Körfubolti

Fréttamynd

Vinna strákarnir fyrsta sigurinn í Höllinni í fjögur ár?

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni klukkan 15.45 í dag. Íslenska liðið vann 81-75 sigur í fyrri leik þjóðanna í Slóvakíu og því eiga strákarnir góða möguleika á því að landa sínum fyrsta heimasigri í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

18 þristar á 60 sekúndum - er þetta nýtt heimsmet?

Dave Hopla setti að eigin sögn nýtt heimsmet í þriggja stiga körfum á einni mínútu þegar hann setti niður 18 þriggja stiga skot í röð á dögunum. Hopla hefur áður sett svona skotsýningu á svið en hefur aldrei gert betur en þarna.

Körfubolti
Fréttamynd

Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina

Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob hitnar ekki fyrr en í seinni hálfleik

Jakob Örn Sigurðarson bakvörður íslenska körfuboltalandsliðsins er búinn að skora 14,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppni EM. Jakob verður í sviðsljósinu í dag þegar strákarnir taka á móti Eistum klukkan 19.15 í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír íslenskir leikmenn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur

Það hefur verið mikið álag á nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið leikur sinn fimmta leik í kvöld þegar Eistlendingar mæta í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en bæði lið hafa tapað undanförnum tveimur leikjum og þyrstir því í sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld

Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir töpuðu með 18 stigum í Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti aldrei möguleika á móti sterku liði Svartfellinga í Niksic í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Svartfellingar unnu leikinn á endanum með 18 stigum, 85-67 eftir að hafa komist mest 25 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel verður hvíldur á móti Ísrael á morgun

Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á morgun en hann er ekki orðinn nógu góður af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í upphitun fyrir Slóvakíuleikinn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir fengu skóna sína rétt fyrir æfingu

Íslenska körfuboltalandsliðið er þessa stundina á æfingu fyrir leikinn á móti Ísrael sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun en það munaði engu að sumir leikmanna liðsins þyrftu að æfa á sokkalestunum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Serbía 79-91

Ísland tapaði fyrir Serbíu 91-78 í fyrsta leik A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta í kvöld en getur engu að síður borið höfuðið hátt eftir leikinn. Liðið barðist af krafti en slakur annar leikhluti varð liðinu að falli í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkin unnu gullið í spennuleik gegn Spánverjum

Bandaríkjamenn tryggðu sér gullið í 107 - 100 sigri á Spánverjum í London. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 6 Ólympíuleikum sem Bandaríkjamenn sigra körfuboltamót Ólympíuleikanna og aðra Ólympíuleikanna í röð sem þeir sigra Spánverja í úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Carmelo og LeBron í stuði í sigri á Spánverjum

Bandaríska körfuboltalandsliðið sýndi styrk sinn í æfingaleik á móti Spáni í gærkvöldi en Bandaríkjamenn unnu þar öruggan 22 stiga sigur, 100-78, í uppgjöri liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu Ólympíuleikum. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir Ólympíuleikana í London.

Körfubolti