„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:58 Þessi leikskólabörn mættu ekki á leikskólann í dag vegna verkfalla, þess í stað mættu þau á borgarstjórnarfund í fylgd með foreldrum. Vísir/Anton Brink Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink
Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira