Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2012 13:00 Tiit Sokk, þjálfari eistneska landsliðsins, varð Ólympíumeistari með Sovetríkjunum 1988. Hér er hann lengst til vinstri á myndinni. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga. Eistar hafa unnið 2 af 4 leikjum sínum í riðlinum til þess en þeir komu mörgum á óvart með því að vinna Ísrael á útivelli í 2. umferðinni eftir að hafa unnið Slóvakíu í fyrsta leik. Eistlendingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á móti Svartfjallalandi og Serbíu. Tiit Sokk er þjálfari Eistlands og synir hans, Tanel og Sten-Timmu, eru aðal- og varaleikstjórnandi liðsins. Það er því óhætt að segja að öll stjórnun eistneska landsliðsins sé í sömu fjölskyldunni. Tiit Sokk var á sínum tíma líka leikstjórnandi og skoraði meðal annars 8 stig að meðaltali í leik með sovéska landsliðinu sem vann Ólympíugullið í Seoul 1988. Sten-Timmu Sokk (fæddur 1989) er fjórum árum yngri en bróður sinn en hann er samt aðalleikstjórnandi landsliðsins. Sten-Timmu er með 9,0 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali á 30,5 mínútum í fyrstu fjórum leikjum Eistlands í undankeppninni. Tanel Sokk (fæddur 1985) er með 6,3 stig og 1,3 stoðsendingu að meðaltali á 15,8 mínútum í undankeppninni. Þeir Sten-Timmu og Tanel spila ekki með sama liðinu í eistnesku deildinni og hefur Tanel unnið titilinn tvö ár í röð með BC Kalev/Cramo á meðan að Sten-Timmu og félagar í Tartu Ülikool hafa þurft að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Tanel var kostinn besti leikmaður úrslitanna í vor eftir 4-0 sigur á liði bróður síns í lokaúrslitunum. Sten-Timmu Sokk vann aftur á móti titilinn með Tartu Ülikool vorið 2010.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira