Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Snorri Steinn í fótspor Ólafs

Handboltamaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið hamförum í þýsku deildinni að undanförnu og var valinn í lið vikunnar í deildinni af tímaritinu Handball Woche. Þetta er í fjórða sinn sem hann er valinn í lið vikunnar á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Sigfús aftur í landsliðið

Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta tilkynnti í dag val sitt á 18 manna hópi til undirbúnings og þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins. Leiknir verða æfingaleikir við Svía hér heima í byrjun júní og gegn Hvít-Rússum í undankeppni EM. Sigfús Sigurðsson kemur aftur inn í hópinn.

Sport
Fréttamynd

Róbert og Sturla misstu af titli

Kolding tryggði sér danska meistaratitilinn í gær með öruggum sigri á Aarhus, 31-27, í oddaleik. Kolding var mikið mun betra liðið í leiknum og svo gott sem tryggði sér sigur í leiknum í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 16-8.

Sport
Fréttamynd

Dagur aftur meistari með Bregenz

Dagur Sigurðsson varð í gærkvöld Austurríkismeistari í handknattleik með liði sínu Bregenz, annað árið í röð. Bregenz tryggði sér titilinn með því að vinna Margareten 44-38 í tvíframlengdum síðari úrslitaleik liðanna. Bregenz vann einnig fyrri úrslitaleikinn. Dagur, sem einnig þjálfar liðið, skoraði fimm mörk í leiknum í gær.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Snorra gegn Wetzlar

Snorri Steinn Guðjónsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Hann skoraði tólf mörk og fiskaði fjögur vítaköst þegar Grosswallstadt lagði Wetzlar að velli, 36-34. Einar Hólmgeirsson skoraði fimm mörk fyrir Grosswallstadt. Róbert Sighvatsson var markahæstur hjá Wetzlar með sex mörk.

Sport
Fréttamynd

Annar leikur gegn Hollendingum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik leikur gegn Hollendingum í Ásgarði í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19.30. Stúlkurnar töpuðu með fjögurra marka mun í gær, 29-33.

Sport
Fréttamynd

Portland Spánarmeistarar

Portland San Antonio tryggði sér í gærkvöld Spánarmeistaratitilinn í handbolta karla þegar liðið sigraði Adeamr Leon, 27-24 í lokaumferð úrvalsdeildarinnar þar í landi. Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real hefðu hampað titlinum ef Portland liðið hefði tapað sínum því Ciudad unnu stórigur á Teucro, 36-25 þar sem Ólafur skoraði 2 mörk.

Sport
Fréttamynd

Guðmundur með stórleik

Handknattleiksliðið Kronau Östringen, sem Guðmundur Hrafnkelsson og Gunnar Berg Viktorsson leika með, sigraði Hildesheim 33-29 í fyrri leik liðanna í umspili 2. deildar í Þýskalandi í gær. Guðmundur átti stórleik og varði um 20 skot.

Sport
Fréttamynd

Færeyingar slakir

Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfingaleiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar.

Sport
Fréttamynd

Burst í Færeyjum

Íslendingar burstuðu Færeyinga með 39 mörkum gegn 18 í landsleik í handbolta karla í Færeyjum í gær. Baldvin Þorsteinsson var markahæstur íslensku leikmannanna með tíu mörk, Andri Stefan skoraði sex og Vignir Svavarsson var með fjögur.

Sport
Fréttamynd

17 marka sigur á Færeyjum

Kvennalandslið Íslands í handbolta sigraði Færeyjar í dag 31-14 í vináttulandsleik í Færeyjum. Markahæst Íslands var Arna Gunnarsdóttir með fimm mörk. Íris Björk Símonardóttir átti góðan leik í markinu og varði yfir 20 skot.

Sport
Fréttamynd

Baldvin áfram hjá Val

Baldvin Þorsteinsson handknattleiksmaður hefur ákveðið að vera áfram hjá Val. Baldur var í viðræðum við Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka en hann hefur nú tekið þá ákvörðun að halda áfram með Völsurum.

Sport
Fréttamynd

Björgvin og Ólafur til Eyja

Þessa stundina vinna menn í Vestmannaeyjum á fullu í leit að liðsstyrk fyrir karlalið ÍBV í handknattleik. Í gær skrifaði leikstjórnandinn Ólafur Víðir Ólafsson undir eins árs samning við félagið og þá bendir allt til þess að markvörðurinn Björgvin Gústavsson fylgi sömu leið, en báðir léku þeir í vetur með HK.

Sport
Fréttamynd

Grótta og KR slíta samstarfinu

Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Vilhjálmur til Skjern

Vilhjálmur Halldórsson, stórskytta Valsmanna, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern. Þetta kemur fram í dönskum fjölmiðlum í morgun.

Sport
Fréttamynd

28 landsliðskonur á ferðinni

Það verður nóg að gera hjá íslensku kvennalandsliðunum í handbolta um helgina en tvö landslið spila þá fimm landsleiki, A-liðið mætir Hollendingum í þremur leikjum og 20 ára liðið fer til Færeyja og spilar tvo leiki við heimamenn. Allir leikirnir koma til með að telja sem A-landsleikir.

Sport
Fréttamynd

Magdeburg lagði Göppingen

Arnór Atlason skoraði þrjú mörk og Sigfús Sigurðsson tvö þegar Magdeburg sigraði Göppingen 35-28 í þýska handboltanum í gær. Andreas Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA, skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen.

Sport
Fréttamynd

Meistararnir styrkja sig

Íslandsmeistarar Hauka í handboltanum hafa fengið liðsstyrk frá Vestmannaeyjum fyrir næsta tímabil en 21 árs landsliðsmaðurinn Kári Kristjánsson skrifaði undir 2 ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Þá hefur hinn eftirsótti leikstjórnandi, Andri Stefan hefur framlengt samning sinn við Hauka um 2 ár.

Sport
Fréttamynd

Dagur og félagar unnu

Dagur Sigurðsson og félagar í Bregenz sigruðu Linz 28-25 í síðari leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handbolta í gær. Dagur skoraði fjögur mörk fyrir Bregenz.

Sport
Fréttamynd

Guðjón með 5 mörk í tapleik

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk þegar Essen tapaði, 26-32, fyrir Flensburg í þýska handboltanum í gærkvöldi. Flensburg og Kiel eru efst í deildinni með 56 stig en Kiel á leik til góða.

Sport
Fréttamynd

Róbert heldur uppteknum hætti

Nýkrýndur handboltamaður ársins í Danmörku, Róbert Gunnarsson, skoraði níu mörk þegar lið hans, Arhus, sigraði Kolding, 38-34, í fyrsta leik liðanna um Danmerkurmeistaratitilinn.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá Düsseldorf

Düsseldorf sigraði Minden 26-24 í miklum falllslag í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Alexander Petterson skoraði átta mörk fyrir Düsseldorf og Markús Máni Michaelsson tvö. Düsseldorf er í 14. sæti með 21 stig og sleppur að öllum líkindum við fall vegna sigursins í gær.

Sport
Fréttamynd

Róbert og Sturla á góðri leið

Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson unnu í dag fyrsta leikinn í úrslitarimmu Århus GF og Kolding KIF um danska meistaratitilinn. Lið þeirra, Århus GF, vann 38-34 sigur og áttu Íslendingarnir báðir góðan leik. Fyrir leikinn var tilkynnt að Róbert hafði verið valinn leikmaður ársins í dönsku deildinni og er það mikill heiður fyrir hann.

Sport
Fréttamynd

Róbert leikmaður ársins í Danmörku

Tilkynnt var í dag fyrir fyrsta leik Århus GF og Kolding í úrslitarimmu um danska meistaratitilinn að Róbert Gunnarsson, leikmaður Århus, hafi verið valinn leikmaður ársins í Danmörku. Hann hefur átt frábært tímabil og er markahæstur allra leikmanna í deildinni. Hlaut Róbert 57% atkvæða en atkvæðisrétt höfðu leikmenn í efstu tveimur deildunum í Danmörku sem og danskir atvinnumenn erlendis.

Sport
Fréttamynd

Ólafur öflugur gegn Portland

Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, skoraði sjö mörk þeagar Ciudad Real sigraði Portland San Antonio á útivell, 27-24, í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Portland er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig en Ciudad Real í öðru sæti stigi á eftir. Barcelona er í þriðja sæti með 50 stig.

Sport
Fréttamynd

Aftur tap hjá handboltastúlkum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tapaði fyrir Litháen 29-24 í undankeppni Evrópumótsins í Digranesi í gær. Íslenska liðið hefur tapað báðum leikjum sínum í keppninni og ljóst að það kemst ekki áfram. Agnes Árnadóttir var markhæst í íslenska liðinu í gær með níu mörk.

Sport
Fréttamynd

Róbert og félagar undir í hálfleik

Nú stendur yfir fyrsti leikur í úrslitarimmu KIF Kolding og Århus GV um danska meistaratitilinn en Róbert Gunnarsson og Sturla Ásgeirsson leika með síðarnefnda liðinu. Staðan í hálfleik er 17-16 og hafa Íslendingarnir tveir átt góðan dag.

Sport
Fréttamynd

Bjarna sé beitt í leikmannamálum

Vestamannaeyingar gefa í skyn að formanni allsherjarnefndar Alþingis, Bjarna Benediktssyni, hafi verið beitt til að fá handknattleiksmenn til að yfirgefa ÍBV og ganga til liðs við Stjörnuna með loforði um ríkisborgararétt.

Sport
Fréttamynd

Kalandaze og Hanna best

Tite Kalandaze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru valinn leikmenn ársins í DHL-deildinni á lokahófi HSÍ á Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhanssdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum fékk Valdimarsbikarinn sem veittur er þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr og þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru valdir bestu dómararnir.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Degi og Bregenz

Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar lið hans sigraði Linz 29-27 á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistarartitilinn í gærkvöldi. Liðið mætast öðru sinni annað kvöld.

Sport