Erlent

Fréttamynd

Alcoa segir upp 5 prósent starfsmanna

Álfyrirtækið Alcoa hefur í hyggju að segja upp 6.700 manns um allan heim og loka einni verksmiðju á næsta ári. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtæksins, að því er fyrirtækið greinir frá. Þá mun álfyrirtækið sömuleiðis hefja sameiginlegan rekstur með Sapa Gropu, einu af dótturfélögum norska stórfyrirtækisins Orkla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mannlegir skildir í Palestínu

Amerískur prestur og nunna, eru komin í hóp palestínumanna sem hafa slegið skjaldborg um heimili á Gaza svæðinu, til þess að hindra að ísraelski flugherinn geri loftárás á húsið. Presturinn sagði að Guð hefði sent þau til þess að vernda Palestínumenn.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar undirbúa nýja sókn í Afganistan

Einn af æðstu herforingjum talibana, í Afganistan, segir að þeir séu að undirbúa nýjar árásir á stjórnarher landsins og friðargæslusveitir NATO, þegar snjóa leysir næsta vor. Bardagar við talibana hafa verið harðari á þessu ári en nokkrusinni síðan þeir voru hraktir frá völdum árið 2001.

Erlent
Fréttamynd

Hringdi bjöllunni á Wall Street

Sérstakur Íslandsdagur var haldinn í Kauphöllinni við Wall Street í New York í gær. þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hringdi bjöllu stofnunarinnar og lokaði þannig viðskiptadeginum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast áframhaldandi víg

Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Alcatel höfðar mál gegn Microsoft

Franski símtækjaframleiðandinn Alcatel hefur höfðað mál gegn bandaríska hugbúnaðarrisanum Microsoft fyrir sjö brot á rétthafalögum. Ekki liggur fyrir hvaða brot nákvæmlega Alcatel telur að Microsoft hafi framið að öðru leyti en því að þau tengjast stafrænum myndaskrám og netsamskiptakerfum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi bréfa í Google rauf 500 dala múrinn

Gengi bréfa í bandaríska netfyrirtækinu Google er nú í fyrsta sinn komið yfir 500 dali eða rúmar 35.000 krónur á hlut. Bréf í fyrirtækinu fór hæst í 510 dali á hlut í viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum vestanhafs í gær en lokaði í 509,65 dölum. Gengi bréfa í fyrirtækinu hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestingafélag kaupir í LSE

Bandaríska fjárfestingafélagið Heyman greindi frá því í gær að það hefði yfir að ráða 8,8 prósenta hlut í Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE). Svo stór eignarhlutur getur komið í veg fyrir yfirtöku og samruna Nasdaq-markaðarins við LSE.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dætur Bush rændar

Önnur tvíburadætra Georges Bush, forseta Bandaríkjanna, var rænd veski sínu og farsíma á veitingahúsi í Bueons Aires um síðustu helgi. Lífverðir bandarísku leyniþjónustunnar urðu einskis varir.

Erlent
Fréttamynd

Afkoma Dell yfir væntingum

Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell skilaði 677 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 606 milljónir dala eða 42,8 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 47,8 milljarða íslenskra króna og er meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð gert í flugfélagið Qantas

Ástralski fjárfestingabankinn Macquarie og bandaríska fjárfestingafélagið Texas Pacific hafa gert yfirtökutilboð í flugfélagið Qantas, sem er eitt það stærsta í Ástralíu. Ekki liggur fyrir hversu hátt tilboðið er en talið er að það hljóði upp á allt að 10,3 milljarða ástralska dali eða 563,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trúarleiðtogi ákærður fyrir nauðgun

Í Utah fylki í Bandaríkjunum standa nú yfir réttarhöld yfir trúarleiðtoga einum en hann er ákærður fyrir aðild að nauðgun þar sem hann neyddi 14 ára stúlku til þess að giftast 19 ára strák, en þau eru systkinabörn. Söfnuðurinn sem hann leiðir trúir því að fyrir fjölkvæni verði maður verðlaunaður á himnum.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra í heimsókn í Kauphöllinni í New York

Geir H. Haarde heimsótti í dag Kauphöllina í New York á sérstökum Íslandsdegi í henni. Þórður Friðjónsson forseti hinnar íslensku kauphallar var honum til halds og trausts sem og Björgólfur Thor Björgólfsson. Á heimsóknin að hvetja til fjárfestinga á íslenskum markaði. Hringdi Geir meðal annars bjöllunni sem þar er til þess að marka lok viðskiptadags Kauphallarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Búið að frelsa starfsmenn Rauða krossins

Búið er að leysa báða ítölsku starfsmenn Rauða krossins úr haldi en þeim var rænt fyrr í dag en palenstínsk öryggisyfirvöld skýrðu frá því rétt í þessu. Sögðu þau að náðst hefði samband við mannræningjana og í framhaldi af því hefði tekist að frelsa mennina tvo.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand í Horni Afríku

Allt að 1,8 milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín eða orðið fyrir áhrifum vegna flóða í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu, en það svæði er oft nefnt Horn Afríku, en miklar rigningar hafa geysað þar að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Dómstóll í máli al-Hariri væntanlegur

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt drög að sérstökum alþjóðlegum dómstól sem mun rétta í morði fyrrum forsætisráðherra Líbanons, Rafik al-Hariri. Þessar aðgerðir af hálfu öryggisráðsins, sem voru lagðar fyrir Kofi Annan í kvöld, þýða að líbanska ríkisstjórnin þarf eingöngu að leggja blessun sína yfir dómstólinn til þess að hann geti hafið störf sín.

Erlent
Fréttamynd

David Blaine hangir á bláþræði

Töframaðurinn David Blaine lét í dag hengja sig í 15 metra hæð yfir Times torgi í New York og mun hann hanga þar fram á föstudagsmorgunn er hann ætlar sér að losa sig sem snöggvast og hjálpa þannig fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn þar í borg hefur ákveðið að styrkja til jólainnkaupa.

Erlent
Fréttamynd

Talið að átta hafi látið lífið í námuslysi í Póllandi

Talið er að allt að átta manns hafi látið lífið í námuslysi sem varð nálægt bænum Ruda Slaska en pólsk sjónvarpsstöð skýrði frá því rétt í þessu. Í fyrstu var talið að einn hefði látist og að 23 væru fastir í námunni en slysið varð vegna gassprengingar um einum kílómeter undir yfirborði jarðar. Pólska lögreglan gat ekki staðfest fjölda látinna.

Erlent
Fréttamynd

Rauði krossinn hættir starfsemi á Gaza um óákveðin tíma

Rauði krossinn hefur stöðvað starfsemi sína á Gaza svæðinu um óákveðin tíma þar sem tveimur starfsmönnum hans var rænt í dag en talsmaður Rauða krossins í Mið-Austurlöndum skýrði frá þessu fyrir stuttu. Unnu mennirnir fyrir ítalska Rauða krossinn.

Erlent
Fréttamynd

Bankaeigandi myrtur í Rússlandi

Meðeigandi lítils banka í Rússlandi var myrtur í Moskvu í dag. Þetta kom fram í fréttum frá Interfax fréttastofunni og hefur hún heimildarmenn innan rússnesku lögreglunnar. Maðurinn hét Konstantin Meshceryakov og var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt.

Erlent
Fréttamynd

Annað tilræði í Gaza

Byssumaður skaut á og særði fyrrum ráðherra í stjórn Palestínu nú rétt í þessu. Ráðherrann heitir Abdel Aziz Shahin og er háttsettur í hinni hófsömu Fatah hreyfingu. Hann hefur líka verið mjög virkur í gagnrýni sinni á Hamas-samtökin að undanförnu. Ekki hefur enn tekist að staðfesta hversu alvarlegt ástand fyrrum ráðherrans er. Árásin átti sér stað á Gaza svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Reyndi að smygla eitruðum eðlum og snákum til Taílands

Tollvörðum í Taílandi tókst í dag að koma í veg fyrir að filippseyskri konu tækist að smygla rúmlega hundrað baneitruðum snákum og eðlum til Taílands. Eitthvað sem líktist lifandi snák kom í ljós þegar farangur konunnar var gegnumlýstur.

Erlent
Fréttamynd

Morðvopn Palme mögulega fundið

Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986. Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Sýrlendingar neita sök

Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn að gefa út bók um Jesú

Benedikt Páfi hefur ákveðið að gefa út bók um ævi Jesú Krists. Upphaflega ætlaði hann sér að gefa út eina stóra bók en þar sem hann er ekki viss um að hann muni hafa orku og þrek til þess að klára hana ákvað hann að gefa fyrstu tíu kaflana út sem fyrstu bókina í ritröð um Jesú Krist.

Erlent
Fréttamynd

Jafnrétti kynjanna eykst á Íslandi

Samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum er Ísland í 4. sæti yfir þjóðir þar sem jafnrétti kynjanna er komið hvað lengst á veg. Svíþjóð skipar efsta sætið, Noregur annað sætið, Finnland það þriðja og Íslendingar það fjórða.

Erlent
Fréttamynd

Vefurinn um Litvinenko flækist enn

Ítalskur öryggissérfræðingur að nafni Mario Scaramella hélt fréttamannafund í dag þar sem hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn sem Alexander Litvinenko hitti á veitingastað skömmu áður en hann veiktist. Scaramella sagðist ekki hafa etið á veitingastaðnum.

Erlent
Fréttamynd

Buj Dubai gæt orðið hærri en Esjan

Bygging Burj Dubai við Persaflóann, hæsta skýjakljúfs heims, gengur samkvæmt áætlun. Reistar hafa verið 84 hæðir og byggingin er orðin 302 metra há. Áætlað er að smíðinni ljúki 2009. Ef marka má nýlega grein eftir einn af undirtverktökum við bygginguna gæti Burj Dubai orðið 940 metra hár og allt að 195 hæða. Til samanburðar er Esjan 914 metra há (sjá mynd).

Erlent