Körfubolti

Fréttamynd

Jón Arnór með fimm stig á móti Barcelona

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada töpuðu 78-85 á heimavelli á móti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en Granada-liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena í hópi 30 bestu leikmanna bandaríska háskólaboltans

Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir fékk mikla viðurkenningu fyrir helgi þegar í ljós kom að hún væri á John R. Wooden listanum. Á þessum lista eru 30 leikmenn í bandaríska háskólaboltanum sem kom til greina sem leikmaður ársins í vor og verða þessar stelpur því undir smásjánni hjá valnefndinni fyrir John Wooden verðlaunin í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már búinn að semja við Uppsala Basket

Helgi Már Magnússon er búinn að finna sér lið í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur en hann hefur samið við Uppsala Basket liðið sem kom mjög á óvart í úrslitakeppninni síðasta vor og sló meðal annars Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall.

Körfubolti
Fréttamynd

Kevin Durant valinn besti leikmaðurinn á HM í körfu

Bandaríkjamaðurinn Kevin Durant var valinn besti leikmaðurinn á HM í körfubolta eftir að hafa leitt bandaríska landsliðið til síns fyrsta heimsmeistaratitils í sextán ár. Bandaríkin vann öruggan 81-64 sigur á Tyrklandi í úrslitaleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn í sérflokki í úrslitaleiknum

Bandaríkjamenn urðu í kvöld heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn síðan 1994 eftir örugga 17 stiga sigur, 81-64, á Tyrkjum í úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi. Sigur Bandaríkjanna var öruggur og þeir komust mest 22 stigum yfir en bæði liðin komu taplaus inn í þennan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Tyrkir mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum

Tyrkir komust í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn í sögunni eftir æsispennandi og dramatískan undanúrslitaleik við Serba í kvöld á HM í körfubolta í Tyrklandi. Tyrkir skoruðu sigurkörfuna hálfri sekúndu fyrir leiklok og unnu 83-82.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn komnir í úrslitaleikinn á HM í körfu

Kevin Durant átti enn einn stórleikinn með bandaríska landsliðinu á HM í körfubolta í Tyrklandi þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Bandaríska liðið vann þá fimmtán stiga sigur á Litháen, 89-74, og mætir annaðhvort Tyrkjum eða Serbum í úrslitaleiknum. Bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína í keppninni fyrir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn unnu Rússa örugglega á HM í körfu

Bandaríkjamenn eru komnir í undanúrslit á HM í körfubolta í Tyrklandi eftir öruggan tíu stiga sigur á Rússum, 89-79, í átta liða úrslitum í dag. Bandaríkjamenn tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og litu aldrei til baka eftir það.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn byrja vel á HM

Bandaríkjamenn fara vel af stað á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Þeir lögðu Króatíu örugglega í gær og í dag rúlluðu Bandaríkjamenn Slóveníu upp, 99-77.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi Gunnarsson búinn að semja við Solna Vikings

Logi Gunnarsson mun spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur eins og félagar hans í landsliðinu Jakob Örn Sigurðarson, Hlynur Bæringsson og kannski Helgi Már Magnússon. Logi er búinn að gera tveggja ára samning við Solna Vikings en þetta kom fram á Karfan.is.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már og félagar úr leik

Helgi Már Magnússon og félagar hans í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir að hafa tapað fyrir deildarmeisturum Norrköping í kvöld, 111-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrannar Hólm valinn þjálfari ársins í Danmörku

Hrannar Hólm var á dögunum valinn besti þjálfarinn í dönsku kvennadeildinni í körfubolta en hann hefur gert frábæra hluti með SISU-liðið síðan hann tók við liðinu á miðju tímabili. Karfan.is segir frá þessu í dag.

Körfubolti