Erlent 340 manns látist vegna flóða í Suður-Asíu Hundruð hafa látið lífið í flóðum sem gengið hafa yfir Suður-Asíu undanfarna daga. Fleiri en 200 hafa látið lífið í stærstu borg Pakistan, Karachi, en hún er rafmagns- og vatnslaus vegna flóðanna. Þá hafa rúmlega 140 látið lífið vegna flóðanna í Indlandi. Erlent 26.6.2007 07:18 Suður-Kórea hefur matvælaaðstoð Stjórnvöld í Suður-Kóreu hófu í gær matvælaaðstoð við Norður-Kóreu, aðeins einum degi eftir að staðfest var að afvopnunarferlið sé hafið. Suður-Kórea hefur veitt grönnum sínum aðstoð í formi hrísgrjónasendinga en þeir hafa þurft að glíma við langvarandi matarskort. Erlent 26.6.2007 07:13 Fjórveldin funda um framtíð Mið-Austurlanda Málamiðlunarkvartettinn svokallaði ætlar sér að hittast í Jerúsalem til þess að meta ástandið á svæðinu. Erlent 26.6.2007 06:54 Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. Viðskipti erlent 25.6.2007 21:14 Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar í Kaliforníu hafa eyðilagt meira en 200 heimili og neytt um þúsund manns til að yfirgefa heimili sín. 460 slökkviliðsmenn eru að berjast við eldinn og búist er við sú tala muni tvöfaldast fyrir kvöldið. Erlent 25.6.2007 16:37 Tekinn af lífi á morgun þrátt fyrir banvænan sjúkdóm Jimmy Dale Bland, 49 ára karlmaður, verður líflátinn í Oklahoma á morgun með banvænni sprautu. Bland var dæmdur til dauða árið 1996 fyrir að skjóta Doyle Windle Rains í hnakkann. Lögfræðingur Bland hefur reynt að fá aftökunni aflýst vegna þess að Bland þjáist af krabbameini sem mun draga hann til dauða innan nokkurra mánuða. Erlent 25.6.2007 15:53 Vesturlandabúar lögleg skotmörk „Málaliðar munu halda áfram að ráðast á vesturlandabúa á götum Indónesíu til að verja íslamska trú,“ sagði hryðjuverkamaðurinn Abu Dujana við CNN. Hann segir að vesturlandabúar séu lögleg skotmörk. Erlent 25.6.2007 15:19 Ákærður fyrir morð á barnshafandi kærustu sinni Bandarískur lögreglumaður, Bobby Cutts, verður færður fyrir rétt í dag og formlega ákærður um að hafa myrt barnshafandi kærustu sína. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Kærastan, Jesse Davis, fannst látin á laugardag en ýmislegt þykir benda til að hún hafi verið myrt á heimili sínu, þar sem tveggja ára sonur hennar og Cutts fannst yfirgefinn 15. júní. Erlent 25.6.2007 14:52 Dauða seli rekur á land í Danmörku Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið. Erlent 25.6.2007 14:23 Vilja að Bandaríkin framselji 13 leyniþjónustumenn Saksóknarar í Þýskalandi hafa óskað eftir því við Bandaríkin að 13 leyniþjónustumenn C.I.A verði framseldir til Þýskalands. Saksóknarnir halda því fram að leyniþjónustumennirnir hafi átt þát í að ræna þýskum ríkisborgara árið 2003. Erlent 25.6.2007 13:59 Al-Zawhari lýsir stuðningi við Hamas Ayman al-Zawhari, einn leiðtoga Al Qaeda og hægri hönd Osama Bin-Laden, ávarpaði múslima um allan heim á upptöku sem gengur um á netinu. Al-Zawhari lýsti yfir stuðningi við Hamas og óskaði eftir því að múslimar um allan heim myndu styðja Hamas með vopnum, peningum og ásrásum á bandaríkjamenn og Ísrael. Erlent 25.6.2007 13:42 Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn. Erlent 25.6.2007 13:13 Flugvél hrapar í Kambódíu Farþegaflugvél í Kambódíu hrapaði í dag. Að minnsta kosti 20 farþegar voru í fluvélinni og eru þeir taldnir látnir. 13 farþeganna voru frá S-Kóreu. Flugvélin, sem var að gerðinni AN-24, tilheyrði litlu flugfélagi sem heitir PMT Air. Erlent 25.6.2007 12:10 Shalit segist þurfa læknisaðstoð Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst. Erlent 25.6.2007 11:59 Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku. Erlent 25.6.2007 11:39 Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með. Erlent 25.6.2007 11:18 Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt. Erlent 25.6.2007 11:11 Íranar í samkeppni við BBC og CNN Íranar ætla sér að setja á fót fréttastöð til þess að keppast við BBC og CNN. Markmið hennar verður að hjálpa umheiminum að komast undan ægishjálmi vestrænna fjölmiðla. Stöðin mun heita PressTV og fer í loftið þann 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á íranska fréttavefnum FARS. Erlent 25.6.2007 10:37 Biskupakirkjan kýs gegn hjónabandi samkynhneigðra Biskupakirkjan í Kanada hefur kosið gegn því að samkynhneigðir fái að gifta sig innan kirkjunnar. Hjónaband samkynhneigðra er þó löglegt í Kanada. Þeir sem voru á móti sögðu að kirkjan ætti ekki að aðhyllast samkynhneigð. Erlent 25.6.2007 10:32 Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum. Erlent 25.6.2007 10:11 Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. Viðskipti erlent 25.6.2007 10:08 Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. Viðskipti erlent 25.6.2007 09:42 61% Breta hafa brotið af sér Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Keele háskólanum í Bretlandi hafa 61% Breta brotið lög. Brotin voru margskonar, og misgróf. Af þeim sem sögðust hafa framið glæp höfðu 62% brotið af sé oftar en þrisvar sinnum og 10% viðurkenndu að hafa brotið oftar en níu sinnum af sér. Erlent 25.6.2007 09:25 46 stiga hiti í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi búast nú við hinu versta en búist er við allt að 46 stiga hita í landinu í dag og á næstu dögum. Júní verður þar með heitasti mánuður í landinu síðan mælingar hófust. Neyðarþjónustur eru í viðbragðsstöðu og búist er við því að rafmagnsleysi eigi eftir að hrjá hluta landsmanna. Erlent 25.6.2007 08:56 Sjö létust í sprengingu á hóteli í Bagdad Sjö létust og átta særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í anddyri hótels í miðborg Bagdad í morgun. Hótelið sækja margir útlendingar og írakskir embættismenn. Það er ekki langt frá Græna svæðinu og var talið eitt það öruggasta í allri borginni. Erlent 25.6.2007 08:45 Bíómynd gerð um ævi Hugh Hefner Universal Pictures ætlar sér að gera kvikmynd byggða á ævi stofnanda tímaritsins Playboy, Hugh Hefner. Myndin mun bæði taka á þeim félagslegu málum sem hann hefur barist fyrir og frægari kynlífstengslum hans. Leikstjóri myndarinnar verður Brett Ratner en hann leikstýrði „Rush Hour“ myndunum. Enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leika Hefner sjálfan. Erlent 25.6.2007 08:35 18 látnir eftir sjálfsmorðsárás í Írak 18 manns létust og að minnsta kosti 40 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við lögreglustöð í borginni Baiji í norðurhluta Íraks í morgun. Lögregla á staðnum skýrði frá þessu. Erlent 25.6.2007 08:07 Hóta að sprengja Johnston í loft upp Hryðjuverkamennirnir sem halda Alan Johnston, fréttamanni BBC, í gíslingu, settu í gær myndband af honum á internetið. á myndbandinu er Johnston íklæddur sprengjuvesti. Erlent 25.6.2007 07:19 Kjarreldar brenna 150 hús til grunna Kjarreldar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa brennt rúmlega 150 heimili til grunna og sviðið tæplega átta hundruð hús um helgina. Enginn hefur þó látið lífið í eldunum. Slökkviliðsmönnum hefur reynst erfitt að ná stjórn á eldinum en rúmlega 500 hús til viðbótar eru á svæðinu sem hann stefnir á. Erlent 25.6.2007 07:10 Norður-Kórea hefur afvopnun Embættismenn í Norður-Kóreu staðfestu í nótt að þeir hefðu fengið fjármunina sem Bandaríkjamenn frystu fyrr á árinu. Þá sögðu þeir að nú myndu þeir hefja vinnu við að loka kjarnaofni sínum. Erlent 25.6.2007 07:06 « ‹ 86 87 88 89 90 91 92 93 94 … 334 ›
340 manns látist vegna flóða í Suður-Asíu Hundruð hafa látið lífið í flóðum sem gengið hafa yfir Suður-Asíu undanfarna daga. Fleiri en 200 hafa látið lífið í stærstu borg Pakistan, Karachi, en hún er rafmagns- og vatnslaus vegna flóðanna. Þá hafa rúmlega 140 látið lífið vegna flóðanna í Indlandi. Erlent 26.6.2007 07:18
Suður-Kórea hefur matvælaaðstoð Stjórnvöld í Suður-Kóreu hófu í gær matvælaaðstoð við Norður-Kóreu, aðeins einum degi eftir að staðfest var að afvopnunarferlið sé hafið. Suður-Kórea hefur veitt grönnum sínum aðstoð í formi hrísgrjónasendinga en þeir hafa þurft að glíma við langvarandi matarskort. Erlent 26.6.2007 07:13
Fjórveldin funda um framtíð Mið-Austurlanda Málamiðlunarkvartettinn svokallaði ætlar sér að hittast í Jerúsalem til þess að meta ástandið á svæðinu. Erlent 26.6.2007 06:54
Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. Viðskipti erlent 25.6.2007 21:14
Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar í Kaliforníu hafa eyðilagt meira en 200 heimili og neytt um þúsund manns til að yfirgefa heimili sín. 460 slökkviliðsmenn eru að berjast við eldinn og búist er við sú tala muni tvöfaldast fyrir kvöldið. Erlent 25.6.2007 16:37
Tekinn af lífi á morgun þrátt fyrir banvænan sjúkdóm Jimmy Dale Bland, 49 ára karlmaður, verður líflátinn í Oklahoma á morgun með banvænni sprautu. Bland var dæmdur til dauða árið 1996 fyrir að skjóta Doyle Windle Rains í hnakkann. Lögfræðingur Bland hefur reynt að fá aftökunni aflýst vegna þess að Bland þjáist af krabbameini sem mun draga hann til dauða innan nokkurra mánuða. Erlent 25.6.2007 15:53
Vesturlandabúar lögleg skotmörk „Málaliðar munu halda áfram að ráðast á vesturlandabúa á götum Indónesíu til að verja íslamska trú,“ sagði hryðjuverkamaðurinn Abu Dujana við CNN. Hann segir að vesturlandabúar séu lögleg skotmörk. Erlent 25.6.2007 15:19
Ákærður fyrir morð á barnshafandi kærustu sinni Bandarískur lögreglumaður, Bobby Cutts, verður færður fyrir rétt í dag og formlega ákærður um að hafa myrt barnshafandi kærustu sína. Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Kærastan, Jesse Davis, fannst látin á laugardag en ýmislegt þykir benda til að hún hafi verið myrt á heimili sínu, þar sem tveggja ára sonur hennar og Cutts fannst yfirgefinn 15. júní. Erlent 25.6.2007 14:52
Dauða seli rekur á land í Danmörku Fjöldi selkópa hefur rekið á land við Anholt eyju í Danmörku. 41 kópur hefur fundist á svæðinu. Ekki er vitað með vissu hvaða veira það er sem er að drepa selina. Skógar- og náttúrustofnun í Danmörku er að rannsaka málið. Erlent 25.6.2007 14:23
Vilja að Bandaríkin framselji 13 leyniþjónustumenn Saksóknarar í Þýskalandi hafa óskað eftir því við Bandaríkin að 13 leyniþjónustumenn C.I.A verði framseldir til Þýskalands. Saksóknarnir halda því fram að leyniþjónustumennirnir hafi átt þát í að ræna þýskum ríkisborgara árið 2003. Erlent 25.6.2007 13:59
Al-Zawhari lýsir stuðningi við Hamas Ayman al-Zawhari, einn leiðtoga Al Qaeda og hægri hönd Osama Bin-Laden, ávarpaði múslima um allan heim á upptöku sem gengur um á netinu. Al-Zawhari lýsti yfir stuðningi við Hamas og óskaði eftir því að múslimar um allan heim myndu styðja Hamas með vopnum, peningum og ásrásum á bandaríkjamenn og Ísrael. Erlent 25.6.2007 13:42
Heilbrigðisyfirvöld í Kína setja reglur um líffæraígræðslu Heilbrigðisyfirvöld í Peking hafa veitt 13 sjúkrahúsum leyfi til að stunda líffæraígræðslur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ólögleg viðskipti líffæra. Reglugerð sem bannar viðskipti með líffæri í Kína tók gildi 1. maí síðastliðinn. Erlent 25.6.2007 13:13
Flugvél hrapar í Kambódíu Farþegaflugvél í Kambódíu hrapaði í dag. Að minnsta kosti 20 farþegar voru í fluvélinni og eru þeir taldnir látnir. 13 farþeganna voru frá S-Kóreu. Flugvélin, sem var að gerðinni AN-24, tilheyrði litlu flugfélagi sem heitir PMT Air. Erlent 25.6.2007 12:10
Shalit segist þurfa læknisaðstoð Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst. Erlent 25.6.2007 11:59
Charles Taylor mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, mætti ekki fyrir stríðsglæpadómstól í Haag í dag. Hann segir ástæðuna vera að hann vantar fjármagn til að ráða hæft lögræðingateymi. Réttarhöldunum hefur verið seinkað þar til í næstu viku. Erlent 25.6.2007 11:39
Blökkumönnum fækkar í bandaríska hernum Fjöldi blökkumanna sem skráir sig í bandaríska herinn hefur minnkað um þriðjung síðan stríðin í Írak og Afghanistan hófust. Samkvæmt gögnum sem að fjármálablað í Bandaríkjunum hefur sankað að sér kemur í ljós að fækkunin á við um allar fjórar herþjónustur landsins. Fækkunin er jafnvel enn dramatískari ef að varaliðið og þjóðvarðliðið er talið með. Erlent 25.6.2007 11:18
Hamas lofar hljóðupptöku af týnda hermanninum Talsmaður vopnaðs arms Hamas sagði í morgun að samtökin myndu gefa frá sér hljóðupptöku með ísraelska hermanninum sem vígamenn tóku í gíslingu fyrir ári síðan. Lítið sem ekkert hefur frést af hermanninum, sem heitir Gilad Shalit, síðan honum var rænt. Erlent 25.6.2007 11:11
Íranar í samkeppni við BBC og CNN Íranar ætla sér að setja á fót fréttastöð til þess að keppast við BBC og CNN. Markmið hennar verður að hjálpa umheiminum að komast undan ægishjálmi vestrænna fjölmiðla. Stöðin mun heita PressTV og fer í loftið þann 2. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram á íranska fréttavefnum FARS. Erlent 25.6.2007 10:37
Biskupakirkjan kýs gegn hjónabandi samkynhneigðra Biskupakirkjan í Kanada hefur kosið gegn því að samkynhneigðir fái að gifta sig innan kirkjunnar. Hjónaband samkynhneigðra er þó löglegt í Kanada. Þeir sem voru á móti sögðu að kirkjan ætti ekki að aðhyllast samkynhneigð. Erlent 25.6.2007 10:32
Lífstíðarfangelsi fyrir njósnir Egypskur kjarneðlisfræðingur hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir njósnir. Maðurinn, Mohamed Sayed Saber Ali, var dæmdur fyrir að afhenda Ísraelum skjöl sem hann rændi úr egypskri kjarnorkustöð þar sem hann vann. Hann fékk rúmar milljón krónur fyrir vikið. Ali neitaði sakargiftum. Erlent 25.6.2007 10:11
Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. Viðskipti erlent 25.6.2007 10:08
Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. Viðskipti erlent 25.6.2007 09:42
61% Breta hafa brotið af sér Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Keele háskólanum í Bretlandi hafa 61% Breta brotið lög. Brotin voru margskonar, og misgróf. Af þeim sem sögðust hafa framið glæp höfðu 62% brotið af sé oftar en þrisvar sinnum og 10% viðurkenndu að hafa brotið oftar en níu sinnum af sér. Erlent 25.6.2007 09:25
46 stiga hiti í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi búast nú við hinu versta en búist er við allt að 46 stiga hita í landinu í dag og á næstu dögum. Júní verður þar með heitasti mánuður í landinu síðan mælingar hófust. Neyðarþjónustur eru í viðbragðsstöðu og búist er við því að rafmagnsleysi eigi eftir að hrjá hluta landsmanna. Erlent 25.6.2007 08:56
Sjö létust í sprengingu á hóteli í Bagdad Sjö létust og átta særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í anddyri hótels í miðborg Bagdad í morgun. Hótelið sækja margir útlendingar og írakskir embættismenn. Það er ekki langt frá Græna svæðinu og var talið eitt það öruggasta í allri borginni. Erlent 25.6.2007 08:45
Bíómynd gerð um ævi Hugh Hefner Universal Pictures ætlar sér að gera kvikmynd byggða á ævi stofnanda tímaritsins Playboy, Hugh Hefner. Myndin mun bæði taka á þeim félagslegu málum sem hann hefur barist fyrir og frægari kynlífstengslum hans. Leikstjóri myndarinnar verður Brett Ratner en hann leikstýrði „Rush Hour“ myndunum. Enn hefur ekki verið ákveðið hver muni leika Hefner sjálfan. Erlent 25.6.2007 08:35
18 látnir eftir sjálfsmorðsárás í Írak 18 manns létust og að minnsta kosti 40 særðust þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp við lögreglustöð í borginni Baiji í norðurhluta Íraks í morgun. Lögregla á staðnum skýrði frá þessu. Erlent 25.6.2007 08:07
Hóta að sprengja Johnston í loft upp Hryðjuverkamennirnir sem halda Alan Johnston, fréttamanni BBC, í gíslingu, settu í gær myndband af honum á internetið. á myndbandinu er Johnston íklæddur sprengjuvesti. Erlent 25.6.2007 07:19
Kjarreldar brenna 150 hús til grunna Kjarreldar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafa brennt rúmlega 150 heimili til grunna og sviðið tæplega átta hundruð hús um helgina. Enginn hefur þó látið lífið í eldunum. Slökkviliðsmönnum hefur reynst erfitt að ná stjórn á eldinum en rúmlega 500 hús til viðbótar eru á svæðinu sem hann stefnir á. Erlent 25.6.2007 07:10
Norður-Kórea hefur afvopnun Embættismenn í Norður-Kóreu staðfestu í nótt að þeir hefðu fengið fjármunina sem Bandaríkjamenn frystu fyrr á árinu. Þá sögðu þeir að nú myndu þeir hefja vinnu við að loka kjarnaofni sínum. Erlent 25.6.2007 07:06
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent