Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 22:45 Systurnar Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru barnabörn Ernu. Hér eru þær ásamt Jónasi Knútssyni, sem er einmitt sonur Ernu. Þau eru öll afar stolt af Ernu og segja hana sína helstu fyrirmynd. Vísir/Arnar Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna. Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna.
Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira