Madeleine McCann

Fréttamynd

Ísraelsk Madeleine McCann?

Fjörutíu og fimm ára gamall ísraelskur afi er grunaður um að hafa myrt fjögurra ára barnabarn sitt og eignast tvö önnur börn með móðurinni, fyrrverandi tengdadóttur sinni.

Erlent
Fréttamynd

Er Maddý í Belgíu?

Lögregla rannsakar nú sögur þess efnis að Madeleine McCann hafi sést í Belgíu. Að því er fréttastofa SKY greinir frá á stúlkan, sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í fyrra, að hafa sést í banka í Brussel í fylgd konu sem virtist vera frá Norður Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Máli Madeleine lokað á mánudag

Kate og Gerry McCann verða hreinsuðu af öllum grunsemdum á hvarfi dóttur þeirra á mánudag. Þau fengu stöðu grunaðra í málinu fljótlega eftir að rannsókn hófst, stúlkan hefur ekki enn fundist. Hjónin verða formlega hreinsuðu af öllum grunsemdum og mun koma yfirlýsing um að ekki sé hægt að tengja þau við hvarfið á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Einn hinna grunuðu í Madeleine-málinu fær skaðabætur

Robert Murat hefur náð sáttum um skaðabætur og skriflega afsökunarbeiðni við 11 dagblöð og eina sjónvarpsstöð í Bretlandi fyrir meiðyrði. Murat er einn hinna grunuðu í rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi hinnar þriggja ára Madeleine McCann sem hvarf í maí á síðasta ári á Portúgal.

Erlent
Fréttamynd

McCann rannsókn lokið?

Portúgalska lögreglan hefur afhent saksóknurum í landinu gögn sín um mál týndu stúlkunnar Madelaine McCann.

Erlent
Fréttamynd

Ekki búið að taka neina ákvörðun í Madeleine-málinu

Ekki er búið að taka neina ákvörðun varðandi rannsókn á hvarfi hinnar bresku Madeileine McCann sagði fulltrúi Portúgals í dag. Komið hafði fram í portúgölskum fjölmiðlum að rannsókninni væri lokið vegna skorts á sönnunargögnum.

Erlent
Fréttamynd

Hættir rannsókn á máli Madeleine

Portúgalska lögreglan hefur látið af rannsókn á hvarfi litlu stúlkunnar Madeleine McCann, ef marka má fréttir fjölmiðla þar í landi. Madeleine hvarf af hótelherbergi þegar hún var á ferðalagi með foreldrum sínum í Portúgal í maí á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Ár liðið frá hvarfi Madeleine

Madeleine McCann var rænt af hótelherbergi foreldra sinna í bænum Praia de Luz í Portúgal nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

Skoðunarferðir á slóðum Madeleine

Íbúar í portúgalska bænum Praia da Luz eru bálreiðir yfir óforskömmuðum ferðamálafrömuðum þar í bæ. Bærinn komst í fréttirnar þegar Madeileine McCann hvarf þar í fyrra en málið vakti heimsathygli og gerir enn.

Erlent
Fréttamynd

Robert Murat kærir fjölmiðla

Robert Murat sem grunaður var í tengslum við hvarfið á Madeleine McCann í Portúgal ætlar að kæra 11 leiðandi dagblöð í Bretlandi og eina sjónvarpsstöð fyrir meiðyrði.

Erlent
Fréttamynd

McCann hjónin deila við portúgölsk yfirvöld

Kate og Gerry McCann gætu hætt við að snúa aftur til Portúgal til að hjálpa lögreglu við endurgerð atburðar kvöldið sem dóttir þeirra hvarf af sumarleyfisíbúð í Praia da Luz. Ástæðan er heiftarleg deila vegna skýrslutöku portúgölsku lögreglunnar sem lak í fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar Madeleine vinna að hjálparlínu í Evrópu

Foreldrar Madeleine McCann vinna nú að því að koma upp upplýsingasíma um Evrópu fyrir týnd börn eða börn sem hefur verið rænt. Kate og Gerry McCann eru nú í Brussel vegna herferðarinnar sem þau hafa lagt lið sitt. Símanúmerið verður það sama um alla Evrópu, 116 000.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal

Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times.

Erlent
Fréttamynd

Portúgalska lögreglan yfirheyrir Tapas 7

Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf.

Erlent
Fréttamynd

Fólk forðast Madeleine-hótelið

Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu.

Erlent
Fréttamynd

Yfirheyra vini McCann hjónanna

Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum.

Erlent
Fréttamynd

„Fyrirgefið Kate og Gerry“

Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar.

Erlent
Fréttamynd

Beinafundur skelfir foreldra Madeleine

Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón.

Erlent
Fréttamynd

Stúlka sem sást í Montpellier var ekki Madeleine

Franska lögreglan segir að stúlka sem sást á veitingastað nálægt frönsku borginni Montpellier hafi ekki verið Madeleine McCann. Hollenskur ferðamaður hélt því fram að hann hefði séð stúlkuna í fylgd karlmanns. Lögregla tók myndir úr öryggismyndavélum veitingastaðarins til rannsóknar.

Erlent
Fréttamynd

Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást

Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið

Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan.

Erlent
Fréttamynd

Fljótfærni að McCann hjónin fengu réttarstöðu grunaðra

Alipio Ribeiro yfirmaður rannsóknarlögreglu Portúgals segir að rannsóknarlögreglumenn hafi verið of fljótir á sér að skilgreina foreldra Madeleine McCann sem grunaða í málinu. Kate og Gerry McCann fengu réttarstöðu grunaðra fjórum mánuðum eftir að dóttir þeirra hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz í Portúgal.

Erlent