Körfubolti

Fréttamynd

Hörður Axel til Spánar

Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er búinn að finna sér nýtt félag. Hann samdi við spænska úrvalsdeildarliðið CB Valladolid.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar í undanúrslitin á EM í Körfu

Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta eftir tíu stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 72-62, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, skoraði 27 stig í leiknum en Frakkar munu mæta Spánverjum í undanúrslitununum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar unnu Slóvena - átta liða úrslitin klár

Finnar rifu sig upp efir stór töp á móti Króatíu og Spáni og unnu glæsilegan 16 stiga sigur á gestgjöfum Slóvena, 92-76, í lokaleik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu. Finnar voru úr leik fyrir leikinn og leikurinn skipti Slóvena engu máli enda þegar ljóst að þeir myndu enda í 2. sæti riðilsins og mæta þar með Frökkum í átta liða úrslitunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ítalir unnu Spánverja í framlengingu

Ítalir unnu fimm stiga sigur á Evrópumeisturum Spánverja, 86-81 í framlengdum leik í milliriðli á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Bæði liðin voru fyrir leikinn komin áfram í átta liða úrslitin en eru að berjast um efstu sætin í riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Slóvenar áfram | Línur teknar að skýrast

Slóvenía sigraði Grikkland í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í gær 73-65. Slóvenar bættust í hóp Króatíu, Litháen, Serbíu og Frakklands sem öll höfðu tryggt sig í átta liða úrslitin.

Körfubolti
Fréttamynd

Krstic: Þessi sigur var fyrir Natösu Kovacevic

Nenad Krstic, fyrirliði serbneska landsliðsins í körfubolta, tileinkaði körfuboltakonunni Natösu Kovacevic sigur Serba á Lettlandi á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag. Servar unnu Letta þá 80-71 og tryggðu sér sæti í milliriðli keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker frábær í sigri Frakka

Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, átti frábæran leik í kvöld þegar Frakkar unnu 77-71 sigur á Úkraínumönnum á Evrópumótinu í körfubolta. Parker tók yfir leikinn í lokaleikhlutann og skoraði þá 15 af 28 stigum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar komnir áfram eftir sigur í tvíframlengdum leik

Finnar halda áfram að standa sig vel á Evrópumótinu í körfubolta karla í Slóveníu en Finnar tryggðu sér sæti í milliriðli með 86-83 sigri á Rússum í tvíframlengdum leik í dag. Úrslitin þýða að Rússar eru úr leik á mótinu. Úrslitin eru ráðin í D-riðli því Ítalía og Grikkland eru líka komin áfram eins og Finnland. Tyrkland, Svíþjóð og Rússland eru úr leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar réðu ekki við Ítala

Sigurganga Finna á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu endaði í kvöld þegar liðið tapaði stórt á móti Ítölum, 44-62. Ítalir hafa byrjað mótið með þremur flottum sigrum á Rússum (+7), Tyrkjum (+15) og Finnum (+18) en Finnar höfðu unnið Tyrki og Svía. Króatar unnu Pólverja á sama tíma og hafa Króatar nú unnið tvo leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Svíar unnu Rússa - Spánverjar héldu Tékkum í 39 stigum

Svíar unnu sinn fyrsta sigur á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu í dag þegar sænska liðið vann 19 stiga sigur á Rússum, 81-62, í uppgjör liða sem höfðu tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Spánverjar komu sterkir til baka eftir tapið á móti Slóveníu á fimmtudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi lánaður í B-deildina

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson spilar væntanlega ekki með La Bruixa d Or í spænsku ACB-deildinni í vetur því karfan.is segir frá því að Haukur Helgi verði lánaður til liðs í B-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjóðverjar töpuðu aftur og Bosníumenn risu upp frá dauðum

Úkraína er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í körfubolta eftir fimm stiga sigur á Þýskalandi í dag, 88-83. Bosníumenn unnu á sama tíma sex stiga sigur á Svartfjallalandi, 76-70, eftir ótrúlega endurkomu í lokin þar sem liðið vann upp tólf stiga mun í fjórða leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar fóru létt með Svía á EM í körfu

Finnland er með fullt hús eftir tvær umferðir á Evrópumótinu í körfubolta í Slóveníu en Finnar unnu 21 stigs sigur á nágrönnum sínum Svíum í dag, 81-60. Króatar og Lettar unnu bæði á sigurkörfum í blálokin eftir æsispennandi leiki en Úkraína vann sjö stiga sigur á Ísrael og hefur unnið fyrstu tvo leiki sína eins og Finnar og Lettar.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar unnu Tyrki í fyrsta leik

Finnska körfuboltalandsliðið byrjaði vel á Evrópumótið í körfubolta í Slóveníu í dag en Finnar unnu þá sex stiga sigur á Tyrklandi. Georgíumenn og Lettar unnu einnig fyrsta leik sinn á mótinu og þá var mikil spenna í leik Breta og Ísraelsmenn þar sem Bretar komu til baka í blálokin úr mjög erfiðari stöðu og tókst að tryggja sér dramatískan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Crawford ræðir um lífið í NBA

Menn þurfa ekki að hafa fylgst grannt með NBA-körfuboltanum til þess að þekkja til Joey Crawford. Dómarinn litríki hefur dæmt í deild þeirra bestu í 35 ár og nálgast óðfluga 3000. leikinn sinn í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA ekki skemmtileg fyrr en í úrslitakeppninni

Körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson segist ánægður hvernig Íslendingar brugðust við hruni bankanna. Hann saknar ekki kuldans í Rússlandi og segist hafa orðið leiður á að fá ekkert að spila hjá Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

Greiði á móti greiða

Hörður Axel Vilhjálmsson heldur í dag utan til æfinga með spænska stórliðinu Bilbao Basket. Hörður er án félags eftir að hann keypti upp samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Mitteldeutscher BC í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kominn tími á sigur í Laugardalshöllinni

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Rúmeníu í kvöld í undankeppni EM 2015 en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins í riðlinum. Ísland og Rúmenía eru að keppa um annað sæti riðilsins og það skiptir miklu máli fyrir íslenska liðið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir næstu keppni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þessi fá miða á landsleikinn í kvöld

Lesendum Vísis gafst í vikunni tækifæri á að vinna sér inn miða á leik Íslands og Rúmeníu sem fram fer í Laugardalshöll klukkan 19.15 í kvöld og nú er komið í ljós hverjir hinir heppnu eru.

Körfubolti