Ástin á götunni

Fréttamynd

Brynjar Björn meiddur

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, meiddist á æfingu í gær og fer í myndatöku eftir helgi. Talið er að liðbönd séu tognuð sem þýðir að Brynjar verður væntanlega úr leik í sex til átta vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin héldu sínu í 1. deildinni

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en staðan á toppnum breyttist ekki þar sem þrjú efstu liðin unnu leiki sína. Topplið ÍBV vann 2-1 sigur á KS/Leiftri í Eyjum, Selfoss hélt öðru sætinu með sigri á Fjarðabyggð 4-1 og Haukar halda þriðja sætinu eftir 1-0 sigur á Þór. Þá vann Víkingur R 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur gerir tvær breytingar

Fylkir mætir liði FK Riga frá Lettlandi í seinni leik þessara liða í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta tap Eyjamanna

Tveim leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik og sínum fyrstu stigum er þeir töpuðu fyrir Haukum á útivelli, 2-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknir lagði Víking

Leiknir úr Breiðholti vann í dag sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þetta tímabilið þegar liðið vann 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Daninn Rune Koertz skoraði eina mark leiksins. Fimm leikir voru í deildinni í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U-21 árs liðið tapaði fyrir Norðmönnum

Íslenska U-21 árs landsliðið tapaði í kvöld 4-1 fyrir Norðmönnum í vináttuleik á Vodafonevellinum. Norska liðið náði 4-0 forystu í leiknum áður en Jón Vilhelm Ákason náði að laga stöðuna fyrir íslenska liðið í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U21 landsliðið mætir Noregi

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur leika tvo vináttulandsleiki. Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst næstkomandi en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Leikstaðir verða ákveðnir þegar nær dregur leikdögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Drátturinn í 32 liða úrslit bikarsins

Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. Landsbankadeildarliðin tólf koma þá inn í keppnina. Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni en leikirnir fara flestir fram 18. og 19. júní.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland stendur í stað

Ísland er áfram í 85. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca Cola, sama sæti og liðið var í síðasta mánuði. Libía, Katar, Albanía og Óman eru í næstu sætum á undan Íslandi.

Íslenski boltinn