Erlent

Frakkar æfir vegna reykingarbanns

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, svara spurningum um reykingarbannið á frönsku útvarpsstöðinni RTL í dag.
Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, svara spurningum um reykingarbannið á frönsku útvarpsstöðinni RTL í dag. MYND/AP

Franskir reykingarmenn eru æfir ákvörðun franskra stjórnvalda að banna reykingar á kaffihúsum og börum. Bannið tekur gildi árið 2008.

Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í gær að reykingar verði bannaðar í Frakklandi á flestum opinberum stöðum frá febrúar á þessu ári og á börum, veitingastöðum og næturklúbbum ellefu mánuðum síðar. Frakkland fylgir þar með fordæmi annarra Evrópuríkja eins og Írlands og Ítalíu. Talið er að reykingarfólk sé um fjórðungur fullorðinna Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×