Ástin á götunni KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. Fótbolti 21.1.2007 14:22 Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. Fótbolti 29.12.2006 17:50 Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn. Fótbolti 27.12.2006 20:06 Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag. Fótbolti 22.12.2006 18:42 Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19.12.2006 15:17 Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03 Þórólfur gefur ekki kost á sér Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 14.12.2006 19:21 Dregið í riðla í undankeppni EM Íslenska kvennalandsliðið leikur í riðli með Frökkum, Serbum, Grikkjum og Slóvenum í undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi árið 2009, en í dag var dregið í undanriðla keppninnar. Undankeppnin hefst í vor og lýkur haustið 2008, en aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst beint áfram í úrslit EM og liðin í 2.-3. sæti komast í umspil. Fótbolti 13.12.2006 13:47 Þórólfur orðaður við KSÍ Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 12.12.2006 19:43 Sigurður Eyjólfsson tekur við af Jörundi Áka Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans. Fótbolti 7.12.2006 14:31 Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. Fótbolti 4.12.2006 12:31 Geir gefur kost á sér Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist með formlegum hætti gefa kost á sér til formennsku hjá knattspyrnusambandinu eftir að Eggert Magnússon lætur af störfum snemma á næsta ári. Geir er einn fjölmargra manna sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Eggerts. Íslenski boltinn 30.11.2006 20:36 Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi. Fótbolti 18.11.2006 16:15 Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:26 Arnar Þór framlengir Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:26 Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:28 Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja. Íslenski boltinn 16.11.2006 17:28 Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. Íslenski boltinn 9.11.2006 20:09 Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. Íslenski boltinn 9.11.2006 20:09 Bindur miklar vonir við íslenska knattspyrnumenn Einn litríkasti knattspyrnumarkvörður heims, Bruce Grobbelaar segir að Ísland verði á meðal sterkustu knattspyrnuþjóða innan tíu ára. Grobbelar dúkkaði óvænt upp á knattspyrnumóti í Egilshöll um síðustu helgi. Íslenski boltinn 8.11.2006 20:18 Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Íslenski boltinn 6.11.2006 21:30 Eiður Smári gerir upp ferilinn hjá Chelsea Kl. 20:15 í kvöld verður sýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni Sýn um feril Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Sem kunnugt er gekk Eiður Smári í raðir Barcelona í sumar eftir að hafa spilað í sex ár með Chelsea. Íslenski boltinn 6.11.2006 17:10 Hefur rætt við stjórnarformann West Ham Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi við Terry Brown, stjórnarformann West Ham, í gær um hugsanlega yfirtöku fjárfestingarhóps undir hans stjórn á Lundúnarfélaginu. Fundurinn þykir gefa sterkar vísbendingar um að Eggert sé ennþá með í baráttunni um yfirtöku á félaginu. Íslenski boltinn 4.11.2006 13:38 Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga. Íslenski boltinn 3.11.2006 19:22 Valur semur við fjóra leikmenn Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem kynntir voru fjórir nýjir leikmenn sem spila munu með liðinu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þetta eru þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson úr ÍA, Daníel Hjaltason úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Gunnar Einarsson sem áður lék með KR. Íslenski boltinn 3.11.2006 14:14 Pétur Marteinsson í KR Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum. Íslenski boltinn 1.11.2006 18:11 Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu. Íslenski boltinn 1.11.2006 18:06 Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 26.10.2006 17:19 Hafþór Ægir semur við Val Hafþór Ægir Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Val í Landsbankadeildinni á næsta ári en í dag hafnaði hann tilboði frá sænska félaginu Norrköping. Umboðsmaður Hafþórs staðfesti í samtali við NFS í dag að leikmaðurinn myndi í kvöld ganga frá þriggja ára samningi við Val. Hafþór losnar undan samningi við ÍA í næstu viku. Íslenski boltinn 24.10.2006 16:19 ÍR fer upp Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild. Íslenski boltinn 24.10.2006 14:00 « ‹ 270 271 272 273 274 275 276 277 278 … 334 ›
KSÍ: Jafnar greiðslur til karla og kvenna Stjórn knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi í síðustu viku að jafna dagpeningagreiðslur til karla og kvennalandsliðanna auk þess sem kvennalandsliðinu var heitinn árangurstengdur aukastyrkur. Fótbolti 21.1.2007 14:22
Sigurður Ragnar valdi 40 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, valdi í dag sinn fyrir landsliðshóp. Um er að ræða æfingahóp sem kemur saman helgina 6.-7. janúar og undirbýr sig fyrir Algarve Cup sem fram fer í mars. Fótbolti 29.12.2006 17:50
Eiður Smári og Margrét Lára best Eiður Smári Guðjohnsen og Margrét Lára Viðarsdóttir voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins á hófi sem fram fór á Nordica nú í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Eiður Smári hreppir titilinn en Margrét Lára er að vinna hann í fyrsta sinn. Fótbolti 27.12.2006 20:06
Kristinn þjálfari U-19 ára landsliðsins Kristinn R. Jónsson var í dag ráðinn þjálfari U-19 ára landsliðs karla í fótbolta. Kristinn tekur við starfi Guðna Kjartanssonar, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður A-landsliðs kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ í dag. Fótbolti 22.12.2006 18:42
Máli ÍR og KA/Þórs lokið Sameinað lið KA og Þórs frá Akureyri leikur í Landsbankadeild kvenna næsta sumar en ekki ÍR. Þetta úrskurðaði áfrýjunardómstóll ÍSÍ í dag. ÍR vann einvígi liðanna samanlagt 3-2 í september, en tefldi fram ólöglegum leikmanni og því var norðanliðinu dæmdur 3-0 sigur. Íslenski boltinn 19.12.2006 15:17
Sævar Þór hættur hjá Fylki Sævar Þór Gíslason verður ekki með Fylkismönnum í Landsbankadeildinni á næsta keppnistímabili eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í dag. Sævar starfar á Selfossi og gaf þá skýringu að hann treysti sér ekki til að spila með liði Fylkis næsta sumar vegna anna í starfi. Íslenski boltinn 15.12.2006 18:03
Þórólfur gefur ekki kost á sér Þórólfur Árnason, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér í slagnum um formannssætið hjá Knattspyrnusambandi Íslands eins og greint var frá fyrr í vikunni. Þórólfur segist einfaldlega ekki hafa tök á því að sækja um starfið vegna anna í starfi sínu sem forstjóri Skýrr. Greint var frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 14.12.2006 19:21
Dregið í riðla í undankeppni EM Íslenska kvennalandsliðið leikur í riðli með Frökkum, Serbum, Grikkjum og Slóvenum í undankeppni EM sem fram fer í Finnlandi árið 2009, en í dag var dregið í undanriðla keppninnar. Undankeppnin hefst í vor og lýkur haustið 2008, en aðeins efsta liðið í hverjum riðli kemst beint áfram í úrslit EM og liðin í 2.-3. sæti komast í umspil. Fótbolti 13.12.2006 13:47
Þórólfur orðaður við KSÍ Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi framkvæmdastjóri Skýrr, er nefndur til sögunnar sem næsti formaður KSÍ. Þórólfur neitar því hvorki né játar að hann sé á leið í framboð. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 12.12.2006 19:43
Sigurður Eyjólfsson tekur við af Jörundi Áka Sigurður Ragnar Eyjólfsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og tekur við starfi Jörundar Áka Sveinssonar. Sigurður hefur skrifað undir tveggja ára samning við KSÍ og verður Guðni Kjartansson aðstoðarmaður hans. Fótbolti 7.12.2006 14:31
Formaður KSÍ: Halldór gefur ekki kost á sér Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til formanns, en kosið verður um hver hreppir embættið á ársþingi sambandsins í febrúar. Enn sem komið er hefur aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, gefið kost á sér. Fótbolti 4.12.2006 12:31
Geir gefur kost á sér Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist með formlegum hætti gefa kost á sér til formennsku hjá knattspyrnusambandinu eftir að Eggert Magnússon lætur af störfum snemma á næsta ári. Geir er einn fjölmargra manna sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Eggerts. Íslenski boltinn 30.11.2006 20:36
Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi. Fótbolti 18.11.2006 16:15
Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:26
Arnar Þór framlengir Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:26
Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val. Íslenski boltinn 16.11.2006 18:28
Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja. Íslenski boltinn 16.11.2006 17:28
Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. Íslenski boltinn 9.11.2006 20:09
Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. Íslenski boltinn 9.11.2006 20:09
Bindur miklar vonir við íslenska knattspyrnumenn Einn litríkasti knattspyrnumarkvörður heims, Bruce Grobbelaar segir að Ísland verði á meðal sterkustu knattspyrnuþjóða innan tíu ára. Grobbelar dúkkaði óvænt upp á knattspyrnumóti í Egilshöll um síðustu helgi. Íslenski boltinn 8.11.2006 20:18
Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Íslenski boltinn 6.11.2006 21:30
Eiður Smári gerir upp ferilinn hjá Chelsea Kl. 20:15 í kvöld verður sýndur þáttur á sjónvarpsstöðinni Sýn um feril Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Sem kunnugt er gekk Eiður Smári í raðir Barcelona í sumar eftir að hafa spilað í sex ár með Chelsea. Íslenski boltinn 6.11.2006 17:10
Hefur rætt við stjórnarformann West Ham Eggert Magnússon, formaður KSÍ, ræddi við Terry Brown, stjórnarformann West Ham, í gær um hugsanlega yfirtöku fjárfestingarhóps undir hans stjórn á Lundúnarfélaginu. Fundurinn þykir gefa sterkar vísbendingar um að Eggert sé ennþá með í baráttunni um yfirtöku á félaginu. Íslenski boltinn 4.11.2006 13:38
Þór/KA áfrýjar til ÍSÍ Enn liggur ekki fyrir hvort það verður Þór/KA eða ÍR sem tekur sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta tímabili eftir að forráðamenn kvennaliðs Þórs/KA áfrýjuðu í dag niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ til áfrýjunardómstóls ÍSÍ, þar sem endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir um það bil 10 daga. Íslenski boltinn 3.11.2006 19:22
Valur semur við fjóra leikmenn Valsmenn héldu blaðamannafund í hádeginu þar sem kynntir voru fjórir nýjir leikmenn sem spila munu með liðinu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Þetta eru þeir Hafþór Ægir Vilhjálmsson úr ÍA, Daníel Hjaltason úr Víkingi, Jóhann Helgason frá Grindavík og Gunnar Einarsson sem áður lék með KR. Íslenski boltinn 3.11.2006 14:14
Pétur Marteinsson í KR Landsliðsmaðurinn Pétur Marteinsson sem leikið hefur með Hammarby í Svíþjóð síðustu ár hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og ætlar að ganga í raðir KR. Pétur mun einnig starfa með Akademíu KR þar sem hann mun vinna með ungum knattspyrnumönnum. Íslenski boltinn 1.11.2006 18:11
Matthías skrifaði undir þriggja ára samning við FH Eins og fram kom í Fréttablaðinu í morgun hefur Valsmaðurinn Matthías Guðmundsson nú skrifað undir þriggja ára samning um að leika með Íslandsmeisturum FH. Matthías skrifaði undir hjá FH í hádeginu. Íslenski boltinn 1.11.2006 18:06
Fylkir fær góðan liðsstyrk Fylkismenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta sumar en í dag gekk félagið frá samningi við þrjá nýja leikmenn, þá David Hannah, Kristján Valdimarsson og Frey Guðlaugsson. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn 26.10.2006 17:19
Hafþór Ægir semur við Val Hafþór Ægir Vilhjálmsson mun að öllum líkindum spila með Val í Landsbankadeildinni á næsta ári en í dag hafnaði hann tilboði frá sænska félaginu Norrköping. Umboðsmaður Hafþórs staðfesti í samtali við NFS í dag að leikmaðurinn myndi í kvöld ganga frá þriggja ára samningi við Val. Hafþór losnar undan samningi við ÍA í næstu viku. Íslenski boltinn 24.10.2006 16:19
ÍR fer upp Áfrýjunardómstóll KSÍ komst í dag að niðurstöðu í leiðindamáli Þórs/KA og ÍR í 1. deild kvenna og var niðurstaðan sú að ÍR leikur í Landsbankadeild kvenna að ári en ekki Þór/KA. ÍR vann sér sæti í deildinni með sigri á norðanliðnu í umspili, en ÍR tefldi fram ólöglegum leikmanni og kærði Þór/KA það til KSÍ. Það var hinsvegar knattspyrnusambandið sem gaf grænt ljós á að leikmaðurinn spilaði og því standa úrslitin og ÍR fer upp um deild. Íslenski boltinn 24.10.2006 14:00