Erlent

Fréttamynd

Pólitísk pattstaða í Hollandi

Kosningaúrslitin í Hollandi þykja staðfesting á því hve þjóðin er klofin í afstöðu sinni til innflytjenda og velferðarríkisins. Tíu flokkar náðu manni á þing en enginn augljós þingmeirihluti blasir við til stjórnarmyndunar.

Erlent
Fréttamynd

Flestir óbreyttir fórust í október

Fleiri óbreyttir borgarar fórust í Írak í síðasta mánuði heldur en hafa farist á einum mánuði í nokkru öðru stríði heims, kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Sjö tugir fangelsaðir í Kanada

Lögreglan í Montreal í Kanada handtók sextíu og níu manns á miðvikudag, segir á fréttavef kandadíska ríkisútvarpsins CBC, í gær. Alls tóku yfir 700 lögreglumenn þátt í aðgerðunum sem beint var gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Montreal og nágrenni.

Erlent
Fréttamynd

Komu mótmælt

Tyrkneska lögreglan handtók á miðvikudag um fjörutíu menn sem mótmæltu væntanlegri komu Benedikts 16. páfa til Tyrklands með því að leggja undir sig Sofíukirkjuna í Istanbúl, eina frægustu byggingu landsins.

Erlent
Fréttamynd

"Föstudagurinn svarti" að renna upp

Bandarískir neytendur búa sig nú undir "Föstudaginn svarta" en sá dagur, dagurinn eftir að Þakkagjörðarhátíðinni lýkur þar ytra, er upphafsdagur jólaverslunar í Bandaríkjunum. Á þeim degi í fyrra streymdu tvær milljónir bandaríkjamanna í verslunarleiðangur og þá bara í Wal-Mart. Og það aðeins á fyrsta klukkutímanum sem opið var.

Erlent
Fréttamynd

Litvinenko látinn

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var eitrað fyrir í upphafi mánaðarins, er látinn. Frá þessu skýrði sjúkrahúsið sem hann dvaldist á nú rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda falsar tvo milljarða

Níu peningafalsarar voru í dag dæmdir í samtals 41 árs fangelsi fyrir að hafa ætlað að koma 14 milljónum punda, eða um tveimur milljörðum íslenskra króna, í umferð í Bretlandi. Breskir lögreglumenn segja að þetta sé stærsta peningafölsunarmál í sögu landsins og að hægt sé að rekja tvo þriðju af öllum fölsuðum seðlum sem lögreglan hefur lagt hald á á árinu til þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Blaine laus úr enn annarri prísundinni

Töframaðurinn David Blaine losaði sig úr snúðnum sem hann hékk í yfir Times-torgi í New York á fáeinum mínútum. Alls hafði hann hangið í snúðnum í tvo daga og snerist þar í allar áttar, óvarinn fyrir veðri og vindum. Aðspurður sagði hann að þetta hefði verið merkilega erfitt.

Erlent
Fréttamynd

Hisbollah kemur í veg fyrir mótmæli

Leiðtogi Hisbollah samtakanna, Sayyed Hassan Nasrallah, biðlaði til stuðningsmanna samtakanna að hætta mótmælum sínum í Beirút í kvöld. Hann kom fram í símaviðtali á sjónvarpsstöð Hisbollah og hvatti fólk til þess að hverfa til síns heima þar sem þeir vildu engan á götum úti.

Erlent
Fréttamynd

Palestínumenn bjóða frið

Herskáir hópar Palestínumanna hafa gert Ísraelum friðartillögu. Ætla þeir sér að hætta öllum eldflaugaárásum á Ísrael gegn því að Ísraelar muni hætta öllum hernaðaraðgerðum á Gaza svæðinu og Vesturbakkanum svokallaða. Þessu skýrði talsmaður hópanna frá í dag.

Erlent
Fréttamynd

Heilsu Litvinenkos hrakar enn

Alexander Litvinenko, hinn fyrrum rússneski njósnari sem var eitrað fyrir í London fyrir þremur vikum síðan, er alvarlega veikur eftir að ástand hans versnaði til muna. Læknar hafa nú útilokað að honum hafi verið byrlað þallíum eða álíku efni. Hann fékk hjartaáfall síðastliðna nótt og er nú haldið sofandi en þrátt fyrir það er ekki talið að miklar skemmdir hafi orðið á hjarta hans.

Erlent
Fréttamynd

Með golfkylfur í geimnum

Rússneski geimfarinn Mikhail Tyurin sló í nótt lengsta golfhögg sögunnar. Það er reyndar svo langt að kúlan er enn á flugi.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðasta árásin hingað til

Að minnsta kosti 144 týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi sjía í Bagdad í dag. Árásin er sú mannskæðasta sem framin hefur verið í landinu frá því að Bandaríkjamenn réðust þar inn.

Erlent
Fréttamynd

Afríkuríki verða að verja sig gegn fuglaflensu

Leiðtogar Alþjóðaheilbrigðissamtakanna sögðu í dag að ríki í Afríku þyrftu að fjárfesta mikið og fljótt í forvörnum gegn fuglaflensunni. Sögðu þeir að ríkin hefðu hreinlega ekki efni á því að leiða hættuna hjá sér öllu lengur. Þetta kom fram í ræðu þeirra á ráðstefnu um heilsuþjónustu í Afríku en hún fer fram í Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Pútin ver bann við kjötinnflutningi

Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, hefur varið þá ákvörðun Rússa að banna allan innflutning á kjöti frá Póllandi. Bannið hefur staðið í nærri ár og eru Pólverjar hreint ekki sáttir við það. Hafa þeir meðal annars komið í veg fyrir viðræður milli Evrópusambandsins og Rússa um nýjan samstarfssamning.

Erlent
Fréttamynd

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Greiningardeild Kaupþing segir u töluvert minni vöxt að ræða en á öðrum ársfjórðungi þegar þýska hagkerfið óx um 1,1 prósent á milli fjórðunga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umhverfissamtök eru æf út í Íslendinga vegna togveiða

Íslendingar eru sagðir hafa unnið vondan sigur hjá Sameinuðu þjóðunum með því að koma í veg fyrir að botnvörpuveiðar verði bannaðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Sjávarútvegsráðherra segir að margar þjóðir standi með Íslendingum.

Innlent
Fréttamynd

Michael Shields snýr aftur til Bretlands

Tvítugur Breti, Michael Shields, sem dæmdur var fyrir morðtilraun í Búlgaríu í fyrra snýr í dag til síns heima. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en Shields var staddur í fríi í Varna í Búlgaríu í maí í fyrra og fylgdist með uppáhaldsliði sínu, Liverpool, tryggja sér Meistaradeildartitilinn í knattspyrnu.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsi fyrir hatursraus

Breskur maður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hrækja framan í múslimakonu, og svívirða trú hennar með því að líkja henni við hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Rúmlega 140 fórust í árásinni

Tala látinna í sprengjuárásunum í Bagdad í dag er komin upp í rúmlega 140. Á þriðja hundrað eru særðir, sumir lífshættulega. Þetta er eitthvert mesta blóðbað sem orðið hefur í svona árásum í Íraksstríðinu frá upphafi.

Erlent
Fréttamynd

Eltast við þjóðarmorðingja í Rúanda

Franskur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur níu embættismönnum í Rúanda sem eru grunaðir um að hafa skipulagt morðið á forseta landsins árið 1994. Dauði forsetans var kveikjan að þjóðarmorðinu sem framið var í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Dularfulla löggan

Þýsku lögregluþjónarnir héldu að þá væri að dreyma, þegar vel merktur amerískur lögreglubíll renndi fram úr þeim á hraðbrautinni. Við stýrið sat amerískur lögregluþjónn, með kaskeyti og Smith&Wesson skammbyssu.

Erlent
Fréttamynd

Orkumál í myrkri

Það varð nokkur þögn þegar ljósin slokknuðu í Brussel, á enn einum ráðherrafundi Evrópusambandsins, í dag. Eftir nokkurt þóf var ákveðið að halda fundinum áfram, við kertaljós.

Erlent
Fréttamynd

Flugvél lenti í Marseille vegna sprengjuhótunar

Flugvél á leið frá París til Fílabeinsstrandarinnar var skipað að lenda í Marseilli fyrr í dag vegna tilkynningar um að sprengja væri um borð. Vélin lenti heilu og höldnu í Marseille og farþegar fóru frá borði en sprengjusveit leitar nú að hugsanlegri sprengju.

Erlent
Fréttamynd

Livedoor selur fjármálaarm sinn

Japanska netfyrirtækið Livedoor ætlar að selja fjármálaarm fyrirtækisins fyrir 17,6 milljarða jena eða 10,6 milljarða krónur til fjárfestingafélagsins Advantage Partners. Þessi hluti fyrirtækisins hefur fram til þessa verið peningamaskína Livedoor en þaðan koma um 80 prósent af tekjum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriggja daga þjóðarsorg vegna námuslyss

Nú er orðið ljóst að enginn komst lífs af þegar gassprenging varð í pólskri námu í fyrrakvöld. Búið er að finna lík þeirra tuttugu og þriggja námumanna sem fóru þangað niður.

Erlent
Fréttamynd

Stefnt að samruna Air France KLM og Alitalia

Jean-Cyril Spinetta, forstjóri fransk-hollenska flugfélagsins Air France KLM, greindi frá því í dag að flugfélagið ætti í viðræðum um hugsanlegan samruna við ítalska flugfélagið Alitalia. Samruni flugfélaganna hefur verið á áætlun í langan tíma, að hans sögn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Air France á öðrum ársfjórðungi

Stærsta flugfélag Evrópu, Air France-KLM, skilaði methagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa rekstrarárs, eða sem nemur um 28 milljörðum íslenskra króna. Annar ársfjórðungur í rekstrarári félagsins nær frá júlí til september en hagnaðurinn á því tímabili í fyrra var um 22 milljarðar sem er um fjórðungi minni hagnaður en í ár.

Erlent