Erlent

Fréttamynd

Olíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í dag og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni eru minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og gruns um sprengingu í olíuleiðslu í Nígeríu, sem aðili er að samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bush í Þýskalandi

George Bush, Bandaríkjaforseti, hóf í gærkvöldi opinbera heimsókn sína til Þýskalands. Bush kom til Rostock í Þýskalandi í gær en ætlar að stoppa stutt í Þýskalandi því hann heldur þaðan aftur á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um kynferðislega áreitni

Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú miklum alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Eldar í Kaliforníu

Reykjarmökkur svífur nú yfir Yucca dal, í Kaliforníu, þar sem eldar geysa á stóru svæði.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon

Viðbrögð Ísraelshers við handtöku Líbana á tveimur ísraelskum hermönnum hafa vakið mikil mótmæli um allan heim. Forsætisráðherra Ísraels segir viðbrögð landa sinna verði "öguð en afar, afar sársaukafull".

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarhreinsun í uppsiglingu

Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjunum rignir ekki, segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukkan 17.30 í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð

Sérfræðingar leituðu í gær að vísbendingum í rústum lestarvagna sem sprungu í loft upp í átta sprengjum á háannatíma í Mumbai (Bombay) á Indlandi á þriðjudag. Svo virðist sem sprengjunum hafi verið komið fyrir á farangursgrindum í lestunum, en þær urðu yfir 200 manns að bana og særðu fleiri en 700.

Erlent
Fréttamynd

Á heimaslóðir kanslarans

George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í gær til Þýskalands í boði Angelu Merkel Þýskalandskanslara. Bush verður í Þýskalandi þangað til á morgun, en þá heldur hann til Rússlands á leiðtogafund G8. Í Þýskalandi fer Bush á heimaslóðir Merkel við strönd Eystrasalts, þar sem áður var Austur-Þýskaland.

Erlent
Fréttamynd

Ráðgjafi Blairs handtekinn

Helsti fjáröflunarmaður breska Verkamannaflokksins, Levy lávarður, var í gær handtekinn í tengslum við rannsókn bresku lögreglunnar á ásökunum um að Tony Blair forsætisráðherra hafi með óeðlilegum hætti séð til þess að auðkýfingar, sem styrktu flokkinn, fengju sæti í lávarðadeild þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Einn þungt haldinn á gjörgæsludeild

Tugir manna slösuðust í sjötta nautahlaupinu af átta á San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni í gær. Þó ráku vel hyrnd nautin engan í gegn og eingöngu einn maður slasaðist illa þegar nautin tröðkuðu á honum. Hann var lagður inn á sjúkrahús með nokkuð alvarlega bak- og höfuðáverka, en var þó ekki í lífshættu.Hlaupið stóð í tvær og hálfa mínútu.

Erlent
Fréttamynd

Aftur fyrir öryggisráð SÞ

Stjórnvöld sex heimsvelda ákváðu í gær að senda Íran aftur fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hugsanlega gæti fyrirskipað refsiaðgerðir. Ástæðan er sú að heimsveldin telja Írana ekki hafa sýnt neina alvöru í samningaviðræðum varðandi auðgun þeirra á úrani.

Erlent
Fréttamynd

Snerti fjölskyldu mína

Zinedine Zidane mætti í viðtal hjá Canal Plus sjónvarpsstöðinni í gær og bað aðdáendur sína fyrirgefningar á ruddalegri framkomu sinni í lokaleik heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Hann sagðist þó ekki sjá eftir henni, til þess hefðu ummæli Materazzis verið of meiðandi.

Erlent
Fréttamynd

Vilja herstöð í Tékklandi

Bandarískir sérfræðingar munu ferðast til Tékklands í næstu viku í þeim tilgan-gi að leita að hugsanlegri staðsetningu fyrir bandaríska herstöð, þar sem langdrægar eldflaugar yrðu geymdar.

Erlent
Fréttamynd

Asíuflugið er mest vaxandi

Stöðugt fleiri farþegar kjósa að fljúga með finnska flugfélaginu Finnair en tekjurnar fara minnkandi. Ástæðan er sú að samkeppnin er hörð og olían verður stöðugt dýrari, að sögn Dagens Industri.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um afdrif nashyrninga

Vísindamenn telja að búið sé að útrýma svörtum nashyrningum í Vestur-Afríku, en margar tegundir nashyrninga standa ákaflega höllum fæti vegna aðgerða veiðiþjófa. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Erlent
Fréttamynd

Slagsmál brutust út á Úkraínuþingi

Slagsmál brutust út á þinginu í Úkraínu í gær þegar Viktor Júsjenko forseti var beðinn um að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Microsoft sektað

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Síðasta geimgangan

Tveir geimfarar úr áhöfn geimferjunnar Discovery brugðu sér í dag í síðustu geimgöngu yfirstandandi leiðangurs.

Erlent
Fréttamynd

Indverjar reiðir Pakistönum

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Mumbai á Indlandi í gær, sem kostuðu 183 mannslíf. Samskipti Indverja og Pakistana hafa kólnað vegna ódæðanna.

Erlent
Fréttamynd

Ófriðarskýin hlaðast upp

Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Biðst afsökunar á framkomu sinni í úrslitaleiknum

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane hefur beðist afsökunar á framferði sínu í úrslitaleiknum á HM um síðustu helgi þegar hann skallaði ítalska varnarmanninn Marco Materazzi og var sendur af velli í sínum síðasta leik. Hann segir Materazzi hafa látið mjög ljót orð falla um fjölskyldu sína. Nánar má lesa um málið á íþróttasíðu Vísis.

Erlent
Fréttamynd

Litháinn lýsir sig saklausann

Lithái, sem var handtekinn í Leifsstöð í desember með tvær áfengisflöskur fullar af vökva til amfetamínframleiðslu, lýsti sig saklausan við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hermenn Ísraelshers hafa haldið inn í Líbanon

Hermenn Ísrelshers hafa haldið inn í Líbanon til að frelsa tvo hermenn sem Hizbollah skæruliðar fönguðu við landamærin landsins. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin segir að sjö ísraleskir hermenn hafi fallið í átökunum.

Erlent
Fréttamynd

Rumsfeld í heimsókn í Afganistan

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fullvissaði Afgönsku ríkisstjórnina í gær, um að aukið öryggishlutverk NATO í landinu þýddi ekki að bandaríkjamenn væru að draga sig út úr átökunum þar, eftir fimm ára þáttöku.

Erlent
Fréttamynd

Loftárás á Gaza í nótt

Að minnsta kosti sex, þarf af tvö börn, létust í loftárás Ísraelsmanna á Gazaborg í nótt. Tuttugu og fjórir særðust í árásinni.

Erlent