NBA

Fréttamynd

Melo til NY Knicks?

Flest bendir til þess að Carmelo Anthony sé á förum frá Denver Nuggets en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjögur NBA-lið skiptu um leikmenn í gær

Það voru stór leikmannaskipti í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar fjögur skiptu á milli sín leikmönnum. Liðin sem skiptu á leikmönnum voru Indiana Pacers, New Orleans Hornets, New Jersey Nets og Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-leikir fara fram í London

Forráðamenn NBA-deildarinnar hafa ákveðið að feta í fótspor NFL-deildarinnar og spila deildarleiki í London. Tveir deildarleikir munu fara fram í Lundúnum næsta vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen: Það er pláss fyrir Shaq í Boston-liðinu

Ray Allen segir að það sé pláss í Boston liðinu fyrir Shaquille O’Neal sem skrifaði undir tveggja ára samning við Celtics-liðið í síðustu viku. Margir líta á komandi vetur sem síðasta tækifærið fyrir Boston-liðið að vinna NBA-meistaratitilinn með þríeykið Paul Pierce, Kevin Garnett og Allen í fararbroddi en þeir unnu saman titilinn árið 2008.

Körfubolti
Fréttamynd

Frumsýning Miami Heat liðsins verður í Boston

Fyrsti alvöru leikur Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh saman með Miami Heat liðinu verður í Boston 26. október næstkomandi en NBA-deildin hefur gefið út stærstu leiki komandi tímabils. Sumir leikmenn Boston hafa verið að gera lítið úr möguleikum ofurþríeykisins í Miami til að vinna Austurdeildina á fyrsta tímabili og þurfa því að standa við stóru orðin strax í fyrsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O’Neal á leiðinni til Boston Celtics

Shaquille O’Neal virðist loksins vera búinn að finna lið sem vill fá hann í NBA-deildinni á næsta tímabili. Lið hafa ekki sýnt O’Neal mikinn áhuga til þessa í sumar en nú segja bandarískir fjölmiðlar að Shaq sé nálægt því að semja við Boston Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant ætlar aldrei að verða NBA-þjálfari

Kobe Bryant hefur nú gefið það út að hann ætli sér ekki að vera þjálfari eftir að ferill hans sem leikmaður lýkur. Kobe Bryant er fimmfaldur NBA-meistari og í hópi bestu leikmönnum allra tíma en hann sér ekki í sér góðan þjálfara.

Körfubolti
Fréttamynd

Stephon Marbury segist hafa neitað Miami Heat

Stephon Marbury, sem er oftast kallaður Starbury meðal bandaríska fjölmiðlamanna fyrir stjörnustæla sína, sagði í viðtölum við kínverska fjölmiðla að hann hafi hafnað því að spila með þeim LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh í nýja súperliðinu í Miami Heat.

Körfubolti
Fréttamynd

Rajon Rondo um Miami: Eina liðið sem ég hef áhyggjur af er LA

Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, skilur ekkert í því af hverju menn eru að spá því að Miami Heat vinni NBA-meistaratitilinn á næsta ári. Veðmangarar voru fljótir að setja Miami í efsta sætið eftir að ljóst var að LeBron James, Chris Bosh og Dwyane Wade munu allir spila með liðinu.

Körfubolti