Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Leikskólamál voru kosningamál margra flokka í síðustu sveitarstjórnarkosningum. vísir/vilhelm Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Stefnt var að því í síðustu sveitarstjórnarkosningum að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fengu leikskólapláss í haust. Ekki er útlit fyrir að það gangi eftir líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag. Þar segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar að margar skýringar séu á stöðunni og að unnið sé að því að safna upplýsingum um hana og að hún verði kynnt fyrir borgarráði á fimmtudaginn. Sylvía Rut Þorsteinsdóttir er eitt þeirra foreldra sem er í vandræðum vegna þess að dóttir hennar fær ekki pláss á leikskóla í Reykjavík í haust. Dóttir Sylvíu er sautján mánaða. Hún líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. Í mars fékk hún að vita að dóttir hennar kæmist ekki inn á leikskólann sem settur var í fyrsta val en engar upplýsingar fáist um það hvort hún hafi meiri möguleika á að komast inn á aðra leikskóla borgarinnar. „Ég frétti það frá annarri móður að til þess að eiga möguleika í aðra leikskóla sem gætu mögulega átt pláss þá þarftu að afskrá þig af þeim leikskóla sem þú ert með á listanum og setja þann leikskóla í fyrsta sæti. En hvernig þú átt að vita hvort það sé mögulega pláss í einhverjum öðrum leikskóla það veit ég ekki.“ Þá segir hún að eldri börn hafi flutt í hverfið sem fjölskyldan býr í sem geri það að verkum að dóttir hennar og önnur börn á sama aldri færist neðar á biðlistann. „Þar eru líka börn sem eru með þennan leikskóla, sem við erum með í fyrsta val, sem annað eða þriðja val og þau komast frekar inn því þau eru eldri.“ Í Garðabæ standa mál þannig að ef barn kemst ekki inn á leikskóla þá greiðir bærinn niður gæslu barna frá tíu mánaða aldri hjá dagforeldri. Þetta er gert til þess að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana sé sá sami og við leikskóladvöl. Sylvía segir að sambærilegt úrræði þurfi að vera hjá Reykjavíkurborg. „Nú nú kostar dagforeldri mun meira en leikskóli. Er Reykajvíkurborg þá til í að koma til móts við þá foreldra sem þurfa að borga dagforeldragjaldið eða hvað?“ Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs vísaði á Skúla Helgason við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist í Skúla Helgason.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira