Erlent

Fréttamynd

Blair tilbúinn að beita nýjum aðferðum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að ef að bresku sjóliðarnir, sem Íranar tóku fasta á föstudaginn, yrðu ekki látnir lausir bráðlega væri hann tilbúinn að beita öðrum aðferðum en viðræðum. Bretar sögðu í gær að þeir myndu brátt sýna sönnunargögn sem tækju af allan vafa um hvar sjóliðarnir hefðu verið staddir.

Erlent
Fréttamynd

Ákæru gegn Rumsfeld vísað frá

Bandarískur dómstóll hefur vísað frá málsókn á hendur Donald Rumsfeld, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að fangar hafi verið pyntaðir í Írak og Afganistan. Rétturinn viðurkenndi að fangarnir hefðu verið pyntaðir en að þar sem þeir væru ekki bandarískir ríkisborgarar væru þeir ekki verndaðir af bandarísku stjórnarskránni. Einnig sagði í dómnum að Rumsfeld nyti friðhelgi gegn svona málsóknum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hermennina heim fyrir 31. mars árið 2008

Öldungadeild bandaríska þingsins hefur samþykkt að halda áætlun um brottför bandarískra hermanna frá Írak inni í fjárveitingartillögu sem hún mun greiða atkvæði um í næstu viku. Ef tillagan verður samþykkt þá mun hún fara til George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til undirskriftar en hann hefur marghótað því að beita neitunarvaldi ef það gerist.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskrárbreytingar samþykktar

Umdeildar breytingar á stjórnarskrá Egyptalands voru samþykktar með 75,9% atkvæða. Talsmenn stjórnvalda skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu jafnframt að kjörsókn hefði verið 27% en sumir sjálfstæðir eftirlitshópar sögðu að kjörsókn hefði ekki verið meiri en fimm prósent.

Erlent
Fréttamynd

Ítalskir hermenn verða áfram í Afganistan

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, vann í dag mikilvægan sigur þegar að tillaga hans um að framlengja dvöl ítalskra hermanna í Afganistan var samþykkt. Atkvæðagreiðslan var álitin mikilvæg prófraun fyrir Prodi en hann neyddist til þess að segja af sér í síðastliðnum mánuði eftir að hafa tapað atkvæðagreiðslu um utanríkismál.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu árás á bækistöðvar hermanna

Uppreisnarmenn í Írak gerðu í dag árás á bækistöð bandarískra hermanna við Fallujah í dag. Þeir reyndu að keyra tvo bíla, fulla af sprengiefnum, inn fyrir hlið stöðvarinnar á sama tíma og um 30 vígamenn gerðu áhlaup á hana. Bandarísku hermönnunum tókst að hrinda árásinni. Árásin er talin óvenjuleg þar sem uppreisnarmenn ráðast ekki venjulega í svo stórum hópum á bækistöðvar hermanna.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til að endurvinnslustöðinni í Sellafield verði lokað

Umhverfisráðherrar Íslands, Írlands, Noregs og Austurríkis hvetja bresk stjórnvöld til að hætta við að enduropna kjarnorkuendurvinnslustöðina Sellafield. Henni var lokað árið 2005 vegna innanhúss leka á mjög geislavirkum úrgangi. Starfsemi stöðvarinnar hefur lengi verið þyrnir í augum íslenskra stjórnvalda sem oft hafa hvatt til þess að henni verði lokað.

Erlent
Fréttamynd

Hét á páfa og læknaðist

Frönsk nunna sem læknaðist af Parkinsons-veiki eftir að hafa heitið á Jóhannes Pál páfa annan er höfuðástæða þess að honum verður veitt sérstök blessun á tveggja ára ártíð sinni í næstu viku. Komi annað kraftaverk í ljós verður hann tekinn í dýrlingatölu.

Erlent
Fréttamynd

Hótað að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

Hótað var að sprengja upp höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Neyðarlínunni þar í borg barst sprengjuhótun frá ónefndum aðila. Öryggisráðstafanir voru auknar umtalsvert vegna hótunarinnar en sprengjan átti að springa klukkan tvö í dag. Engin sprengja fannst við leit í höfuðstöðvunum og ekki hefur orðið vart við neina sprengingu það sem af er degi. Lögreglan í New York segist því vera að rannsaka málið sem mögulegt gabb.

Erlent
Fréttamynd

Reglulegir fundir Ísraela og Palestínumanna

Leiðtogar Ísraels og Palestínumanna hafa fallist á að hittast hálfsmánaðarlega til þess að auka traust sín í milli. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti um þetta í dag og sagði að fundirnir gætu á endanum leitt til umræðna um sjálfstætt palestinskt ríki. Háttsettur ísraelskur embættismaður sagði hinsvegar að sjálfstætt ríki yrði ekki til umræðu í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Núll núll þjö

Það gæti verið njósnari á heimilinu þínu, sem þú veist ekkert um. Mjög ung börn sækja vísbendingar um hvernig þau eigi að haga sér með því að fylgjast með svipbrigðum fullorðinna, og hlera samtöl þeirra. Börn allt niður í eins árs gömul fylgjast vel með því sem er að gerast í kringum þau, hvort sem því er beint að þeim, eða öðrum í fjölskyldunni.

Erlent
Fréttamynd

Væntingar Bandaríkjamanna minnka

Væntingar bandarískra neytenda minnkuðu úr 111,2 stigum í 107,2 stig í þessum mánuði. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni er samdráttur á fasteignamarkaði og hækkun á heimsmarkaði á hráolíu. Í síðasta mánuði höfðu væntingar Bandaríkjamanna ekki mælst hærri í fimm ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Talibönum sleppt fyrir blaðakonu

NATO hefur lýst áhyggjum yfir því að stjórnvöld á Ítalíu slepptu fimm talibönum úr haldi í síðustu viku, í skiptum fyrir blaðakonuna Daniele Mastrogiacomo. Henni var haldið í gíslingu í Afganistan. Bandaríkjamenn og Bretar hafa fordæmt Ítali skýrum orðum. Málið var rætt á lokuðum fundi NATO í Brussel í dag.

Erlent
Fréttamynd

Danskir ráðherrar sáttir við nakin umferðarskilti

Bæði jafnréttisráðherra Danmerkur og dómsmálaráðherra eru sáttir við það að berbrjósta stúlkur skyldu notaðar til þess að reyna að draga úr umferðarhraða með því að halda á lofti skiltum þar sem leyfður hraði er tilgreindur. Milljónir manna um allan heim hafa farið inn á heimasíðu dönsku umferðarstofunnar til þess að skoða myndir af þeim.

Erlent
Fréttamynd

Truflaði guðsþjónustu drottningar

Svartur maður truflaði í dag guðsþjónustu í Westminster Abbey, í Bretlandi, þar sem bæði Elísabet drottning og Tony Blair, forsætisráðherra voru viðstödd. Guðsþjónustan var haldin til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei jafn margir þrælar í heiminum

Þrælahald hefur aldrei verið útbreiddara en í dag, né þrælar jafn margir. Hægt er að kaupa sér kynlífsþræla víða um heim fyrir allt niður í eittþúsund íslenskar krónur.

Erlent
Fréttamynd

Ný höfuðborg Mjanmar sýnd í fyrsta sinn

Herforingjastjórnin í Asíuríkinu Mjanmar, áður þekkt sem Burma, hefur í fyrsta sinn hleypt blaðamönnum inn í nýja höfuðborg landsins, Naypyidaw . Borgin var byggð frá grunni fyrir nokkrum misserum í frumskógi um 460 kílómetra frá gömlu höfuðborginni Yangoon.

Erlent
Fréttamynd

Skolpbylgja skall á þorpi

Að minnsta kosti þrír týndu lífi og fjölmargra er saknað eftir að safnþró gaf sig og skolp flæddi um þorp á Gaza-svæðinu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld segja fjögura ára dreng og sjötuga konu meðal þeirra sem týndu lífi. Á þriðja tug húsa fóru í kaf og 25 hið minnsta slösuðust.

Erlent
Fréttamynd

Blair hótar Írönum

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í morgun að ef ekki tækist að frelsa sjóliðana fimmtán, sem eru í haldi Íransstjórnar eftir diplómatískum leiðum, yrði gripið til annarra ráða.

Erlent
Fréttamynd

Hicks játaði

Ástralinn David Hicks, sem setið hefur í fangabúðunum í Guantanamo undanfarin fimm ár, hefur viðurkennt fyrir herdómstól að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi. Hicks er fyrsti Guantanamo-fanginn sem réttað er yfir samkvæmt lögum sem mannréttindasamtök hafa gagnrýnt ákaft.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar komnir á sportbílamarkaðinn

Kínverjar hafa sett á markað sportbíla undir merkjum MG. Þetta eru fyrstu kínversku sportbílarnir sem framleiddir eru en ríkisfyrirtækið Nanjing Automobile keypti framleiðsluna í heilu lagi frá breska fyrirtækinu Rover fyrir tveimur árum. Markaðshópur fyrirtækisins eru „nútímalegir herramenn,“ líkt og segir í auglýsingu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vilja meina Elton að koma til Tóbagó

Leiðtogar kirkjuhópa á eyjunni Tóbagó segja að það ætti að banna Elton John að koma fram á jazzhátíð sem verður haldinn á eyjunni í lok apríl. Þeir segja að samkynhneigð Eltons gæti hugsanlega smitað út frá sér. Þeir hafa þegar reynt að sannfæra þing eyjarinnar um hversu skaðlegur Elton gæti reynst ungviði eyjunnar en allt kom fyrir ekki.

Erlent
Fréttamynd

Geimhöfn reist í Nýju Mexíkó

Kjósendur í ríkinu Nýja Mexíkó í Bandaríkjunum munu brátt greiða atkvæði um hvort það eigi að reisa geimhöfn í ríkinu. Hún myndi gagnast einkafyrirtækjum sem ætla sér að fljúga farþegaflug út í geim. Ef kjósendur samþykkja nýjan skatt, sem fjármagna á byggingu geimhafnarinnar, verður hafist handa við byggingu hennar strax á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Kabila ver ákvörðun sína um beita hernum

Joseph Kabila, forseti Kongó, hefur varið þá ákvörðun sína að beita hernum gegn vopnuðum fylgismönnum Jean-Pierre Bemba í síðustu viku. Að minnsta kosti 150 manns létu lífið í átökunum í höfuðborginni Kinshasa.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Venesúela taka til sín land

Stjórnvöld í Venesúela hafa tekið til sín 330.000 hektara af landi til þess að geta dreift því aftur út samkvæmt hugmyndum Hugo Chavez, forseta landsins, en hann ætlar sér að gera miklar endurbætur á landbúnaði í Venesúela. Chavez sagðist hafa tekið til sín 16 býli sem að hefðu ekki skilað hagnaði.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að svara spurningum demókrata

Aðstoðarkona Alberto Gonzales, aðalsaksóknara Bandaríkjanna, neitaði í dag að bera vitni fyrir þingnefnd um brottrekstur átta alríkissaksóknara og skýldi sér á bak við fimmta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Sá viðauki kveður á um að vitni þurfi ekki að svara spurningum ef að svörin gætu leitt til eigin sakfellingar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar segjast geta sýnt fram á sakleysi sjóliða

Bretar sögðu í dag að þeir muni sanna að bresku sjóliðarnir, sem Íranar handtóku á föstudaginn, hafi verið á írösku hafsvæði þegar handtökurnar átti sér stað. Sannanirnar segjast þeir ætla að sýna ef sjóliðunum verður ekki sleppt fljótlega. Íranar hafa haldið því fram að hermennirnir hafi verið á írönsku hafsvæði og að þess vegna hafi þeir verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Sameinuðu þjóðirnar leggja til friðarráðstefnu Arabaríkja

Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til að Ísraelar, Palestínumenn og Arabaríkin taki sig saman og reyni að endurlífga friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú þar á ferðalagi sem og aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldamótmæli í Pakistan

Stjórnarandstæðingar í Pakistan mótmæltu í þúsundatali í víða um landið í dag og kröfðust afsagnar Pervez Musharraf, forseta landsins. Mótmælin voru friðsamleg en voru fámennari en skipuleggjendur höfðu vonast til.

Erlent