Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Sætta sig ekki við tap formanns

Nú er ljóst hver býður sig fram í stjórn Félags grunnskólakennara (FG). Augljóst er að hluti framboðanna er sett fram til höfuðs nýkjörnum formanni félagsins. Ákveðnir aðilar sem hafa setið í stjórn undanfarin ár eru tilbúir að vinna félaginu mein og ekki síður væntanlegum formanni.

Skoðun
Fréttamynd

Útskrifast með tíu í meðaleinkunn

Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Innlent
Fréttamynd

Skólar ehf fjölga heilsueflandi leikskólum

„Við erum að bæta tveimur sex deilda heilsuleikskólum við hjá Garðabæ. Annan þeirra, Urriðaból við Kauptún er áætlað að opna í september á þessu ári en hinn í september 2023 og verður sá við Holtsgötu ofar í götunni. Þetta verkefni er mikil áskorun en mjög spennandi,“ segir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólar ehf.

Samstarf
Fréttamynd

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Innlent
Fréttamynd

Starfar þú með börnum? Ný náms­leið á sviði far­sældar barna

Þann 1. janúar s.l. tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Með farsæld er vísað til aðstæðna sem skapa börnum skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Borguðu óvænt námslánin hjá öllum nemendunum

Evan Spiegel og eiginkona hans Miranda Kerr glöddu nýútskrifaða nemendur hjá Otis listaháskólanum í Los Angeles þegar þau borguðu niður öll námslánin þeirra. Evan er stofnandi Snapchat og Miranda er fyrirsæta og stofnandi Kora Organics

Lífið
Fréttamynd

Heimurinn er okkar, ný menntastefna Mosfellsbæjar

Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Skapandi frelsi fyrir skóla­­stjórn­endur og jöfnuður fyrir nem­endur

Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu.

Skoðun
Fréttamynd

For­gangs­röðun hjá borginni

Fyrir sex árum byrjaði ég að kenna, þá enn í meistaranáminu mínu. Ég byrjaði að kenna í Breiðholtskóla og var þar í þrjú ár áður en ég færði mig yfir í Ölduselsskóla þar sem ég er enn. Ég vil taka það fram að ég er ekki að gagnrýna skólastjórnendur á neinn hátt þar sem þeir eru að gera sitt besta, þeir þurfa að velja og hafna hvað er gert hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­mál eru kosninga­mál

Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á.

Skoðun
Fréttamynd

Í tæp 30 ár með skóla­málin í borginni

Þegar kemur að skólamálum í Reykjavík hafa Samfylkingin og fyrirrennar hennar verið við völd nánast samfleytt í 28 ár. Það er því kominn tími á breytingar og nýja nálgun á ýmislegt í þessum mikilvæga málaflokki.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í leik­skóla­málum

Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti.

Skoðun
Fréttamynd

Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar

Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Íþróttakennari án aðstöðu

Ég tel mig nokkuð viss um að ég tali fyrir hönd flestra íþróttakennara þegar ég segi að eitt af því skemmtilegasta í lífi íþróttakennarans er tilhugsunin að fá að hitta nemendur skólans yfir kennsluvikuna. Það er svo skemmtilegt að hitta nemendur, kenna þeim og kynnast.

Skoðun
Fréttamynd

Tón­listin á næsta leik - 284 börn á bið­lista

Tónlistarskólakerfið á Íslandi eins og við þekkjum það í dag er að þakka framsýnum og snjöllum menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sem kom því á í sinni ráðherratíð á sjöunda áratug síðustu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Reynt að koma á sáttum í Flensborg

Skólameistari í Flensborg segir að verið sé að stíga fyrstu skrefin í að ná sáttum eftir að ofbeldismál skók nemendahópinn í marsmánuði. Hún segir að það kunni að vera að það hafi ekki komist nægilega vel til skila til nemenda að sannarlega væri verið að vinna í málinu.

Innlent