Erlent

Fréttamynd

Býst við uppsögnum

Louis Gallois, sem tók við forstjórastóli evrópsku flugvélasmiðjanna Airbus af Christian Streiff í gær, segir líkur á umfangsmiklum uppsögnum innan fyrirtækisins. Uppsagnirnar munu verða jafnt í Þýskalandi og í Frakklandi. Ekki er ljóst hvort einhverjar uppsagnir verði í Bretlandi en þar er hluti af A380 risaþotunni frá Airbus framleiddur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frakkar æfir vegna reykingarbanns

Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna sölu vopna til Norður-Kóreu

Bandaríkin hafa lagt til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Tillagan felur meðal annars í sér vopnasölubann á Norður-Kóreu. Ekki er enn ljóst hvort að Rússar og Kínverjar styðji tillöguna.

Erlent
Fréttamynd

Ekki ber á geislavirkum leka

Norður-Kóreumenn gerðu tilraun með kjarnorkusprengju í nótt. Norður-kóreska ríkisfréttastofan sagði sprenginguna hafa gengið að óskum og að ekki bæri á neinum geislavirkum leka. Sprengjan virðist ekki hafa verið mjög stór, en ýmislegt varðandi hana er enn á huldu.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri Airbus segir upp

Christian Streiff, forstjóri flugvélaframleiðandans Airbus, er sagður ætla að segja starfi sínu lausu síðar í dag. Louis Gallois, aðstoðarforstjóri EADS, móðurfélags Airbus mun taka við sæti hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt stríð Dana og múslima

Ungliðar danska Þjóðarflokksins eru margir komnir í felur, af ótta við afleiðingarnar af sumarhátíð sinni, þar sem þeir gerðu grín að múslimum og Múhammed spámanni. Danska ríkisstjórnin hefur aftur varað þegna sína við að ferðast til Miðausturlanda, í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Nýr álrisi verður til

Stjórnendur rússnesku álfyrirtækjanna Rusal og Sual og forstjóri svissneska álfyrirtækisins Glencore greindu frá því í Moskvu í Rússlandi í dag að fyrirtækin hefðu ákveðið að sameinast um álframleiðslu. Með sameiningunni hefur Alcoa verið velt úr sessi sem stærsti álframleiðandi í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð yfir 60 dali á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna áætlana samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, um að minnka olíuframleiðslu um 4 prósent til að draga úr umframbirgðum á hráolíu og sporna gegn frekari verðlækkunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Villepin varði forstjóra Airbus

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, kom til varnar Christian Streiff, forstjóra Airbus, í sjónvarpsviðtali í gær og sagði enga ástæðu fyrir hann að segja upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ætla að banna reykingar

Við höfum ákveðið að banna tóbak í opinberum byggingum, sagði Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, í gær. Hann sagði að bannið myndi taka gildi í febrúar, og ná þá til skóla og skrifstofubygginga, en sumar tegundir af fyrirtækjarekstri verða þó undanþegnar banninu út allt næsta ár. Þar er einkum átt við veitingahús, bari og dansstaði.

Erlent
Fréttamynd

Andstaða við innflytjendur

Ríkisstjórnarflokkarnir í Belgíu biðu ósigur í sveitarstjórnarkosningum í gær. Sigurvegarar kosninganna voru hægri flokkar, ekki síst Flæmski hagsmunaflokkurinn sem berst hatrammlega gegn innflytjendum.

Erlent
Fréttamynd

Var að ljúka grein umpyntingar í Tsjetsjeníu

Rússneska blaðakonan Anna Politskovskaja vann að grein um pyntingar og mannshvörf í Tsjetsjeníu þegar hún var myrt. Starfsfélagar hennar treysta ekki stjórnvöldum í Rússlandi og ætla sjálfir að rannsaka morð hennar.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnin náði meirihluta

Samsteypustjórnin í Litháen náði naumlega meirihluta í þingkosningum sem haldnar voru þar á laugardag, en hún hefur til þessa verið minnihlutastjórn. Þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórn í landinu fellur ekki í kosningum frá því að það varð sjálfstætt árið 1991.

Erlent
Fréttamynd

Sjávargróður truflar orkuver

Draga þurfti úr orkuframleiðslu í kjarnorkuverinu Higashidori í Japan um sextíu prósent vegna þess að sjávargróður komst í vatns­inntak á föstudaginn og olli því að skortur varð á kælivatni.

Erlent
Fréttamynd

Geislamengun loks fjarlægð

Stjórnvöld á Spáni og Bandaríkjunum hafa náð samkomulagi um að fjarlægja geislamengun úr spænska bænum Palomares fjörutíu árum eftir að fjórar bandarískar kjarnorkusprengjur féllu á svæðinu eftir árekstur tveggja bandarískra herflugvéla.

Erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað lík hafa fundist

Leitarflokkar halda áfram að leita að líkum í Amazon frumskóginum eftir hræðilegasta flugslys Brasilíu sem átti sér stað fyrir meira en viku síðan.

Erlent
Fréttamynd

Rangar niðurstöður angra konur

Konur þjást mun meir en áður hefur verið talið, þegar þær eru kallaðar aftur í brjóstakrabbameinsskoðun vegna gruns um að æxli hafi fundist sem síðan reynist ekki á rökum reistur. Þetta kemur fram í nýrri danskri rannsókn sem fjallað er um í danska blaðinu Politiken.

Erlent
Fréttamynd

Jafnaðarmenn eru nú stærstir

Fylgi við Jafnaðarmannaflokkinn hefur aukist mjög í Danmörku undanfarin misseri eftir að hafa náð sögulegu lágmarki fyrr á árinu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem dagblaðið Politiken sagði frá í gær mælist flokkurinn nú stærsti flokkur Danmerkur.

Erlent
Fréttamynd

Vill stórefla Íslandstengsl

Sendifulltrúi Taívans segir landa sína hafa áhuga á að efla tengsl við Ísland. Breyti þar engu þótt löndin eigi bágt með að vera í formlegu stjórnmálasambandi.

Erlent
Fréttamynd

Spænska veikin rannsökuð

Fuglaflensa geisar enn um heiminn og vísindamenn reyna enn árangurslítið að finna lækningu við sjúkdómnum. En nýjar rannsóknir á spænsku veikinni lofa góðu.

Erlent