Erlent Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. Viðskipti erlent 20.6.2007 15:34 Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Breskur hermaður, Gareth Thomas, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hjartað. Dómstóll í Exeter dæmdi hann sekan um manndráp en sýknaði hann af ákæru um morð. Erlent 20.6.2007 14:43 Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu. Erlent 20.6.2007 13:58 Skógarbirnir í útrýmingarhættu Skógarbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu í Evrópsku Ölpunum. Aðeins er vitað af 38 skógarbjörnum á fjallasvæðunum samkvæmt skráningu umhverfissinna. Ekki er vitað um neinn skógarbjörn í Þýskalandi. Erlent 20.6.2007 13:23 Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. Erlent 20.6.2007 13:05 Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. Erlent 20.6.2007 11:41 ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Erlent 20.6.2007 11:35 Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. Viðskipti erlent 20.6.2007 11:13 Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. Erlent 20.6.2007 10:52 Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Viðskipti erlent 20.6.2007 10:47 Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. Erlent 20.6.2007 10:39 Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. Erlent 20.6.2007 10:14 Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. Erlent 20.6.2007 10:04 MySpace selt til Yahoo? Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo. Viðskipti erlent 20.6.2007 09:35 36 látnir í kína Að minnsta kosti 36 manns hafa látið lífið í flóðum í NV-hluta Kína eftir mikla rigningarstorma frá því um helgina. Þrettán manns í viðbót er saknað. Erlent 20.6.2007 09:23 Erdogan tilbúinn að heimila hernaðaraðgerðir í Írak Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í viðtali í morgun að stjórn hans myndi samþykkja hernaðaraðgerðir í norðurhluta Írak til þess að berjast gegn kúrdískum uppreisnarmönnum ef það teldist nauðsynlegt. Hann sagði það nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir frekari árásir frá PKK uppreisnarmönnum Kúrda sem hafa aðsetur í norðurhluta Íraks. Erlent 20.6.2007 08:40 Þingkosningar í Taílandi færðar fram Kosningastjórn Taílands sagði í morgun að hugsanlega yrðu þingkosningar sem fram eiga fara í desember færðar fram í nóvember. Það veltur þó á því hvort að ný stjórnarskrá verði samþykkt fljótlega. Atkvæði um hana verða greidd þann 19. ágúst næstkomandi. Einhverjar líkur eru taldar á því að nýja stjórnarskráin verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erlent 20.6.2007 08:39 Réttað yfir leiðtoga Chicago mafíunnar í dag Ein stærstu mafíuréttarhöld í Bandaríkjunum í mörg ár hefjast í Chicago í dag. Þá verður réttað yfir Joey "Trúði" Lombardo, sem sagt er að hafi verið yfir Chicago genginu á áttunda og níunda áratugnum en það er sama gengi og Al Capone stjórnaði á sínum tíma. Erlent 20.6.2007 07:38 Kínverjar nota nefið gegn mengun Umhverfisstofnun í Kína hefur brugðið á það ráð að ráða til sín ellefu manns með framúrskarandi lyktarskyn. Fólkið á að vinna samhliða mælitækjum til þess að finna lykt af slæmum lofttegundum og þannig veita nákvæmari mælingar en tækjabúnaðurinn hefði gert upp á eigin spýtur. Erlent 20.6.2007 07:16 Segja of mörg ríki útiloka flóttamenn Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í morgun að sífellt erfiðara væri fyrir flóttamenn að fá hæli. Yfirmaður stofnunarinnar, Antonio Guterres, sagði sum ríki hafa hert innflytjendalög sín svo mikið að jafnvel þeir sem ættu að fá hæli væri neitað um það.Þá ítrekaði hann að flóttamenn væru ekki hryðjuverkamenn heldur fórnarlömb þó svo margir virtust halda hið fyrra. Erlent 20.6.2007 07:14 Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst gegn tamíltígrum Stjórnarherinn á Sri Lanka sagði í morgun að hann hefði ráðist gegn bækistöðvum tamíltígra í austurhluta landsins. Fram kom að um 30 uppreisnarmenn hefðu látist í átökunum. Þá sagði sjóher Sri Lanka að hann hefði sökkt fimm bátum uppreisnarmanna og banað 40 liðsmönnum þeirra við norðurhluta landsins seint í gærkvöldi. Engin staðfesting hefur þó fengist á yfirlýsingunum. Erlent 20.6.2007 07:12 Bloomberg verður óháður Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, hefur sagt sig úr repúblikanaflokknum og segist nú vera óháður. Tilkynning þess efnis barst frá skrifstou hans í gærkvöldi. Marga grunar að með þessu sé hann að undirbúa framboð í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Hann neitar því þó. Erlent 20.6.2007 07:09 Riddaratign Rushdies mótmælt víða um heim Íranar og Pakistanar hafa formlega mótmælt ákvörðun Breta að aðla rithöfundinn Salman Rushdie. Íranska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bretlands í Tehran á sinn fund í gærkvöldi og sagði öðlun Rushdies, sem skrifaði bókina Söngvar Satans, ögrun við Írana. Erlent 20.6.2007 06:57 Vegur upp í hlíðar Mount Everest Kínversk stjórnvöld hyggjast leggja veg upp í hlíðar Mount Everest í tilefni af Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Ætlunin er að hlaupa með Ólympíueldinn þessa leið. Erlent 19.6.2007 23:02 Olmert vill vinna að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var bjartsýnn á stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs eftir þriggja klukkustunda fund sem hann átti með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington í dag. Erlent 19.6.2007 22:25 Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. Erlent 19.6.2007 22:08 Hjálpargögn komin til Gaza Fyrstu farmar af hjálpargögnum bárust inn á Gaza svæðið í dag frá því Hamas-samtökin tóku þar völdin í síðustu viku. Ísraelar hleyptu að minnsta kosti 12 vöruflutningabílum frá matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna inn á svæðið. Erlent 19.6.2007 20:11 Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. Erlent 19.6.2007 16:20 Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum 1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár. Viðskipti erlent 19.6.2007 16:20 Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. Erlent 19.6.2007 15:28 « ‹ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 … 334 ›
Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. Viðskipti erlent 20.6.2007 15:34
Breskur hermaður í fangelsi fyrir að stinga frænda sinn Breskur hermaður, Gareth Thomas, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að stinga frænda sinn í hjartað. Dómstóll í Exeter dæmdi hann sekan um manndráp en sýknaði hann af ákæru um morð. Erlent 20.6.2007 14:43
Foreldrar Alan Johnston standa fyrir stuðningsvökum Foreldrar blaðamannsins Alan Johnston standa fyrir stuðningsvöku fyrir son sinn í Skotlandi. Þau hafa sleppt 100 blöðrum í loftið - einni fyrir hvern dag sem Johnston hefur verið í haldi samtaka sem kalla sig „Her Íslams“ á Gaza svæðinu. Erlent 20.6.2007 13:58
Skógarbirnir í útrýmingarhættu Skógarbirnir eru í mikilli útrýmingarhættu í Evrópsku Ölpunum. Aðeins er vitað af 38 skógarbjörnum á fjallasvæðunum samkvæmt skráningu umhverfissinna. Ekki er vitað um neinn skógarbjörn í Þýskalandi. Erlent 20.6.2007 13:23
Dómur mildaður yfir fyrrverandi ráðherra í Víetnam Áfrýjunardómstóll í Víetnam hefur mildað refsingu yfir fyrrverandi aðstoðarviðskiptaráðherra landsins, Mai Van Du. Van Du var upprunalega dæmdur til 14 ára fangelsisvistar fyrir að þiggja mútur. Áfrýjunardómstóllinn stytti þann dóm niður í 12 ár. Erlent 20.6.2007 13:05
Kornabarn finnst skammt frá heimili barnshafandi konu sem er saknað Nýfætt stúlkubarn fannst á tröppum við hús í aðeins 70 km fjarlægð frá heimili barnshafandi konu sem hefur verið saknað síðan síðastliðinn miðvikudag í Ohio. Læknar staðfesta að barnið hafi fæðst innan við 24 tímum áður en það fannst og hafði naflastrengurinn ekki verið fjarlægður. Erlent 20.6.2007 11:41
ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Erlent 20.6.2007 11:35
Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. Viðskipti erlent 20.6.2007 11:13
Aftur dæmdur í lífstíðarfangelsi James Kopp, 52 ára bandaríkjamaður hefur verið dæmdur í annað lífstíðarangelsi. Kopp var upprunalega dæmdur fyrir að myrða fóstureyðingalæknirinn Barnett Sepian með skytturiffli árið 1998. Nú hefur alríkisdómstóll dæmt hann aftur í lífstíðarfangelsi, fyrir sama glæp en á öðrum forsendum. Erlent 20.6.2007 10:52
Hunter bætir á sig garðvörubréfum Fjárfestingafélag skoska auðkýfingsins Sir Tom Hunters hefur aukið á ný við hlut sinn í skosku garðvörukeðjunni Dobbies og fer nú með 21,4 prósent í henni. Kaupverð hlutanna nemur 1,46 milljónum punda, rúmum 180 milljónum íslenskra króna. Með kaupum í keðjunni stefnir Hunter að því að Tesco, stærsti stórmarkaður Bretlands, yfirtaki hana. Viðskipti erlent 20.6.2007 10:47
Stjórnvöld setja stéttarfélögum úrslitakost Yfirvöld í Suður-Afríku hafa sett opinberum starfsmönnum úrslitakost en þeir eru nú í verkfalli sem hefur enst í þrjár vikur. Stéttarfélög hafa til klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma til þess að taka tilboði stjórnvalda. Tilboðið hljómar upp á 7,5 prósent launahækkun og hækkun á húsnæðisbótum. Erlent 20.6.2007 10:39
Ísraelar taka á móti flóttamönnum frá Gasa Stjórnvöld í Ísrael hafa ákveðið að leyfa flóttamönnum frá Palestínu að koma til Ísraels af mannúðarástæðum. Hundruð manns hafa beðið í göngum við landamæri ísrael frá því í síðustu viku þegar Hamas tóku völd á Gasa. Um sex hundruð Gasabúar sem margir eru í alvarlegu ástandi hafast við í löngum rykugum göngum við suðurhluta landamæranna. Erlent 20.6.2007 10:14
Tölvuleikur um James Bulger bannaður Hætt hefur verið við útgáfu á leik, sem meðal annars gekk út á það að rannsaka ránið á James litla Bulger sem var rænt úr verslunarmiðstöð árið 1993. Bulger var tveggja ára þegar honum var rænt af tveimur tíu ára drengjum sem börðu hann svo til bana og skildu hann eftir á lestarteinum skammt frá. Erlent 20.6.2007 10:04
MySpace selt til Yahoo? Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo. Viðskipti erlent 20.6.2007 09:35
36 látnir í kína Að minnsta kosti 36 manns hafa látið lífið í flóðum í NV-hluta Kína eftir mikla rigningarstorma frá því um helgina. Þrettán manns í viðbót er saknað. Erlent 20.6.2007 09:23
Erdogan tilbúinn að heimila hernaðaraðgerðir í Írak Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í viðtali í morgun að stjórn hans myndi samþykkja hernaðaraðgerðir í norðurhluta Írak til þess að berjast gegn kúrdískum uppreisnarmönnum ef það teldist nauðsynlegt. Hann sagði það nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir frekari árásir frá PKK uppreisnarmönnum Kúrda sem hafa aðsetur í norðurhluta Íraks. Erlent 20.6.2007 08:40
Þingkosningar í Taílandi færðar fram Kosningastjórn Taílands sagði í morgun að hugsanlega yrðu þingkosningar sem fram eiga fara í desember færðar fram í nóvember. Það veltur þó á því hvort að ný stjórnarskrá verði samþykkt fljótlega. Atkvæði um hana verða greidd þann 19. ágúst næstkomandi. Einhverjar líkur eru taldar á því að nýja stjórnarskráin verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erlent 20.6.2007 08:39
Réttað yfir leiðtoga Chicago mafíunnar í dag Ein stærstu mafíuréttarhöld í Bandaríkjunum í mörg ár hefjast í Chicago í dag. Þá verður réttað yfir Joey "Trúði" Lombardo, sem sagt er að hafi verið yfir Chicago genginu á áttunda og níunda áratugnum en það er sama gengi og Al Capone stjórnaði á sínum tíma. Erlent 20.6.2007 07:38
Kínverjar nota nefið gegn mengun Umhverfisstofnun í Kína hefur brugðið á það ráð að ráða til sín ellefu manns með framúrskarandi lyktarskyn. Fólkið á að vinna samhliða mælitækjum til þess að finna lykt af slæmum lofttegundum og þannig veita nákvæmari mælingar en tækjabúnaðurinn hefði gert upp á eigin spýtur. Erlent 20.6.2007 07:16
Segja of mörg ríki útiloka flóttamenn Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í morgun að sífellt erfiðara væri fyrir flóttamenn að fá hæli. Yfirmaður stofnunarinnar, Antonio Guterres, sagði sum ríki hafa hert innflytjendalög sín svo mikið að jafnvel þeir sem ættu að fá hæli væri neitað um það.Þá ítrekaði hann að flóttamenn væru ekki hryðjuverkamenn heldur fórnarlömb þó svo margir virtust halda hið fyrra. Erlent 20.6.2007 07:14
Stjórnarherinn á Sri Lanka ræðst gegn tamíltígrum Stjórnarherinn á Sri Lanka sagði í morgun að hann hefði ráðist gegn bækistöðvum tamíltígra í austurhluta landsins. Fram kom að um 30 uppreisnarmenn hefðu látist í átökunum. Þá sagði sjóher Sri Lanka að hann hefði sökkt fimm bátum uppreisnarmanna og banað 40 liðsmönnum þeirra við norðurhluta landsins seint í gærkvöldi. Engin staðfesting hefur þó fengist á yfirlýsingunum. Erlent 20.6.2007 07:12
Bloomberg verður óháður Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, hefur sagt sig úr repúblikanaflokknum og segist nú vera óháður. Tilkynning þess efnis barst frá skrifstou hans í gærkvöldi. Marga grunar að með þessu sé hann að undirbúa framboð í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Hann neitar því þó. Erlent 20.6.2007 07:09
Riddaratign Rushdies mótmælt víða um heim Íranar og Pakistanar hafa formlega mótmælt ákvörðun Breta að aðla rithöfundinn Salman Rushdie. Íranska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bretlands í Tehran á sinn fund í gærkvöldi og sagði öðlun Rushdies, sem skrifaði bókina Söngvar Satans, ögrun við Írana. Erlent 20.6.2007 06:57
Vegur upp í hlíðar Mount Everest Kínversk stjórnvöld hyggjast leggja veg upp í hlíðar Mount Everest í tilefni af Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Kína á næsta ári. Þetta kemur fram í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Ætlunin er að hlaupa með Ólympíueldinn þessa leið. Erlent 19.6.2007 23:02
Olmert vill vinna að stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var bjartsýnn á stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs eftir þriggja klukkustunda fund sem hann átti með George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington í dag. Erlent 19.6.2007 22:25
Fjármálastjóri Hvíta hússins segir af sér Rob Portman, fjármálastjóri Hvíta hússins, hefur sagt af sér og hefur Bush Bandaríkjaforseti skipað Jim Nussle, fyrrum þingmann Iowa, í hans stað. Erlent 19.6.2007 22:08
Hjálpargögn komin til Gaza Fyrstu farmar af hjálpargögnum bárust inn á Gaza svæðið í dag frá því Hamas-samtökin tóku þar völdin í síðustu viku. Ísraelar hleyptu að minnsta kosti 12 vöruflutningabílum frá matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna inn á svæðið. Erlent 19.6.2007 20:11
Bandaríkin og Ísrael lofa Abbas aðstoð George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hjálpa Mahmoud Abbas, ásamt Ísrael, í baráttunni gegn Hamas samtökunum sem nú stjórna Gaza svæðinu. „Við vonumst til að Abbas verði styrktur svo að hann geti leitt Palestínu í aðra átt," sagði Bush í byrjun fundar með forsætisráðherra Ísrael, Ehud Olmert. Erlent 19.6.2007 16:20
Nýbyggingum fækkar í Bandaríkjunum 1,47 milljón nýjar fasteignir voru reistar í Bandaríkjunum í maí, samkvæmt tölum frá bandaríska viðskiptaráðuneytinu. Þetta er samdráttur upp á 2,1 prósentustig á milli mánaða og talsvert undir því sem gert hafði verið ráð fyrir. Staðan hefur ekki verið verri í sextán ár. Viðskipti erlent 19.6.2007 16:20
Hæstiréttur í Kúveit breytir dauðadómi Hæstiréttur í Kúveit hefur breytt dauðadómi, yfir fjórum málaliðum sem tengdir eru Al Quaeda, í lífstíðardóm. Um leið voru staðfestir lífstíðardómar yfir tveimur öðrum mönnum sem tengdir eru Al Qaeda. Erlent 19.6.2007 15:28
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent