Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júlí 2022 20:00 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir er formaður Félags heyrnarlausra. aðsend Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Í gær greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs hefur kært leikskóla sonar síns til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem hún telur skólann ekki koma til móts við þarfir hans eins og lög gera ráð fyrir. Hún sagði að oft treysti hún sér ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Lög sett en síðan lítið gerst Formaður félags heyrnarlausra segir að fréttin hafi ekki komið á óvart þar sem þjónusta fyrir heyrnarlaus börn sé oft bágborin. Ellefu ár séu síðan lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmál voru sett á Alþingi en síðan þá hafi lítið sem ekkert gerst. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fjölskyldur gefist upp á þjónustuleysinu á Íslandi og flúið út Þá segir hún að bara á síðustu tveimur árum hafi að minnsta kosti þrjár fjölskyldur fundið sig knúnar til að flytja úr landi í leit að betri táknmálsþjónustu fyrir börn sín. Þrjár fjölskyldur, er það ekki hellingur miðað við þá sem eru heyrnarlausir á Íslandi, miðað við fjöldann? „Jú það er í rauninni mjög mikið. Þetta er mjög stór hluti og mikið skorið af íslenska táknmálssamfélaginu.“ Of dreifð ábyrgð Heiðdís segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt hér á landi og að ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifð. Ríkið hafi sett lögin og hvorki fjármagn né aðgerðarpakki fylgt. Sveitarfélögunum sé svo falið að meta þjónustuþörfina hverju sinni en þau séu misjafnlega vel í stakk búin til að veita sérþekkingu. Heiðdís vill að ríkið sjái alfarið um málaflokkinn því nú sé hætta á að heyrnarlausum börnum verði mismunað eftir búsetu. „Það er það og þekkingin er mismunandi á milli sveitarfélaga. Það er mikil áhætta sem því fylgir því börnin eiga öll rétt á þessari þjónustu sem krefst svo mikillar sérþekkingar.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00