Ástin á götunni

Fréttamynd

Framlengt í Laugardalnum

Leikur Þróttar og KR í undanúrslitum Visabikarsins er kominn í framlengingu eftir að hvorugu liði tókst að skora eftir 90 mínútna leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð fjörugur, en sá síðari hefur ekki verið sérstaklega mikið fyrir augað.

Sport
Fréttamynd

Markalaust á Laugardalsvelli í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Þróttar og KR í undanúrslitunum í Visabikarnum, en enn hefur hvorugu liðinu tekist að skora þrátt fyrir fjölda ágætra marktækifæra. Sigurvegarinn í kvöld mætir Keflvíkingum í úrslitaleik keppninnar. Þróttur hefur aldrei náð alla leið í úrslitaleikinn.

Sport
Fréttamynd

Keflavík mætir KR eða Þrótti í úrslitaleiknum

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar en Keflavík kjöldró Víkinga í fyrri undanúrlsitaleik bikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu Keflavík 4 - Víkingur 0.

Sport
Fréttamynd

Keflvíkingar komnir í 3-0 gegn Víkingi

Keflvíkingar hafa vænlega stöðu í undanúrslitaleik VISA-bikarsins gegn Víkingum. Staðan er 3-0 Keflavík í vil. Guðmundur Steinarsson bætti við öðru marki fyrir Keflavík á 71. mínútu og Þórarinn Kristjánsson skoraði þriðja mark þeirra á 78. mínútu eftir hroðaleg mistök í vörn Víkinga. Keflvíkingar eru því að tryggja sig inn í úrslitaleik VISA-bikarsins. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld en þá mætast KR og Þróttur á Laugardalsvelli.

Sport
Fréttamynd

Keflavík hefur yfir 1-0 í hálfleik

Keflvíkingar hafa yfir 1-0 gegn Víkingi í hálfleik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikars karla. Jónas Guðni Sævarsson skorðai mark keflvíkinga á 22. mínútu. Víkingar sóttu í sig veðrið á síðustu mínútunum en náðu ekki að jafna metin.

Sport
Fréttamynd

Keflavík komið yfir gegn Víkingi

Keflavík hefur forystu gegn Víkingi í undanúrslitum VISA-bikars karla en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Jónas Guðni Sævarsson skoraði mark keflvíkinga á 22. mínútu eftir laglega sendingu frá Baldri Sigurðssyni.

Sport
Fréttamynd

HK með annan fótinn í úrvalsdeildinni

Leiknum er lokið, 4-0, fyrir HK á Kópavogsvelli, Ólafur V. Júlíusson bætti fjórða markinu við nýkominn inn á. Hermann Geir Þórsson skoraði þriðja markið. Stefán Eggertsson skoraði annað markið en Finnbogi Llorens það fyrsta. Leikurinn var í öruggum höndum HK-inga allan tíman. Þórsarar virkuðu andlausir og ekki að sjá að þarna færi lið sem væri að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Finnbogi Llorens skorar fyrir HK

Finnbogi Llorens var að skora fyrir HK-inga í fjörugum leik gegn Þór á Kópavogsvelli og staðan því orðin 1-0 fyrir HK. HK-ingar sækja hart að marki Þórsara og leika hörku sóknarbolta.

Sport
Fréttamynd

HK - Þór

Nú stendur yfir leikur HK og Þórs í fyrstu deildinni í knattspyrnu. Takist HK-ingum að sigra eru þeir hársbreidd frá því að tryggja liðinu sæti í úrvalsdeild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Vísir mun fylgjast sérstaklega með þessum leik í dag.

Sport
Fréttamynd

Svíar tóku öll völd á vellinum

Leik Íslands og Svíþjóðar í kvennaboltanum var að ljúka á Laugardalsvelli, 0-4 urðu lokatölur leiksins. Íslendingar léku fyrri hálfleikinn vel og áttu ekki slikið að vera marki undir í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku Svíar hinsvegar öll völd á vellinum og lönduðu auðveldum sigri. Hannah Ljungberg systir Freddy Ljunberg lék vel fyrir Svía en náði ekki að skora.

Sport
Fréttamynd

0-1 í hálfleik

Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum í landsleik Íslands og Svíþjóðar í kvennaboltanum. Svíar leiða með einu marki gegn engu, Malin Monström skoraði markið úr umdeildri vítaspyrnu. Íslenska liðið hefur leikið vel það sem af er leiks og vörnin er þétt.

Sport
Fréttamynd

Dæmdur í tveggja leikja bann

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli á dögunum. Það verður Elísabet Gunnarsdóttir sem tekur við liðinu á meðan Jörundur tekur bannið út, en hún er þjálfari Vals og ungmennalandsliðsins. Jörundur verður því í banni í þeim tveimur leikjum sem íslenska liðið á eftir að spila í riðli sínum, hinn fyrri er gegn Svíum hér heima á morgun.

Sport
Fréttamynd

KR-ingar í annað sætið

KR-ingar skutust í annað sæti Landsbankadeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði ÍBV 2-0 í vesturbænum. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR í kvöld. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var afar óhress með leik sinna manna í kvöld og sagði þá hafa spilað eins og "helvítis lopasokka og aumingja" í fyrri hálfleiknum í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Sýn.

Sport
Fréttamynd

KR hefur yfir gegn ÍBV

Nú hefur verið flautað til leikhlés í viðureignunum þremur sem standa yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Björgólfur Takefusa skoraði bæði mörk KR sem hefur yfir 2-0 gegn ÍBV í Frostaskjóli sem sýndur er í beinni á Sýn. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark ÍA sem hefur yfir 1-0 gegn Keflavík á Skaganum og markalaust er hjá Grindvíkingum og Víkingi í Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Birkir í byrjunarliði ÍBV

Gamla kempan Birkir Kristinsson hefur tekið fram hanskana á ný og er í byrjunarliði ÍBV sem sækir KR heim í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Birkir lagði hanskana á hilluna í fyrra, en hefur nú snúið aftur til að koma fyrrum félögum sínum í ÍBV til bjargar í markmannsvandræðum þeirra. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum kvöldsins á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport
Fréttamynd

KR - ÍBV í beinni á Sýn

Þrír leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld, en hér er um að ræða fyrstu leikina í 15. umferðinni. Leikur KR og ÍBV verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 17:50 frá KR-velli. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum á Skipaskaga og þá eigast við Grindavík og Víkingur suður með sjó. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00.

Sport
Fréttamynd

Þrír leikir í kvöld

Fimmtánda umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. KR mætir ÍBV vestur í bæ, ÍA tekur á móti Keflavík og Grindavík og Víkingur mætast suður með sjó. Umferðinni lýkur síðan á sunnudag þegar FH tekur á móti Breiðablik og Valsmenn heimsækja Fylki í Árbæinn.

Sport
Fréttamynd

Skorað fyrir gott málefni

Landsbanki Íslands, aðalstyrktaraðili efstu deildar karla- og kvenna í knattspyrnunni hér á landi, hefur í tilefni af 120 ára afmæli sínu ákveðið að hrinda af stað verkefni sem kallað hefur verið "Skorað fyrir gott málefni." Bankinn ætlar að gefa veglega fjárhæð til styrktar hjartveikum börnum fyrir hvert skorað mark í næstu umferð karla- og kvennadeildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Vona að FH misstígi sig enn frekar

Baldur Sigurðsson er leikmaður 14. umferðar landsbankadeildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk Keflavíkur í 2-1 sigri á Íslandsmeisturum FH og verið öflugur með liðinu í allt sumar.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik mætir Val í úrslitum

Það verða bikarmeistarar Breiðabliks sem mæta Val í úrslitum Visabikarsins í knattspyrnu eftir að liðið vann 2-0 sigur á Fjölni á heimavelli sínum í Kópavogi í kvöld. Áður höfðu Valsstúlkur lagt Stjörnuna 2-1 og það verður því sannkallaður draumaúrslitaleikur í kvennaflokki í ár. Erna B. Sigurðardóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Valur í úrslitaleikinn

Valsstúlkur tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Visabikarsins í knattspyrnu þegar þær lögðu Stjörnuna 2-1 í undanúrslitaleik á Valbjarnarvelli. Björk Gunnarsdóttir kom gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks, en þær Katrín Jónsdóttir og Rakel Logadóttur tryggðu Val sigurinn með mörkum um miðjan hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Leikur Vals og Stjörnunnar að hefjast

Leikur Vals og Stjörnunnar í undanúrslitum Visa-bikarsins í kvennaflokki er nú hafinn á Valbjarnarvelli og klukkan 17:30 hefst hin undanúrslitaviðureignin, en þar eigast við Breiðablik og toppliðið í fyrstu deild, Fjölnir.

Sport
Fréttamynd

Ármann Smári semur við Brann

Norska liðið Brann hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara FH um kaup á varnarmanninum Ármanni Smára Björnssyni og því líklegt að hann spili sinn síðasta leik fyrir FH gegn Breiðablik um næstu helgi. Ármann hefur gert þriggja ára samning við Brann, en hann hefur spilað mjög vel fyrir Íslandsmeistarana í sumar.

Sport
Fréttamynd

Valur og Víkingur gerðu jafntefli

Valur og Víkingur gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var hundleiðinlegur og fengu þeir 878 áhorfendur sem borguðu sig inn á völlinn afar lítið bitastætt fyrir peninginn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur ÍBV - Keflavík lagði FH

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í Landsbankadeild karla er nú lokið. Eyjamenn unnu mikilvægan 2-1 sigur á Grindvíkingum í Eyjum, Keflvíkingar skelltu Íslandsmeisturunum 2-1 á heimavelli sínum og KRingar lögðu Blika 1-0 á útivelli. Leikur Vals og Víkings hefst nú klukkan 20.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í frábærum leik í Árbænum

Fylkir og ÍA skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í Árbænum í kvöld. Skagamenn fóru afar illa að ráði sínu í síðari hálfleiknum, því Heimir Einarsson kom þeim í 3-1 á 79. mínútu leiksins. Þeir Sævar Þór Gíslason og Haukur Ingi Guðnason jöfnuðu fyrir Fylki með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Þrátt fyrir harða sókn Fylkis á lokamínútunum, tókst þeim þó ekki að tryggja sér sigurinn og Skagamenn því heppnir að tryggja sér stig eftir að hafa verið með leikinn í höndum sér.

Sport
Fréttamynd

Fylkir minnkar muninn

Sævar Þór Gíslason er búinn að minnka muninn í 2-1 fyrir Fylki gegn Skagamönnum í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Sævar Þór kom inná sem varamaður fyrir Christian Christiansen í fyrri hálfleik og hefur náð að setja svip sinn á leikinn. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn komnir í 2-0

Skagamenn eru komnir í 2-0 gegn Fylki í Árbænum í leik liðanna í Landsbankadeildinni. Bjarni Eggerts Guðjónsson skoraði annað mark Skagamanna beint úr aukaspyrnu á 32. mínútu með einstaklega glæsilegum hætti og kemur gestunum í góða stöðu. Áður hafði Guðjón Sveinsson komið Skagamönnum í 1-0. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Skagamenn komnir yfir

Það tók Skagamenn aðeins um 6 mínútur að ná forystunni gegn Fylki í sjónvarpsleiknum á Sýn, en þar var að verki Guðjón Heiðar Sveinsson sem skoraði eftir snarpa sókn gestanna. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi.

Sport