Körfubolti

Fréttamynd

Öll Íslendingaliðin unnu sína leiki í kvöld

Öll Íslendingaliðin voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringsson og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, styrkti stöðu sína á toppnum, Uppsala Basket, lið Helga Más Magnússonar, vann stóran sigur á heimavelli en Logi Gunnarsson lék ekki með Solna Vikings sem náði að enda fjögurra leikja taphrinu sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg mennsk troðsla

Ungur drengur gerði sér lítið fyrir og tróð bæði boltanum og sjálfum sér í gegnum körfuna þegar hann sýndi listir sínar í hálfleik á leik í NBA-deildinni fyrir stuttu.

Körfubolti
Fréttamynd

Uppsala og Solna töpuðu bæði í kvöld

Íslendingaliðin Uppsala Basket og Solna Vikings töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Liðin eru því áfram í miðri stigatöflunni, Uppsala með 26 stig í 5. sæti og Solna með 22 stig í 6. sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Léttur sigur hjá Helga Má og félögum - tap hjá Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu 36 stiga sigur á ecoÖrebro á heimavelli í sænska körfuboltanum í kvöld en Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings þurftu hinsvegar að sætta sig við stiga fimm tap eftir mjög slakan þriðja leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurgangan heldur áfram hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir skoraði 12 stig þegar TCU vann sinn áttunda sigur í röð í bandaríska háskólaboltanum í nótt. TCU vann þá 56-46 útisigur á Utah og hefur því unnið fyrstu sex leiki sína í Mountain West deildinni sem er nýtt skólamet.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena að spila vel með TCU-liðinu - myndband

Helena Sverrisdóttir hefur farið á kostum að undanförnum með liði TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum en góð frammistaða hennar á mikinn þátt í því að liðið er búið að vinna sjö leiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur vill að strákarnir vinni gull

HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins.

Handbolti
Fréttamynd

Hlynur og Jakob sterkir í naumi tapi

Sænska liðið Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson innanborðs, tapaði naumlega fyrir ríkjandi meisturum í Norrköpping Dolphins í stórskemmtilegum leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með átta stig

TCU hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í Mountain West-deildinni í bandaríska háskólaboltanum, nú síðast á Wyoming Cowgirls, 68-47.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrafn: Þessi keppni er okkur mjög mikilvæg

„Tindastóll er lið sem er í mikilli framför og það verður ekki auðvelt að mæta þeim þrátt fyrir að við séum á heimavelli,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir að ljóst var að KR-ingar fengu Tindastól í undanúrslitum Poweradebikarsins í körfubolta karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Hildur ætlar ekki að lýsa úrslitaleiknum aftur

„Við erum ánægð með það fá Hamar á heimavelli. Þær hafa verið með yfirhöndina gegn okkur í undanförnum leikjum. Mér finnst við eiga helling inni og það er bara fínt að fá svona sterkt lið strax í undanúrslitum,“ sagði Hildur Sigurðardóttir fyrirliði KR í dag eftir að dregið var í undanúrslitum Powerade-bikarsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur og Jakob með tólf sigurleiki í röð

Sundsvall Dragons hélt áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld með tólf stiga heimasigri á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 96-84. Sundsvall er nú búið að vinna tólf leiki í röð og er á toppi deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

24 stig frá Loga dugðu ekki til

Logi Gunnarsson átti góðan leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það dugði þó ekki til á útivelli á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins. Norrköping vann leikinn með 21 stigi, 90-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Taka Einar og Friðrik við Njarðvíkurliðinu?

Svo gæti farið að þeir Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson taki að sér þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Sigurður Ingimundarson hætti störfum sem þjálfari liðsins í gær eftir afleitt gengi liðsins að undanförnu.

Sport
Fréttamynd

Helena heiðruð af TCU

Helena Sverrisdóttir hefur verið útnefnd annar tveggja íþróttanámsmanna desembermánaða í háskóla hennar í Bandaríkjunum, TCU.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Ég hélt að krossböndin hefðu farið hjá mér

Jón Arnór Stefánsson meiddist illa á hné í síðasta leik CB Granada á árinu og mun af þeim sökum missa af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011. Jón Arnór spilar stórt hlutverki í liðinu, sem sést vel á því að liðið steinlá með 27 stiga mun og skoraði aðeins 57 stig í fyrsta leiknum án hans í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur hitti úr 62 prósent skota sinna í desember

Hlynur Bæringsson átti ótrúlegan desember-mánuð með sænska körfuboltaliðinu Sundsvall Dragons og átti mikinn þátt í því að liðið vann alla sex leiki sína í mánuðinum. Sundsvall Dragons er nú komið upp að hlið LF Basket í efsta sæti deildarinnar eftir níu sigurleiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír af átta bestu skyttunum í sænsku deildinni eru íslenskir

Það er athyglisvert að skoða listann yfir bestu þriggja stiga skytturnar í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en þrír íslenskir leikmenn eru nú meðal þeirra átta efstu. Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarsonar hafa allir nýtt þriggja stiga skotin sín betur en 42 prósent það sem af er tímabilinu.

Körfubolti