og siglir suður til Skotlands.

Erlent
Fréttamynd

Leki í heimsins stærsta kjarnorkuveri

Jarðskjálftinn sem skók Japan í nótt orsakaði leka í kjarnorkuverinu Kashiwazaki-Kariwa þar í landi. Kjarnaofn í verinu sprakk og vökvi sem inniheldur geislavirk efni lak úr honum.

Erlent
Fréttamynd

Tölvuunnin listaverk

Á Rasterbator má búa til allt að 20 metra stór plaköt úr ljósmyndum á tölvutæku formi. Rasterbator er sniðugt viðfangsforrit á netinu, sem býr til risastórar eftirmyndir úr hvaða mynd sem er, sem hægt er að prenta út á nokkrum blaðsíðum og setja saman í plakat.

Erlent
Fréttamynd

Verkfræði, hreyfilist og tækni

Hollendingurinn Theo Jansen er hreyfiaflsskúlptúristi. Hann er listamaður sem nýtir sér tækni og verkfræði til að búa til stórkostlegar furðuverur með ótal fætur sem knúnar eru áfram af veðri og vindum.

Erlent
Fréttamynd

Herpes gegn krabbameini

Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn hafa þróað gæti reynst vel í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sem kynnt var á læknaráðstefnu í Lugano í Sviss gefur til kynna að veiran eyði krabbameinsfrumum.

Erlent
Fréttamynd

Vatn finnst í fyrsta skipti utan sólkerfisins

Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Engin áhrif á hlýnun jarðar

Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað.

Erlent
Fréttamynd

Hvítlaukur við vindgangi

Vísindamenn við háskólann í Wales sem rannsaka áhrif vindgangs búfénaðar á hlýnun jarðar hafa dottið niður mögulega lausn – að fóðra hann á hvítlauk.

Erlent