Írak Talsmaður þingsins loks valinn Talsmaður írakska þingsins hefur loks verið valinn eftir margra daga samningaviðræður. Súnnítinn Hajim Al-Hassani varð fyrir valinu og þar með hefur verið staðið við það loforð að súnnítar fengju með einhverjum hætti að koma að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:00 Einstakt mál í sænskri réttarsögu Tveir Írakar á þrítugsaldri voru í dag ákærðir í Svíþjóð fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárás sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Erbil í norðurhluta Íraks. Mál af þessum toga hefur aldrei komið til kasta sænskra dómstóla áður. Erlent 13.10.2005 19:00 Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 18:59 Fimm þjóðvarðliðar féllu Fimm írakskir þjóðvarðliðar féllu í valinn í sjálfsmorðsárás nærri borginni Kirkuk í morgun. Þó nokkrir slösuðust í árásinni sem var gerð við eftirlitsstöð írakska hersins. Erlent 13.10.2005 18:59 Myndband með rúmensku gíslunum Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari. Erlent 13.10.2005 18:59 Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. Erlent 13.10.2005 18:58 Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58 Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57 Írak: Hvað kemur það okkur við? Af hverju kemur Íslendingum við hvað gerist í Írak? Og af hverju er Írak alltaf í fréttum? Erlent 13.10.2005 18:57 Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57 Rasmussen óvænt til Íraks Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Erlent 13.10.2005 18:55 Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55 Sprengingar fyrir þingfund Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 18:55 Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54 Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52 Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52 Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis 31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti. Erlent 13.10.2005 18:52 Fimm látnir og fimm særðir Tvær bílsprengjur sprungu nærri innanríkisráðuneyti Íraks í morgun með þeim afleiðingum að fimm lögreglumenn létu lífið. Þá særðust að minnsta kosti fimm lögreglumenn til viðbótar í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:51 1500 bandarískir hermenn fallnir Mannfall í Írak vex dag frá degi en fimmtán hundruðasti bandaríski hermaðurinn týndi þar lífi í gær. Tífalt fleiri óbreyttir borgarar hafa þó dáið síðan innrásin var gerð á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51 Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51 Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51 Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51 Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51 Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50 Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49 Á annan tug borgara fallið Á annan tug óbreyttra borgara hefur fallið í árásum uppreisnarmanna í Írak í dag. Yfir hundrað uppreisnarmenn hafa verið handsamaðir í herferð Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak undanfarna daga. Erlent 13.10.2005 18:49 Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48 450 ástralskir hermenn til Íraks Ástralar ætla að senda 450 hermenn til viðbótar til Írak. Ætlunin er að hermennirnir muni leysa af hólmi hluta þeirra 1400 hermanna frá Hollandi sem fara frá Írak í mars. Fyrir eru nærri 900 hermenn frá Ástralíu í Írak. Erlent 13.10.2005 18:48 Forsætisráðherraefni sjíta valið Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum. Erlent 13.10.2005 18:49 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 27 ›
Talsmaður þingsins loks valinn Talsmaður írakska þingsins hefur loks verið valinn eftir margra daga samningaviðræður. Súnnítinn Hajim Al-Hassani varð fyrir valinu og þar með hefur verið staðið við það loforð að súnnítar fengju með einhverjum hætti að koma að myndun nýrrar ríkisstjórnar í landinu. Erlent 13.10.2005 19:00
Einstakt mál í sænskri réttarsögu Tveir Írakar á þrítugsaldri voru í dag ákærðir í Svíþjóð fyrir að skipuleggja sjálfsmorðsárás sem kostaði á annað hundrað manns lífið í Erbil í norðurhluta Íraks. Mál af þessum toga hefur aldrei komið til kasta sænskra dómstóla áður. Erlent 13.10.2005 19:00
Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Erlent 13.10.2005 18:59
Fimm þjóðvarðliðar féllu Fimm írakskir þjóðvarðliðar féllu í valinn í sjálfsmorðsárás nærri borginni Kirkuk í morgun. Þó nokkrir slösuðust í árásinni sem var gerð við eftirlitsstöð írakska hersins. Erlent 13.10.2005 18:59
Myndband með rúmensku gíslunum Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari. Erlent 13.10.2005 18:59
Kona og barn á meðal látinna Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að kastaðist í kekki á milli bandarískra hermanna og hóps andspyrnumanna í borginni Mosul í Írak í dag. Að sögn talsmanns íröksku lögreglunnar er kona og barn á meðal látinna. Auk þeirra sem féllu liggja fimm sárir. Erlent 13.10.2005 18:58
Nokkur tonn sprengiefna haldlögð 131 meintur skæruliði var handtekinn í skyndiárás bandarískra og írakskra hermanna nærri borginni Kerbala í dag. Lagt var hald á gríðarlegt magn sprengiefnis og tækja og tóla til sprengjugerðar og að sögn yfirmanns innan bandaríkjahers er um að ræða nokkur tonn af sprengiefni. Erlent 13.10.2005 18:58
Blóðbaðið heldur áfram Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tuttugu eru særðir eftir tvær sjálfmorðsárásir í Írak í dag. Ellefu hinna látnu voru sérsveitarmenn innan íröksku lögreglunnar sem létust þegar maður sprengdi sig í loft upp við eftirlitsstöð í borginni Ramadí. Þrír hinna særðu eru óbreyttir borgarar. Erlent 13.10.2005 18:57
Írak: Hvað kemur það okkur við? Af hverju kemur Íslendingum við hvað gerist í Írak? Og af hverju er Írak alltaf í fréttum? Erlent 13.10.2005 18:57
Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57
Rasmussen óvænt til Íraks Danir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða ríkisstjórn Íraks í öryggismálum. Þetta sagði Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, þegar hann kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Erlent 13.10.2005 18:55
Ítalskir hermenn kallaðir heim Ítalir ætla að hefja brottfluttning herliðs síns frá Írak þegar í september á þessu ári. Þetta sagði Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, í gær. Ummælin koma mjög á óvart því að hingað til hafa ítölsk stjórnvöld sagst ætla að halda herliði landsins í Írak þangað til Írakar geti sjálfir séð um öryggi lands síns. Erlent 13.10.2005 18:55
Sprengingar fyrir þingfund Fréttir voru að berast af sprengingum við græna svæðið í Bagdad þar sem margar helstu stofnanir Íraka eru staðsettar. Sprengingin varð aðeins nokkrum mínútum fyrir fyrsta þingfund írakska þingsins sem fer fram í nágrenninu. Erlent 13.10.2005 18:55
Brösug stjórnarmyndun í Írak Það gengur brösuglega að koma á starfhæfri stjórn í Írak. Trúarhópar og þjóðernisbrot deila sín á milli og á sama tíma fækkar í fjölþjóðahernum þegar bandamenn heltast úr lestinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Erlent 13.10.2005 18:54
Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Erlent 13.10.2005 18:52
Írakar taka við stjórn öryggismála Þjóðvarðlið Íraka hefur tekið við stjórn öryggismála í tíu af hættulegustu hverfum höfuðborgarinnar Bagdad. Bandaríska dagblaðið <em>Chicago Tribune</em> greinir frá því að síðan kosningunum í Írak lauk hafi Bandaríkjaher smátt og smátt fært völdin á þessum stöðum í hendur Íraka. Erlent 13.10.2005 18:52
Stjórnarmyndun í skugga ofbeldis 31 týndi lífi í Írak í hryðjuverkaárásum víðs vegar um landið og tugir manna særðust. Á meðan halda stjórnarmyndunarviðræður áfram af fullum krafti. Erlent 13.10.2005 18:52
Fimm látnir og fimm særðir Tvær bílsprengjur sprungu nærri innanríkisráðuneyti Íraks í morgun með þeim afleiðingum að fimm lögreglumenn létu lífið. Þá særðust að minnsta kosti fimm lögreglumenn til viðbótar í árásinni. Erlent 13.10.2005 18:51
1500 bandarískir hermenn fallnir Mannfall í Írak vex dag frá degi en fimmtán hundruðasti bandaríski hermaðurinn týndi þar lífi í gær. Tífalt fleiri óbreyttir borgarar hafa þó dáið síðan innrásin var gerð á sínum tíma. Erlent 13.10.2005 18:51
Dómari í máli Saddams drepinn Dómari í máli Saddams Hússeins og tveir aðstoðarmenn hans voru drepnir í gær. Þrettán liggja í valnum eftir hryðjuverkaárásir í Írak í morgun. Erlent 13.10.2005 18:51
Ísland flytur vopn til Íraks Íslensk stjórnvöld hafa tekið að sér að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi nú síðdegis að meginhluti af framlagi Íslands til Íraks færi þó í neyðar- og mannúðaraðstoð. Erlent 13.10.2005 18:51
Cesar vill fara aftur til Íraks Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í sprengingu í Írak fyrr á þessu ári, vill fara þangað aftur. Hann kom hingað til lands í dag að hvíla sig eftir læknisaðgerðir. Han stefnir á að vera hér í u.þ.b. mánuð. Innlent 13.10.2005 18:51
Sex létust í bílsprengingu Að minnsta kosti sex féllu í valinn og nærri þrjátíu særðust í bílsprengingu í Bagdad í morgun. Sprengjan spakk utan við ráðningarstöð hersins. Erlent 13.10.2005 18:51
Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50
Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49
Á annan tug borgara fallið Á annan tug óbreyttra borgara hefur fallið í árásum uppreisnarmanna í Írak í dag. Yfir hundrað uppreisnarmenn hafa verið handsamaðir í herferð Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak undanfarna daga. Erlent 13.10.2005 18:49
Frekari skuldbindingar NATO í Írak Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra situr í þessum töluðum orðum með Bush Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frekari skuldbindingar NATO-ríkja í Írak og Afganistan er meðal þess sem Bush er talinn ætla að mæla fyrir á fundinum.</font /> Erlent 13.10.2005 18:48
450 ástralskir hermenn til Íraks Ástralar ætla að senda 450 hermenn til viðbótar til Írak. Ætlunin er að hermennirnir muni leysa af hólmi hluta þeirra 1400 hermanna frá Hollandi sem fara frá Írak í mars. Fyrir eru nærri 900 hermenn frá Ástralíu í Írak. Erlent 13.10.2005 18:48
Forsætisráðherraefni sjíta valið Stjórnmálabandalag sjíta í Írak hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherraefni sitt. Bandalagið fékk mest fylgi í kosningunum í landinu á dögunum. Erlent 13.10.2005 18:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent