Erlent

Fréttamynd

Reader's Digest skiptir um eigendur

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Ripplewood Holding hefur keypt bandaríska útgáfufélagið Reader's Digest, sem gefur úr samnefnt tímarit. Kaupverð nemur 1,6 milljörðum bandaríkjadala eða rúmlega 112 milljörðum íslenskra króna. Fyrsta tölublað Reader's Digest kom út árið 1922 í Bandaríkjunum og er talið að 80 milljónir manna lesi það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Æfingaflugtak gekk vel

Væntanlegir geimfarar fóru um borð í geimskutluna Discovery í dag til þess að undirbúa sig fyrir geimskotið sem verður í næsta mánuði. Æfingin gekk eins og í sögu og var henni haldið áfram þangað til aðeins fjórar sekúndur voru í flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Hvalveiðar í Kanada

Lið veiðimanna í Kanada mun fara í leiðangur til þess að drepa um 80 Mjaldurhvali. Mjaldurhvalir eru litlir, um þrír til fimm metrar á lengd og hvítir á hörund. Hvalirnir sem á að veiða eru allir fastir í vatni sem á eftir að frysta eftir nokkrar vikur.

Erlent
Fréttamynd

Sameiginlegt friðargæslulið að veruleika

Kofi Annan sagði í kvöld að ráðamenn í Súdan hefðu samþykkt þá hugmynd hans um að sameinað lið friðargæsluliða frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu myndi verða við friðargæslu í Darfur-héraði.

Erlent
Fréttamynd

Æðsti klerkur súnnía í Írak brotlegur

Íraska ríkisstjórnin hefur gefið út handtökuskipun á æðsta klerki súnnía í landinu þar sem talið er að hann sé að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í Írak. Handtökuskipunin gæti hins vegar ýtt undir ofbeldi milli trúarhópa í Írak, súnní og shíta múslima.

Erlent
Fréttamynd

Blair leggur til ný hryðjuverkalög

Bretar munu leggja til nýja löggjöf í hryðjuverkamálum fyrir lok ársins. Búist er við því að hún muni fela í sér lög um að breska lögreglan geti haldið grunuðum í lengri tíma án þess að gefa út ákæru á hendur þeim.

Erlent
Fréttamynd

Bush í Víetnam

George W. Bush varð í dag annar forseti Bandaríkjanna til þess að heimsækja Víetnam eftir að Víetnamstríðinu lauk. Vonast var til þess að Bush myndi þar semja um fríverslunarsamning við Víetnama en ekkert varð úr því þar sem repúblikanar misstu yfirráð í báðum deildum þingsins þann 7. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldið í Darfur heldur enn áfram

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, opnaði í Eþíópíu í dag alþjóðlega ráðstefnu um hvernig hægt er að leysa ástandið í Darfur-héraði í Súdan. Þar mun hann meðal annars mæla fyrir því að búið til verði sameinað friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og Afríkusambandinu.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin í samvinnu við Indland

Bandaríska þingið byrjaði í dag að ræða frumvarp sem fjallar um sölu á kjarnorkuvirkum efnum og framleiðslutækjum til Indlands. Frumvarpið hefur verið á hakanum ansi lengi en gagnrýnendur þess eru hræddir að með því að aðstoða Indverja við að koma sér upp kjarnorkutækni muni kjarnorkuvopnakapphlaup verða raunin í Suð-Austur Asíu allri og þá sérstaklega á milli Indlands og Pakistan.

Erlent
Fréttamynd

Simpson segir hvernig hann hefði myrt

Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hörð átök í Austur-Kongó

Til harðra átaka hefur komið milli stjórnarandstæðinga og lögreglu í höfuðborg Austur-Kongó í dag. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir í morgun að Joseph Kabila, sitjandi forseti, hefði sigrað í kosningum í síðasta mánuði. Andstæðingur hans neitar að viðurkenna ósigur sinn og segir brögð hafa verið í tafli.

Erlent
Fréttamynd

Kaþólskir prestar skulu vera ógiftir

Vatíkanið staðfesti í dag að prestar kaþólsku kirkjunnar ættu að vera einhleypir á fundi sem Benedikt páfi hélt til þess að ræða óskir giftra presta sem vilja stíga í pontu á ný. Fundurinn var haldinn vegna þess að nú hefur afrískur erkibiskup stofnað nýja hreyfingu sem að leyfir þeim kaþólsku prestum sem hafa horfið úr starfi til þess að gifta sig að snúa aftur í pontu.

Erlent
Fréttamynd

Milton Friedman látinn

Milton Friedman, helsti frummælandi hins frjálsa markaðar og handhafi Nóbelsverðlauna í hagfræði árið 1976, er látinn. Talsmaður fjölskyldunnar skýrði frá þessu nú rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Franskir sósíalistar velja sér forsetaefni

Franski sósíalistaflokkurinn hélt prófkjör í dag fyrir forsetakosningarnar sem að fara þar fram á næsta ári. Talið er líklegt að konan Segolene Royal eigi eftir að bera sigur úr býtum en fyrstu tölur verða birtar á morgun.

Erlent
Fréttamynd

2000 ára gömul fisksósa

Spænskir vísindamenn eru vongóðir um að geta sett saman uppskrift að fisksósu sem auðugir Rómverjar héldu mikið uppá fyrir 2000 árum.

Erlent
Fréttamynd

Tilboð MAN í Scania fellt

Sænski fjárfestingasjóðurinn Investor AB, felldi nú síðdegis yfirtökutilboð þýsku vöruflutningaframleiðendanna hjá MAN í sænsku vörubílasmiðju Scania, sem MAN lagði fram í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indverskir kommúnistar styðja Saddam

Um eitthundrað þúsund indverskir kommúnistar söfnuðust saman í Kalkútta, á Indlandi, í dag, til þess að mótmæla dauðdóminum yfir Saddam Hussein.

Erlent
Fréttamynd

Síróp á vegi gegn hálku

Norðmenn eru að byrja að sprauta sírópi á vegi sína, til þess að koma í veg fyrir hálku. Sírópið er blandað megnesíum klóríði og verndar vegina allt niður í sextíu og fimm gráðu frost.

Erlent
Fréttamynd

Vísitala neysluverð lækkaði vestanhafs

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,5 prósent í október. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkar en helsta ástæðan er verðlækkun á eldsneytisverði og raforkuverði. Þetta er meiri lækkun en greiningaraðilar bjuggust við.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Simpson sagður viðurkenna morðin, í nýrri bók

O.J. Simpson hefur skrifað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði farið að því að myrða fyrrverandi eiginkonu sína og ástmann hennar, EF hann hefði gert það. Titill bókarinnar er "Ef ég gerði það, svona gerðist það." Útgefandi bókarinnar segir að hún líti á hana sem játningu.

Erlent
Fréttamynd

MAN gerir óvinveitt tilboð í Scania

Þýski vörubílaframleiðandinn MAN gerði í dag óvinveitt yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðilann Scania. Tilboðið er óbreytt frá upphaflegu yfirtökutilboði, sem MAN gerði í Scania í september. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen, sem er stærsti hluthafinn í bæði MAN og Scania segir fyrirtækin verða að taka ákvörðun um næstu skref á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tyrkir frysta Frakka

Tyrkland hefur fryst hernaðarsamvinnu við Frakkland, en segir að það muni engin áhrif hafa í Afganistan, þar sem tyrkneskir og franskir hermenn eru hlið við hlið í gæsluliði NATO.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist á evrusvæðinu í september. Þetta er jafnframt annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan lækkar á milli mánaða en verðbólgan hefur ekki mælst minni síðan í febrúar árið 2004.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Við skjótum þig í fótinn.“

Yfirvöld í Indónesíu hafa ráðlagt fólki að halda sig innan dyra þegar George Bush, forseti Bandaríkjanna, kemur þangað í heimsókn í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Engar viðræður um lausn ísraelska hermannsins

Samningaviðræður um lausn ísraelska hermannsins Gilads Shalits, sem liðsmenn Hamas rændu í júní síðastliðnum hafa legið niðri í tvær vikur að sögn talsmanns Hamas samtakanna. Talsmaðurinn sagði að Ísraelar hefðu hafnað kröfum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Smásöluverslun jókst umfram væntingar

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,9 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar. Þetta er þrisvar sinnum meira en greiningaraðilar höfðu reiknað með enda talsverð aukning frá því í september en þá dróst velta í smásöluverslun saman um 0,4 prósent á milli mánaða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Móðurkviður rétthærri en frystigeymsla

Írskur dómstóll úrskurðaði í gær að frosnir fósturvísar hefðu ekki sama rétt til lífs og börn sem borin eru í móðurkviði. Kona nokkur höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum vegna þess að hún vildi nota fósturvísa sem höfðu orðið til meðan þau voru enn hjón.

Erlent