Viðskipti Sterling skili hagnaði á þessu ári Flugfloti skandinavíska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður tvöfaldaður á næstunni og segir forstjóri félagsins, Almar Örn Hilmarsson að áætlað sé að félagið skili hagnaði á þessu ári. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:11 Félag Björgólfs fær farsímaleyfi Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur fengið farsímaleyfi í Póllandi. Fyrirtækinu Netia Mobile, sem Björgólfur Thor stýrir, og pólska símafyrirtækinu Netia var í gær úthlutað svokölluðu UMTS-leyfi í Póllandi, en það er fjórða leyfið sem veitt er fyrir þriðju kynslóð farsíma þar í landi. Búist er við að farsímanotkun Pólverja eigi eftir að aukast verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11 Tilboð SPRON í Allianz samþykkt SPRON hefur fengið samþykki á tilboð sem sparisjóðurinn gerði nýlega í 80% hlutafjár í Hring Eignahaldsfélagi, sem er eignahaldsfélag um Allianz Ísland hf. Baugur Group er stærsti hluthafi Hrings með 65% eignarhlut. Sparisjóður Kópavogs mun áfram eiga um 20% hlut í félaginu. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41 459 milljóna hagnaður Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hagnaðist um 459 milljónir á fyrsta ársfjórðungi ársins og eykst hagnaður fyrirtækisins um tæp 70 prósent frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 1,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:10 Aðhefst ekkert vegna auglýsinga Samkeppnisstofnun telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt vegna auglýsinga Og Vodafone á Og1, nýrri símaþjónustu fyrir heimili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Og Vodafone. Landssími Íslands hafði kvartað til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga fyrir Og 1 og talið þær ólögmætar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:10 Olís á eitt eftir að greiða sekt Olís hafði skömmu fyrir hádegið ekki greitt sekt sína til ríkissjóðs vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna, en Esso fylgdi í gær fordæmi Skeljungs og greiddi sína sekt. Innlent 13.10.2005 19:09 Olís greiðir samráðssekt Olís greiddi núna áðan sekt sína til ríkissjóðs vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna. Esso fylgdi í gær fordæmi Skeljungs og greiddi sína sekt og öll olíufélögin hafa því greitt sektir sínar nú. Sameiginlegar sektir, sem lagðar voru á félögin með ákvörðun áfrýjunarnefndar í janúar, nema um einum og hálfum milljarði króna, þar af greiddi Olís mest. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Fagnar átaki ASÍ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar átaki ASÍ, Einn réttur - ekkert svindl, sem meðal annars beinist gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent verkafólk. Hann segir jafnframt að skilgreina þurfi hvaða reglur eigi að gilda á íslenskum vinnumarkaði og að tryggja þurfi aðgengi erlends starfsfólks. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Mikil lækkun krónunnar í gær Gengi krónunnar lækkaði um rúmlega hálft annað prósent í gær og er dollarinn nú kominn upp undir 64 krónur. Langt er síðan krónan hefur lækkað svo mikið á einum degi. Greiningadeild KB banka rekur þetta annars vegar til þeirrar ákvörðunar fjármálaráðherra að greiða upp erlendar skammtímaskuldir upp á hundrað milljónir dollara umfram áætlanir og hins vegar til breytinga Hagstofunnar á vaxtaþættinum í vísitölu neysluverðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Stýrivextir hækkaðir í BNA Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína í þrjú prósent í gær. Þetta er áttunda hækkunin á innan við einu ári en þeir eru nú þrefalt hærri en í júní í fyrra þegar þeir voru eitt prósent. Ástæðan er fyrst og fremst aukinn verðbólguþrýstingur. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:09 Sjóvá greiði sekt vegna samráðs Úrskurðarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennum beri að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 27 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Upphaflega beindist rannsókn Samkeppnisstofnunar að þremur tryggingafélögum, VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum. Félögin höfðu haft samráð um uppsetningu nýs tjónamatskerfis og hversu mikla verðhækkun það ætti að hafa í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Kári aldrei bjartsýnni Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Sterling tapaði 450 milljónum Norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristvinssonar, tapaði 450 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Í frétt frá félaginu segir að ekki komi á óvart að tap sé á rekstrinum, yfirleitt sé tap á fyrsta ársfjórðungi vegna árstíðarsveiflna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Mikill bílafjöldi fluttur frá BNA Gríðarleg ásókn er nú í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum því þeir eru tollafgreiddir inn í landið á því gengi dollara sem gildir daginn sem afgreiðslan fer fram. Í undirbúningi er að senda hingað bílaflutningaskip til að stytta biðlistann og biðlisti eftir að flytja hingað bíla í flugi er orðinn allt að sex vikur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Greiddi 560 milljónir í sekt OLÍS greiddi ríkissjóði 560 milljóna króna sekt fyrir ólögmætt verðsamráð olíufélaganna. Þar með hafa stóru olíufélögin þrjú greitt samtals einn og hálfan milljarð í sektir. Innlent 13.10.2005 19:09 Norðurljós selja 10 prósent Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum, síma- og fjölmiðlasamsteypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Eldsneytisverð og tíminn skýri tap Tap lággjaldaflugfélagsins Sterling á fyrsta ársfjórðungi nam um 460 milljónum íslenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Sterling og Iceland Express, segir skýringu á taprekstri aðallega hækkun á eldsneytisverði og að hefðbundið sé í rekstri flugfélaga að skila tapi á þessu tímabili. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Vilja flytja inn bíla strax Ótti manna við að krónan haldi áfram að lækka og dollarinn að hækka hefur skapað gríðarlega ásókn í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum - og það strax. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Hagnaður Íslandsbanka minnkar Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam rúmlega þremur milljörðum króna eftir skatta en bankinn birti afkomutölur sínar í dag. Þetta er minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá hljóðaði hann upp á 4,8 milljarða, þar af var um 3,5 milljarðar af sölu hlutabréfa í Straumi Fjárfestingarbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Milljarðartap hjá deCode Tap af rekstri deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrsta ársfjórðungi var talsvert meira en tekjur eða um einn milljarður króna. Tekjurnar námu um sex hundruð milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Meirihluti nýtir sér forkaupsrétt Mikill meirihluti hluthafa í Morgunblaðinu hefur nýtt sér forkaupsrétt á hlut Haraldar Sveinssonar í blaðinu sem var til sölu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Kauphallarflaggskipin týna tölunni Á fimmta tug milljarða króna hefur verið varið til að yfirtaka og afskrá sjávarútvegsfélög frá ársbyrjun 2004. Skuldsetning sjávarútvegsins hefur aukist og gæti það hamlað nýsköpun og frekari tæknivæðingu greinarinnar. Eggert Þór Aðalsteinsson fjallar um vanda sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Uppgreiðsla erlendra lána aukin Fjármálaráðherra hefur ákveðið, í ljósi bættrar greiðslustöðu ríkissjóðs, að auka uppgreiðslu erlendra lána ríkissjóðs á árinu frá því sem áður var ákveðið. Nú í maí verða því greiddar 100 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega sex milljörðum íslenskra króna, af skammtímalánum, umfram það sem áður hafði verið tilkynnt um. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Stór fiskur í lítilli tjörn Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Tæplega 200 milljóna hagnaður Tæplega 200 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við um 80 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins, sem á og rekur Og Vodafone og 365 prent- og ljósvakamiðla, nam fyrir skatta 243 milljónum króna en í fyrra nam hann 99 milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Olíuverð ekki lægra í tvo mánuði Verðið á olíufatinu fór í gær niður fyrir fimmtíu dollara og hefur ekki verið lægra í meira en tvo mánuði. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um heil sextán prósent síðan fjórða apríl þegar verðið á fatinu var rétt yfir fimmtíu og átta dollarar. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:09 TM myndar hóp með Hagkaupsbræðrum Tryggingamiðstöðin, ásamt Hagkaupsbræðrunum Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum, Bolla Kristinssyni, kenndum við 17, og Ingimundi Sigfússyni, fyrrverandi eiganda Heklu, hafa myndað hóp í kringum kaupin á Símanum, með fleiri aðilum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Tæplega 40 hafa óskað eftir gögnum Hátt í fjörutíu aðilar hafa óskað eftir því við einkavæðingarnefnd að fá trúnaðargögn um Símann þar sem þeir séu áhugasamir um kaup á fyrirtækinu. Mjög sterkir innlendir og erlendir aðilar eru í þeim hópi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09 Bresk tískukeðja í Kauphöllina Breska tískuvörurkeðjan Mosaic hyggur á hlutafjárútboð til fagfjárfesta og almennings og skráningar í Kauphöll Íslands. Mosaic yrði meðal tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:08 Efast um að nefnd vilji fá tilboð Talsmenn félagsins Almennings, sem stefnir að kaupum á Landssímanum, fengu engin svör á stuttum fundi í dag með starfsmönnum einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Agnes Bragadóttir, talsmaður félagsins, stórefast um að einkavæðingarnefnd vilji fá tilboð frá félaginu. Innlent 13.10.2005 19:08 « ‹ 187 188 189 190 191 192 193 194 195 … 223 ›
Sterling skili hagnaði á þessu ári Flugfloti skandinavíska lágfargjaldaflugfélagsins Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, verður tvöfaldaður á næstunni og segir forstjóri félagsins, Almar Örn Hilmarsson að áætlað sé að félagið skili hagnaði á þessu ári. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:11
Félag Björgólfs fær farsímaleyfi Fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur fengið farsímaleyfi í Póllandi. Fyrirtækinu Netia Mobile, sem Björgólfur Thor stýrir, og pólska símafyrirtækinu Netia var í gær úthlutað svokölluðu UMTS-leyfi í Póllandi, en það er fjórða leyfið sem veitt er fyrir þriðju kynslóð farsíma þar í landi. Búist er við að farsímanotkun Pólverja eigi eftir að aukast verulega. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:11
Tilboð SPRON í Allianz samþykkt SPRON hefur fengið samþykki á tilboð sem sparisjóðurinn gerði nýlega í 80% hlutafjár í Hring Eignahaldsfélagi, sem er eignahaldsfélag um Allianz Ísland hf. Baugur Group er stærsti hluthafi Hrings með 65% eignarhlut. Sparisjóður Kópavogs mun áfram eiga um 20% hlut í félaginu. Viðskipti innlent 17.10.2005 23:41
459 milljóna hagnaður Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hagnaðist um 459 milljónir á fyrsta ársfjórðungi ársins og eykst hagnaður fyrirtækisins um tæp 70 prósent frá sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 1,7 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:10
Aðhefst ekkert vegna auglýsinga Samkeppnisstofnun telur ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt vegna auglýsinga Og Vodafone á Og1, nýrri símaþjónustu fyrir heimili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Og Vodafone. Landssími Íslands hafði kvartað til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga fyrir Og 1 og talið þær ólögmætar. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:10
Olís á eitt eftir að greiða sekt Olís hafði skömmu fyrir hádegið ekki greitt sekt sína til ríkissjóðs vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna, en Esso fylgdi í gær fordæmi Skeljungs og greiddi sína sekt. Innlent 13.10.2005 19:09
Olís greiðir samráðssekt Olís greiddi núna áðan sekt sína til ríkissjóðs vegna ólöglegs verðsamráðs olíufélaganna. Esso fylgdi í gær fordæmi Skeljungs og greiddi sína sekt og öll olíufélögin hafa því greitt sektir sínar nú. Sameiginlegar sektir, sem lagðar voru á félögin með ákvörðun áfrýjunarnefndar í janúar, nema um einum og hálfum milljarði króna, þar af greiddi Olís mest. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Fagnar átaki ASÍ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fagnar átaki ASÍ, Einn réttur - ekkert svindl, sem meðal annars beinist gegn þeim atvinnurekendum sem misnota erlent verkafólk. Hann segir jafnframt að skilgreina þurfi hvaða reglur eigi að gilda á íslenskum vinnumarkaði og að tryggja þurfi aðgengi erlends starfsfólks. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Mikil lækkun krónunnar í gær Gengi krónunnar lækkaði um rúmlega hálft annað prósent í gær og er dollarinn nú kominn upp undir 64 krónur. Langt er síðan krónan hefur lækkað svo mikið á einum degi. Greiningadeild KB banka rekur þetta annars vegar til þeirrar ákvörðunar fjármálaráðherra að greiða upp erlendar skammtímaskuldir upp á hundrað milljónir dollara umfram áætlanir og hins vegar til breytinga Hagstofunnar á vaxtaþættinum í vísitölu neysluverðs. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Stýrivextir hækkaðir í BNA Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína í þrjú prósent í gær. Þetta er áttunda hækkunin á innan við einu ári en þeir eru nú þrefalt hærri en í júní í fyrra þegar þeir voru eitt prósent. Ástæðan er fyrst og fremst aukinn verðbólguþrýstingur. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:09
Sjóvá greiði sekt vegna samráðs Úrskurðarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennum beri að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 27 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Upphaflega beindist rannsókn Samkeppnisstofnunar að þremur tryggingafélögum, VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum. Félögin höfðu haft samráð um uppsetningu nýs tjónamatskerfis og hversu mikla verðhækkun það ætti að hafa í för með sér. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Kári aldrei bjartsýnni Tap Íslenskrar erfðagreiningar á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum milljarði króna. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið þó aldrei hafa gengið betur og sjálfur hafi hann aldrei verið bjartsýnni. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Sterling tapaði 450 milljónum Norræna lágfargjaldaflugfélagið Sterling, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristvinssonar, tapaði 450 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Í frétt frá félaginu segir að ekki komi á óvart að tap sé á rekstrinum, yfirleitt sé tap á fyrsta ársfjórðungi vegna árstíðarsveiflna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Mikill bílafjöldi fluttur frá BNA Gríðarleg ásókn er nú í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum því þeir eru tollafgreiddir inn í landið á því gengi dollara sem gildir daginn sem afgreiðslan fer fram. Í undirbúningi er að senda hingað bílaflutningaskip til að stytta biðlistann og biðlisti eftir að flytja hingað bíla í flugi er orðinn allt að sex vikur. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Greiddi 560 milljónir í sekt OLÍS greiddi ríkissjóði 560 milljóna króna sekt fyrir ólögmætt verðsamráð olíufélaganna. Þar með hafa stóru olíufélögin þrjú greitt samtals einn og hálfan milljarð í sektir. Innlent 13.10.2005 19:09
Norðurljós selja 10 prósent Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum, síma- og fjölmiðlasamsteypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Eldsneytisverð og tíminn skýri tap Tap lággjaldaflugfélagsins Sterling á fyrsta ársfjórðungi nam um 460 milljónum íslenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Sterling og Iceland Express, segir skýringu á taprekstri aðallega hækkun á eldsneytisverði og að hefðbundið sé í rekstri flugfélaga að skila tapi á þessu tímabili. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Vilja flytja inn bíla strax Ótti manna við að krónan haldi áfram að lækka og dollarinn að hækka hefur skapað gríðarlega ásókn í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum - og það strax. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Hagnaður Íslandsbanka minnkar Hagnaður Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam rúmlega þremur milljörðum króna eftir skatta en bankinn birti afkomutölur sínar í dag. Þetta er minni hagnaður en á sama tíma í fyrra en þá hljóðaði hann upp á 4,8 milljarða, þar af var um 3,5 milljarðar af sölu hlutabréfa í Straumi Fjárfestingarbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Milljarðartap hjá deCode Tap af rekstri deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrsta ársfjórðungi var talsvert meira en tekjur eða um einn milljarður króna. Tekjurnar námu um sex hundruð milljónum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Meirihluti nýtir sér forkaupsrétt Mikill meirihluti hluthafa í Morgunblaðinu hefur nýtt sér forkaupsrétt á hlut Haraldar Sveinssonar í blaðinu sem var til sölu. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Kauphallarflaggskipin týna tölunni Á fimmta tug milljarða króna hefur verið varið til að yfirtaka og afskrá sjávarútvegsfélög frá ársbyrjun 2004. Skuldsetning sjávarútvegsins hefur aukist og gæti það hamlað nýsköpun og frekari tæknivæðingu greinarinnar. Eggert Þór Aðalsteinsson fjallar um vanda sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkaði. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Uppgreiðsla erlendra lána aukin Fjármálaráðherra hefur ákveðið, í ljósi bættrar greiðslustöðu ríkissjóðs, að auka uppgreiðslu erlendra lána ríkissjóðs á árinu frá því sem áður var ákveðið. Nú í maí verða því greiddar 100 milljónir bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega sex milljörðum íslenskra króna, af skammtímalánum, umfram það sem áður hafði verið tilkynnt um. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Stór fiskur í lítilli tjörn Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Tæplega 200 milljóna hagnaður Tæplega 200 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Og fjarskipta eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við um 80 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður félagsins, sem á og rekur Og Vodafone og 365 prent- og ljósvakamiðla, nam fyrir skatta 243 milljónum króna en í fyrra nam hann 99 milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Olíuverð ekki lægra í tvo mánuði Verðið á olíufatinu fór í gær niður fyrir fimmtíu dollara og hefur ekki verið lægra í meira en tvo mánuði. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað um heil sextán prósent síðan fjórða apríl þegar verðið á fatinu var rétt yfir fimmtíu og átta dollarar. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:09
TM myndar hóp með Hagkaupsbræðrum Tryggingamiðstöðin, ásamt Hagkaupsbræðrunum Jóni og Sigurði Gísla Pálmasonum, Bolla Kristinssyni, kenndum við 17, og Ingimundi Sigfússyni, fyrrverandi eiganda Heklu, hafa myndað hóp í kringum kaupin á Símanum, með fleiri aðilum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Tæplega 40 hafa óskað eftir gögnum Hátt í fjörutíu aðilar hafa óskað eftir því við einkavæðingarnefnd að fá trúnaðargögn um Símann þar sem þeir séu áhugasamir um kaup á fyrirtækinu. Mjög sterkir innlendir og erlendir aðilar eru í þeim hópi. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:09
Bresk tískukeðja í Kauphöllina Breska tískuvörurkeðjan Mosaic hyggur á hlutafjárútboð til fagfjárfesta og almennings og skráningar í Kauphöll Íslands. Mosaic yrði meðal tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:08
Efast um að nefnd vilji fá tilboð Talsmenn félagsins Almennings, sem stefnir að kaupum á Landssímanum, fengu engin svör á stuttum fundi í dag með starfsmönnum einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Agnes Bragadóttir, talsmaður félagsins, stórefast um að einkavæðingarnefnd vilji fá tilboð frá félaginu. Innlent 13.10.2005 19:08