Fótbolti

Fréttamynd

Lionel Messi aldrei verið sneggri að skora en í dag

Lionel Messi, sem fagnar 36 ára afmæli sínu eftir níu daga, er greinilega ekki dauður úr öllum æðum enn. Í vináttulandsleik Argentínu og Ástralíu sem fram fór fyrr í dag skoraði hann eftir aðeins 81 sekúndu leik, og hefur aldrei verið sneggri að koma boltanum í markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea hafnaði til­boði Man United í Mount

Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinícius fetar í fót­spor Ron­aldo

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé mun ekki fram­lengja í París

Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Berg­huis í bann fyrir að bregðast illa við ras­isma

Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM

Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl.

Fótbolti