Erlent

Fréttamynd

Hagnaður í skyndibitanum

Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonald's, sem er ein sú stærsta í heimi, nam 843,3 milljónum bandaríkjadala, eða 57,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 17 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan fyrir aukningunni er betri sala í Evrópu og Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Nasdaq jókst um 70 prósent

Hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq jókst um tæp 70 prósent á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 30,2 milljónum bandaríkjadala, um 2 milljörðum króna, en rekstrarár markaðarins einkenndist af kaupum í öðrum mörkuðum jafnt í Bandaríkjunum sem í Bretlandi og aukinni markaðshlutdeild.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukinn hagnaður hjá Coca Cola

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola skilaði 1,46 milljarða dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til tæplega 100 milljarða króna hagnaðar á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 1,28 milljörðum dala eða 87,4 milljörðum íslenskra króna. Helsta ástæðan fyrir auknum hagnaði er meiri sala á nýjum mörkuðum Coca-Cola í Brasilíu og í Rússlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sony sker hagnað niður um helming

Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sektaður fyrir að deila tónlist

Fjörutíu og fjögurra ára gamall Svíi var í gær dæmdur fyrir að hafa ólöglega deilt tónlist á netinu með öðrum og var gert að greiða tuttugu þúsund sænskar krónur í sekt, eða um 185 þúsund íslenskar krónur.

Erlent
Fréttamynd

Tamílatígrar sprengja herskip

Fimmtán menn sem grunaðir eru um að hafa tilheyrt Tamílatígrunum dulbjuggust sem fiskimenn í gær og sprengdu sjálfa sig og tvo báta í loft upp í flotastöð Galle-borgar á Srí Lanka með þeim afleiðingum að minnst einn fórst og 26 særðust. Allir uppreisnarmennirnir fórust einnig og þrjú herskip skemmdust í árásinni. Lögregla setti útgöngubann á og öryggisgæsla var gífurleg í Galle-borg eftir árásina.

Erlent
Fréttamynd

Hugsanlega lík liðhlaupa

Finnskir réttarmeinafræðingar hafa fundið fjöldagröf nærri bænum Lappeenranta (Villmanstrand) í Suðaustur-Finnlandi, þar sem líkamsleifar að minnsta kosti tíu manna liggja.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldahandtökur í Moskvu

Lögregla gerði á þriðjudag rassíu á útimarkaði í Moskvu og handtók tugi bakara, smákaupmanna og aðra sem flutt hafa frá fátækum fyrrverandi Sovétlýðveldum til rússnesku höfuðborgarinnar til að finna vinnu. Rassían er liður í herferð rússneskra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum, en til hennar var efnt eftir að Rússar hófu að vísa úr landi Georgíumönnum. sem störfuðu í Rússlandi án tilskilinna pappíra og leyfa.

Erlent
Fréttamynd

Enga fanga frá Guantanamo

Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafa á bak við tjöldin neitað að taka við föngum frá Guantanamo, sem bandarísk stjórnvöld hafa viljað senda aftur til síns heima, um leið og þau krefjast þess opinberlega að Bandaríkjamenn loki þessum illræmdu fangabúðum.

Erlent
Fréttamynd

Forðuðust deilur í sjónvarpinu

Þrír franskir sósíalistar vilja verða fyrir valinu sem forsetaframbjóðandi franska Sósíalistaflokksins á næsta ári, þau Segolene Royal, Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius. Á þriðjudagskvöldið mættust þau í dálítið óvenjulegum kappræðum í sjónvarpssal þar sem þau reyndu að höfða til flokksfélaga sinna.

Erlent
Fréttamynd

Vill að verkin verði látin tala

Fredrik Reinfeldt, nýbakaður forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að nýju ríkisstjórnina ættu menn að dæma af verkum hennar, en ekki af því að tveir ráðherrar hennar hefðu sagt af sér strax á fyrstu dögum stjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Eltingaleikur bannaður

Eftirlitslaus eltingaleikur hefur nú verið bannaður í frímínútum grunnskóla nokkurs skammt frá Boston í Bandaríkjunum. Ástæðan, að sögn skólayfirvalda, er slysahætta og að hægt verði að gera skólann ábyrgan.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælt í Santiago

Til átaka kom milli lögreglu í Chile og námsmanna sem voru að mótmæla breytingum á löggjöf um menntamál í höfuðborginni, Santiago, í dag. Rúmlega hundrað mótmælendur voru handteknir eftir að grjóthnullungum rigndi yfir lögreglumenn sem svöruðu með því að sprauta vatni á mótmælendur.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegar afleiðingar ef Norður-Kóreumenn selji kjarnorkuvopn

George Bush, Bandaríkjaforseti, varaði Norður-Kóreumenn í dag við að þeir yrðu að taka afleiðingunum ef þeir yrðu uppvísir að því að selja Írönum eða al-Qaeda liðum kjarnorkuvopn. Bush sagði að stjórnvöld í Pyongyang yrðu þegar látin sæta ábyrgð ef það kæmi í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Stone ætlar að fjalla um bin Laden

Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone ætlar næst að beina linsunni að stríðinu í Afganistan og leitinni að Osama bin Laden. Nýjasta mynd leikstjórans heitir World Trade Center og fjallar um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Mikil mengun í Rússlandi og Sambíu

Rússnesk borg þar sem efnavopn voru eitt sinn framleidd og þorp í Sambíu þar sem koparnámur er að finna eru meðal 10 menguðustu staða á jarðkringrunni, að mati bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Blacksmith Institute. Að mati samtakanna er mengun um allan heima að valda sjúkdómum og kvillum hjá einum milljarði manna.

Erlent
Fréttamynd

Bifreið borgarstjóra stolið

Bifreið Michaels Bloomberg, borgarstjóra í New York, var stolið í dag. Aðstoðarmaður borgarstjórans var laminn í andlitið og hann dreginn út úr bílnum sem síðan var ekið á brott. Bíllinn er Lexus, ágerð 2001. Bloomberg var sjálfur ekki í bílnum þegar honum var stolið. Aðstoðarmaður hans var þá að erinda fyrir hann í Hackensack í New Jersey.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Íslands kallaður til fundar við sjávarútvegsráðherra Breta

Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, hefur kallað Sverri Hauk Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, á sinn fund. Þar verður honum gert að skýra forsendur þær sem liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Erlent
Fréttamynd

4 bandarískir hermenn í Írak til viðbótar dregnir fyrir herrétt

Fjórir Bandarískir hermenn í Írak verða dregnir fyrir herrétt, ákærðir fyrir morð á þremur Írökum sem grunaðir voru um að taka þátt í andspyrnu gegn fjölþjóðlegu herliði í landinu. Hermennirnir réðust á búðir andspyrnumanna nærri Thar Thar fljoti suð-vestur af borginni Tíkrit í maí á þessu ári. Þar voru mennirnir handteknir og síðan myrtir. Hermennirnir eiga ekki yfir höfði sér dauðadóm verði þeir sakfelldir.

Erlent
Fréttamynd

Getgátur um hver hafi verið 300 milljónasti Bandaríkjamaðurinn

Fjölmiðlar frá Atlanta til San Francisco kepptust við að birta fréttir í dag þar sem greint var frá því hvar fæðingarstað 300 milljónasta Bandaríkjamannsins væri að finna. Þær fréttir stönguðust þó á. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum viðurkenna að erfitt verið að skera úr um svo óyggjandi sé hver hafi verið sá 300 milljónasti.

Erlent
Fréttamynd

Vill fá full laun

Cecilia Stegö Chilò, fyrrverandi menningarmálaráðherra Svíþjóðar, ætlar að krefjast ráðherralauna í að minnsta kosti eitt ár, þrátt fyrir að hafa aðeins gegnt embættinu í tíu daga.

Erlent
Fréttamynd

Gerði gat á Picassoverkið

Eitt verðmætasta málverk í heimi, Draumurinn eftir Pablo Picasso, er stórskemmt eftir að eigandi þess rak í það olnbogann af miklum krafti.

Erlent
Fréttamynd

Rice róar Japana

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Japana í dag um að þeir nytu herverndar Bandaríkjanna ef til átaka kæmi í Austur-Asíu. Vonast er til að þetta dragi úr líkum á vígbúnaðarkapphlaupi á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Hvalveiðarnar vekja heimsathygli

Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við og fjölmiðlar í öllum heimsálfum greina frá málinu, ýmist með skömmum eða lofi. Tölvupóstur með mótmælum streymir nú til íslenskra sendiráða erlendis en um formleg mótmæli hefur ekki verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískir hermenn ákærðir fyrir morð

Fjórir bandarískir hermenn í Írak verða ákærðir fyrir morð og nauðgun og dregnir fyrir herrétt. Verjandi mannanna greindi frá þessu í dag. Tveir þeirra gætu átt yfir höfði sér dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

10 hermenn féllu í Írak í gær

10 bandarískir hermenn féllu í árásum í Írak í gær. Fjórir þeirra féllu þegar vegsprengja sprakk nærri Bagdad. Þrír týndu lífi í árás í Diyala-héraði og þrír til víðbótar í öðrum árásum. Árásum á hermenn fljóðþjóðaliðsins í Írak hefur fjölgað síðustu vikur og hafa rúmlega 60 bandarískir hermenn fallið í landinu það sem af er þessum mánuði. Að meðaltali týna 3 bandarískir hermenn lífi í Írak á hverjum degi.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn senda ekki fleiri hermenn til Afganistans

Norðmenn munu ekki senda sérsveitir til Afganistans eins og Atlantshafsbandalagið hafði farið fram á við þá. Þetta tilkynnti Jona Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, á blaðamannafundi í norska Stórþinginu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Frjáls félagasamtök þurfa að hætta starfsemi

Tugir frjálsra félagssamtaka í Rússlandi, þar á meðal Mannréttindavaktarinnar (Human Rights Watch), þurfa að hætta starfsemi sinni þar sem þau hafa ekki skráð sig hjá stjórnvöldum samkvæmt nýjum lögum.

Erlent