Körfubolti

Fréttamynd

Sex sigrar í röð hjá Hlyni og Jakobi

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með því að vinna 16 stiga útisigur á 08 Stockholm Hr í kvöld. Bæði Íslendingaliðin eru í góðum gír í sænsku deildinni því Norrkoping Dolphins vann sinn fjórða leik í röð á sama tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Miklar breytingar á HM karla í körfubolta

Forráðamenn FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, hafa ákveðið að seinka keppni um eitt ár á Heimsmeistaramótinu sem fram átti að fara árið 2018. Sú keppni fer því fram 2019 en næsta HM er á dagskrá árið 2014 og fer sú keppni fram á Spáni. HM árið 2019 verður einnig undankeppni fyrir Ólympíuleikana sem fram fara árið 2020.

Körfubolti
Fréttamynd

Harlem Globetrotters kemur til Íslands

Hið heimsfræga sýningar- og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag á Íslandi í maí en þessir körfuboltasnillingar ætla að mæta í Kaplakrika í Hafnarfirði 5. maí 2013.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin á sigurbraut í sænsku körfunni

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Norrköping Dolphins unnu bæði góða heimasigra í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall fór létt með botnlið KFUM Nässjö og Norrköping vann á sama tíma tíu stiga sigur á LF Basket.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar enduðu taphrinuna

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu langþráðan sigur í spænska körfuboltanum í dag þegar liðið fór illa með Blusens Monbus á heimavelli. Zaragoza var með örugga forystu frá upphafi leiks og vann á endanum með 18 stigum, 76-58.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur í ham í flottum útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons er að komast á skrið í sænska körfuboltanum en liðið vann flottan fimmtán stiga útisigur á LF Basket, 92-77, í sjöundu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Norrköping Dolphins töpuðu á sama tíma og eru ekki að byrja tímabilið vel.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar töpuðu fyrsta leiknum í Euroleague

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu að sætta sig við naumt tap í fyrsta leik sínum í Euroleague (Meistaradeild Evrópu) þegar liðið heimsótti rússneska félagið BK Nadezhda í dag. Nadezhda vann leikinn 70-65 eftir að Good Angels Kosice vann fyrsta leikhlutann 22-10 og var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel og Jakob stigahæstir í sigurleikjum sinna liða

Jakob Örn Sigurðarson og Pavel Ermolinskij voru í aðalhlutverkum í sigrum sinna liða í sænska körfuboltanum í kvöld. Norrköping Dolphins vann 96-79 heimasigur á Borås Basket og Sundsvall Dragons lenti ekki í miklum vandræðum í 106-78 sigri Jämtland Basket.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Love úr leik hjá Timberwolves næstu 6-8 vikurnar

Kevin Love, leikmaður NBA liðsins Minnesota Timberwolves, verður frá keppni í 6-8 vikur, og missir bandaríski landsliðsmaðurinn af allt að 22 fyrstu leikjum liðsins á næsta keppnistímabili. Love varð fyrir því óhappi að brjóta tvo fingur á hægri hönd, en hann var staddur í lyftingasal liðsins þegar atvikið átti sér stað.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel stigahæstur í tapleik

Pavel Ermolinskij skoraði 18 stig fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það dugði ekki því liðið tapaði með tíu stigum á móti Stockholm Eagles á heimavelli, 69-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tapið hjá Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Valencia Basket í dag í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Valencia var líka búið að vinna tvo fyrstu leiki sína og vann leikinn 83-73. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Assignia Manresa þurftu á sama tíma að sætta sig við þriðja tap sitt í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi heitur í Frakklandi

Logi Gunnarsson hefur byrjað tímabilið vel með Angers í Frakklandi en hann skoraði 23 stig í öruggum sigri liðsins í gær. Logi er með 20 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum og er eins og er stigahæsti leikmaður frönsku C-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Enginn Jakob og Sundsvall tapaði fyrsta leik

Peter Öqvist, landsliðsþjálfara Íslands, tókst ekki að stýra Sundsvall Dragons til sigurs í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Sundsvall varð að sætta sig við sex stiga tap á heimavelli á móti Uppsala Basket, 74-80.

Körfubolti