Play

Fréttamynd

Lítil eftir­spurn eftir hlutum Play

Áskriftir að fjárhæð 105 milljónum króna bárust í almennu hlutafjárútboði Play. Boðnir voru út hlutir að andvirði hálfs milljarðar og eftirspurnin því um tuttugu prósent. Áður höfðu borist bindandi áskriftarloforð frá núverandi hluthöfum og öðrum fjárfestum upp á 4,5 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Play

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk alla í vélinni til að syngja afmælissönginn til eigin­konunnar

Andri Hrafn Agnarsson, flugstjóri hjá Play og fasteignasali hjá Domus Nova, vaknaði ekki við hlið eiginkonu sinnar Söru Petru á afmælisdaginn hennar síðastliðinn miðvikudag. Hann þurfti að fljúga farþegaflugvél frá Dublin til Íslands, en ákvað þrátt fyrir það að skila góðri afmæliskveðju til hennar.

Lífið
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 66 prósent

Flugfélagið Play flutti 106.042 farþega í nýliðnum febrúar og er um að ræða 66 prósenta aukningu frá febrúar á síðasta ári. Sætanýting í síðasta mánuði var 81 prósent, samanborið við 76,9 prósent í febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play tekur flugið til Afríku

Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er fátt skemmti­legra en að taka einn Tene dag“

Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hafa tryggt sér fjóra milljarða

Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­met­ur Play svip­að og í yfir­standandi út­boð­i

Jakobsson Capital metur virði hlutafjár Play svipað og gert er í yfirstandandi hlutafjárútboði flugfélagsins. „Helsti munur á Play og Icelandair liggur í rekstrarstöðugleika og fjármögnunaráhættu,“ segir í nýju verðmati, en greinandi telur áætlanir félaganna um að vera með samanlagt yfir 60 flugvélar í rekstri innan fimm ára vera óraunhæfar.

Innherji
Fréttamynd

Passar að eiginmannsefnið gangi ekki fram af fólki

Nadine Guðrún Yaghi er landsmönnum að góðu kunn en hún starfaði sem fréttakona á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni um árabil. Í dag starfar hún sem forstöðumaður hjá Play ásamt því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Eftirmálum, ásamt fjölmiðlakonunni Þórhildi Þorkelsdóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka

Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur.

Neytendur
Fréttamynd

„Sterk stuðnings­yfir­lýsing“ stærstu hlut­hafa sem leggja Play til 2,6 milljarða

Stærstu fjárfestarnir í hluthafahópi Play hafa skráð sig fyrir samanlagt um 2,6 milljörðum í útboði félagsins gegn því skilyrði að það takist að sækja nýtt hlutafé fyrir að lágmarki fjóra milljarða. Útboðsgengið er um 33 prósentum lægra en hlutabréfaverð Play var þegar félagið birti uppgjör sitt og áform um hlutafjáraukningu fyrr í þessum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar sagðir ætla að taka þátt í út­boði Play og verja sinn hlut

Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Innherji
Fréttamynd

Play gefur ekkert upp um rann­sókn FME á mögu­legri markaðs­mis­notkun

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands rannsakar nú mögulegt brot Play á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem getur meðal annars varðað frestun á birtingu innherjaupplýsinga eða upplýsingagjöf í tengslum markaðsþreifingar, en flugfélagið segir málið vera „í vinnslu“ og tjáir sig ekki um hvaða atvik sé að ræða. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um 40 prósent á nokkrum dögum í litlum viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör sem sýndi bágborna lausafjárstöðu og boðaði því hlutafjárútboð til að styrkja hana.

Innherji
Fréttamynd

Þrátt fyrir mikið tap er for­stjóri Play bjart­sýnn

Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir.

Innlent
Fréttamynd

Play í hluta­fjár­aukningu og á aðalmarkað

Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tengi­far­þegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri við­dvöl á Ís­landi

Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funheitar og fágaðar flugkonur

Flugmannastarfið var lengi álitið karlastarf hér á landi eða til ársins 1984 þegar fyrsta konan, Sigríður Einarsdóttir, hóf atvinnuflugmannsferil sinn hjá Flugleiðum. Mikil fjölgun hefur orðið af kvenkyns flugmönnum hér á landi síðastliðin ár og er hlutfall kvenna í stéttinni með því hæsta í heiminum. 

Lífið
Fréttamynd

Telja brotið á mann­réttindum flugfólks

ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum.

Innlent