Íslenski handboltinn

Fréttamynd

Tap fyrir Ítölum í fyrsta leik

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik hóf leik í undankeppni EM á Ítalíu í gærkvöld. Ísland er í riðli með fimm öðrum liðum og komast fjögur efstu liðin áfram í umspilsleiki sem fram fara næsta sumar. Fyrsti leikur íslenska liðsins var gegn heimamönnum í gær og tapaðist með sex mörkum, 19-25.

Sport
Fréttamynd

Asinn á Íslandi kemur á óvart

"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil.

Sport
Fréttamynd

Fyrri leikurinn á Akureyri

KA og rúmenska handknattleiksfélagið Steaua Búkarest hafa komist að samkomulagi um að spila leiki liðanna heima og að heiman. Að því er fram kemur á heimasíðu KA voru einhverjar líkur á því að báðir leikirnir færu fram ytra en af því varð ekki. Fyrri leikur liðanna fer fram á Akureyri 3. desember en síðari leikurinn ytra verður spilaður 11. desember. KA sló út georgíska liðið Mamuli Tbilisi í síðustu umferð.

Sport
Fréttamynd

ÍR-ingar bíða og bíða

Erindi stjórnar handknattleiksdeildar ÍR til stjórnar HSÍ um að leik ÍR og ÍBV verði seinkað frá 17. desember til 18. desember hefur enn ekki verið svarað. Um fimm vikur eru síðan upprunaleg beiðni var lögð inn.

Sport
Fréttamynd

Sex marka tap gegn Ítölum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 25-19 fyrir því ítalska í undankeppni EM í kvöld. Staðan var 14-11 í hálfleik fyrir ítalska liðið, sem hafði yfir allan leikinn. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna með 6 mörk, en Berglind Hansdóttir fór á kostum í markinu og varði 25 skot. Íslenska liðið mætir Belgum á morgun klukkan 16.

Sport
Fréttamynd

Ísland mætir Ítalíu í dag

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Ítölum í fyrsta leiknum í undankeppni EM á Ítalíu í dag. Íslenska liðið leikur í riðli með Ítölum, Belgum, Svisslendingum, Tyrkjum og Búlgörum, en fjögur þessara liða komast áfram í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma.

Sport
Fréttamynd

Viggó leitar á náðir Patreks

Vegna meiðsla þeirra Markúsar Mána Michaelssonar og Jaliesky Garcia, hefur Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari ákveðið að kalla Patrek Jóhannesson aftur inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Morðmönnum um næstu helgi. Patrekur hefur ekki spilað landsleik lengi og hefur átt við erfið meiðsli að stríða. Hann hefur þó sýnt gamla takta við og við með Stjörnunni og skoraði m.a. 13 mörk í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Fram sigraði ÍR

Fram vann góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi í kvöld, 38-32. Sergiy Serenko skoraði 8 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson og Jóhann Einarsson skoruðu 7 hvor, en hjá heimamönnum voru þeir Ólafur Sigurjónsson og Andri Númason með sex mörk hvor. HK sigraði FH í Digranesi 29-26.

Sport
Fréttamynd

Naumur sigur Hauka

Haukar unnu nauman sigur á Víkingi/Fjölni í Grafarvogi í dag 30-28 og komust fyrir vikið í þriðja sæti deildarinnar. Þá vann topplið Vals auðveldan sigur á Selfyssingum 38-27.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan sigraði ÍBV

Einum leik er lokið í DHL-deild karla í handbolta í dag, Stjarnan tók á móti ÍBV í Ásgarði og sigraði 39-36 í miklum markaleik, þar sem jafnt var í hálfleik 19-19. Patrekur Jóhannesson fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði 13 mörk, en Ólafur Víðir Ólafsson og Goran Kuzmanovdki skoruðu 9 mörk hvor fyrir Eyjamenn.

Sport
Fréttamynd

KA sigraði Aftureldingu

Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handknattleik í kvöld. KA menn unnu góðan sigur á Aftureldingu nyrðra, 30-24 og komust þar með í fjórða sæti deildarinnar. Það var Goran Guic sem var atkvæðamestur í liði KA og skoraði 9 mörk, en Ernir Arnarsson skoraði 7 mörk fyrir Aftureldingu.

Sport
Fréttamynd

Landsliðshópurinn valinn í dag

Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari hefur gert fjórar breytingar á leikmannahóp sínum sem keppir þrjá æfingaleiki við Norðmenn hérlendis dagana 25.-28 nóvember, en í dag tilkynnti hann 16 manna hóp sinn.

Sport
Fréttamynd

Valur á toppinn

Valsmenn skelltu sér á toppinn í DHL-deild karla í kvöld með góðum sigri á Fram í Laugardalshöllinni 27-24, eftir að staðan hafði verið 12-13 í hálfleik. ÍBV og KA skyldu jöfn 32-32 í Eyjum, en leik Hauka og Stjörnunnar lauk einnig með jafntefli, 28-28.

Sport
Fréttamynd

Valur tekur á móti Fram

Það verður sannkallaður toppslagur í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í kvöld, þegar Valur tekur á móti Fram í Laugardalshöllinni. Fram er í toppsæti deildarinnar með 14 stig, en Valur kemur næst með 12 stig. ÍBV tekur á móti KA í Eyjum og þá leika Haukar og Stjarnan á Ásvöllum klukkan 20, en hinir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

Dregið í 8-liða úrslit í dag

Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handknattleik. Í karlaflokki mætast Fram og Fylkir, Þór og Stjarnan, HK og Haukar og svo FH og ÍBV. Leikirnir fara fram 6. og 7. desember. Í kvennaflokki mætast Valur og Fram, FH og Haukar, HK og ÍBV og svo bikarmeistarar Stjörnunar og Grótta. Kvennaleikirnir fara fram um miðjan janúar.

Sport
Fréttamynd

Hanna Stefánsdóttir skorað mest

Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir hefur skoraði langflest mörk allra leikmanna fyrir áramótin í DHL-deild kvenna í vetur, eða 65 mörk í 7 leikjum. Það gera 9,3 mörk að meðaltali í leik, sem er frábær árangur.

Sport
Fréttamynd

KA mætir Steua Bukarest

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Áskorendakeppni Evrópu í handbolta og KA-menn mæta þar liði Steua Bukarest frá Rúmeníu. Fyrri leikur liðanna verður á Akureyri 3. eða 4. desember, en síðari leikurinn viku síðar ytra.

Sport
Fréttamynd

Eradze frá keppni í rúma viku

Meiðslin sem markvörður Stjörnunnar, Roland Valur Eradze, varð fyrir í leiknum gegn Val í 16-liða úrslitum SS-bikars karla í síðustu viku reyndust ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann mun vera frá í rúma viku.

Sport
Fréttamynd

Haukar úr leik í Evrópu

Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið.

Sport
Fréttamynd

Valsmenn úr leik

Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir á dagskrá í kvöld

Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15.

Sport
Fréttamynd

HK sterkara á endasprettinum en Afturelding

Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir úr leik

Bikarmeistarar ÍR eru úr leik í SS-bikarnum í handbolta, en íR-ingar töpuðu fyrir Fylki í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld 31-28. HK vann Aftureldingu 28-23, Aðallið FH sigraði FH Elítuna 31-28 og Fram valtaði yfir FH B 48-14.

Sport
Fréttamynd

Á leið til Ítalíu á EM

Stefán Arnarsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, valdi í gær 22 manna æfingar­hóp fyrir undankeppni EM sem fram fer á Ítalíu í lok nóvember. Þar er Ísland í riðli með fimm öðrum liðum og komast fjögur efstu liðin í umspilsleiki sem fara fram næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Bikarmeistararnir taka á móti Fylki

Stórleikur kvöldsins er klárlega viðureign bikarmeistara ÍR og Fylkis en bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í DHL-deildinni í vetur og má því búast við fjörugri rimmu í Austurbergi í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Afturelding sigraði í Eyjum

Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga.

Sport
Fréttamynd

Hlynur sá um Stjörnuna

Lærisveinar Sigurðar Sveinssonar í Fylki unnu góðan sigur á Stjörnunni í DHL-deild karla í handknattleik í dag 21-19. Markahæstur hjá Fylki var Eymar Kruger með sex mörk, en Patrekur Jóhannesson skoraði 6 fyrir Stjörnuna. Maður leiksins var þó án efa Hlynur Morhens í marki Fylkis, en hann varði 24 skot í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Stórtap hjá Haukum í Danmörku

Karlalið Hauka tapaði stórt fyrir danska liðinu Arhus GF í Meistaradeildinni í handbolta í dag 34-21, eftir að hafa verið undir 17-7 í hálfleik. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í síðasta leik sínum í riðlakeppninni ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Fram lagði Selfoss

Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27.

Sport
Fréttamynd

Valur á toppinn

Valsmenn skelltu sér á topp DHL-deildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu ÍBV 38-34 í Laugardalshöll. ÍR bar sigurorð af Víkingi/Fjölni 31-28 á útivelli, FH vann Selfoss 36-29, Afturelding sigraði HK 27-24, Fylkir burstaði KA 33-25 og Fram og Stjarnan skildu jöfn í Garðabænum 26-26. Leik Þórs og Hauka er enn ólokið, en hann hófst ekki fyrr en klukkan 20.

Sport