Ástin á götunni Drogba kemur Chelsea yfir Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því. Sport 13.10.2005 19:43 Ajax lagði Roosendaal Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni Sport 13.10.2005 19:43 Barcelona vann Konungsbikarinn Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Sport 13.10.2005 19:43 Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag. Sport 13.10.2005 19:43 Carvalho skilinn eftir í stúkunni Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag. Sport 13.10.2005 19:43 Eiður byrjar inni á gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Arsenal í dag kl. 15 og leikur hann á miðjunni ásamt Frank Lampard og Claude Makelele. Nýjasti leikmaður félagsins og sá dýrasti, Mickael Essien er á varamannabekknum en hann var í vikunni keyptur frá Lyon í Frakklandi fyrir 26 milljónir punda. Sport 13.10.2005 19:43 Auðveldur sigur á Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum. Sport 13.10.2005 19:43 Breiðablik og KS skildu jöfn Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig. Sport 13.10.2005 19:43 Chelsea hafði sigur gegn Arsenal Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik. Sport 13.10.2005 19:43 Lyon efst í Frakklandi Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið. Sport 13.10.2005 19:43 Edu frá í 6 mánuði Brasilíski miðjumaðurinn Edu sem gekk í raði spænska knattspyrnuliðsins Valencia frá Arsenal á dögunum meiddist alvarlega á æfingu í dag og missir fyrir vikið af nær öllu tímabilinu á Spáni. Edu sleit krossband í vinstra hné í dag og þarf nú að gangast undir uppskurð að sögn læknis félagsins. Sport 13.10.2005 19:43 Þrjú lið áfram með fullt hús Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Sport 13.10.2005 19:43 Man Utd lagði Aston Villa Man Utd vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir skalla frá Olof Mellberg varnarmanni Villa sem ætlaði að hreinsa boltann frá eftir sendingu inn í teig frá Christiano Ronaldo. Man Utd hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Sport 13.10.2005 19:43 Búum okkur undir erfiðan leik Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Sport 13.10.2005 19:43 Stjarnan á toppinn í 2. deild Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16. Sport 13.10.2005 19:43 Lundúnaslagur á Brúnni í dag Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Sport 13.10.2005 19:43 Gylfi í byrjunarliði Leeds Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni. Sport 13.10.2005 19:43 Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra. Sport 13.10.2005 19:43 Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Sport 13.10.2005 19:43 Markalaust í hálfleik hjá Man Utd Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45. Sport 13.10.2005 19:43 Tindastóll lagði Fjarðabyggð Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig. Sport 13.10.2005 19:43 Íslendingarnir í ensku 1.deildinni Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði 2-2 jafntefli við Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Mark Jóhannesar kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu en hann lék allan leikinn. Gylfi Einarsson lék allan leikinn í liði Leeds sem sigraði Wolves 2-0. Sport 13.10.2005 19:43 Liverpool lagði Sunderland Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hófst 15 mínútum seinna en aðrir leikir. Liverpool er þar með komið með 4 stig í deildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrogh í 1. umferðinni um síðustu helgi. Sport 13.10.2005 19:43 Jói Kalli búinn að skora Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skorað fyrir Leicester gegn Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta þar sem staðan er 2-2. Jóhannes skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Sport 13.10.2005 19:43 Heiðar kom inn á hjá Fulham Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem sigraði nýliða Wigan 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Charlton hefur þar með unnið báða fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði Fulham sem tapaði 2-1 fyrir Blackburn. Sport 13.10.2005 19:43 Notts County gerði jafntefli Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik. Sport 13.10.2005 19:43 Jafnt á Ásvöllum Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrstu deild karla í kvöld. Kristján Ómar Björnsson og Hilmar Rafn Emilsson gerðu mörk Hauka en mörk Ólafsvíkinga gerðu þeir Alexander Linta úr víti og Hermann Geir Þórisson. Sport 13.10.2005 19:43 Houllier vill Baros, ekki Cisse Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi er sagður hafa gert 8,5 milljón punda tilboð í framherjann Milan Baros hjá Liverpool og hefur játað áhuga sinn á að fá leikmanninn til liðs við frönsku meistarana. Sport 13.10.2005 19:43 Þeir ættu að reka Eriksson Fyrrum landsliðsmaðurinn Mick Channon segir að enska knattspyrnusambandið ætti að sjá sóma sinn í að reka landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson, eftir útreiðina sem liðið fékk á Parken í Kaupmannahöfn í 4-1 tapinu í vikunni. Sport 13.10.2005 19:43 Luque ekki til Newcastle Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle hefur viðurkennt að félaginu hafi enn á ný mistekist að klófesta sterkan sóknarmann og sá nýjasti er Alberto Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni. Sport 13.10.2005 19:43 « ‹ 312 313 314 315 316 317 318 319 320 … 334 ›
Drogba kemur Chelsea yfir Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því. Sport 13.10.2005 19:43
Ajax lagði Roosendaal Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni Sport 13.10.2005 19:43
Barcelona vann Konungsbikarinn Real Betis sigraði Barcelona með tveimur mörkum gegn einu í seinni leik liðanna um meistarabikarinn á Spáni. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og því 4-2 samtals. Samuel Eto´o skoraði fyrsta markið á 15. mínútu en Dani skoraði síðan tvívegis á fimm mínútna kafla um miðjan hálfleikinn. Sport 13.10.2005 19:43
Byrjunarliðið gegn Hvít-Rússum Nú klukkan 14 hófst á Laugardalsvelli leikur Íslands og Hvíta Rússlands í undankeppni HM 2007 í knattspyrnu kvenna og hefur Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnt byrjunarlið Íslands en Ásthildur Helgadóttir er snúin til baka eftir erfið meiðsli og er hún fyrirliði liðsins í dag. Sport 13.10.2005 19:43
Carvalho skilinn eftir í stúkunni Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var skilinn útundan og ekki hafður í 16 manna leikmannahópi Chelsea gegn Arsenal í dag. Jose Mourinho knattspyrnustjóri er ekki þekktur fyrir að taka hlutina neinum vettlingatökum og notaði tækifærið í dag og útskyrði fjarveru varnarmannsins í ræðu sinni fyrir leikinn í dag. Sport 13.10.2005 19:43
Eiður byrjar inni á gegn Arsenal Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Arsenal í dag kl. 15 og leikur hann á miðjunni ásamt Frank Lampard og Claude Makelele. Nýjasti leikmaður félagsins og sá dýrasti, Mickael Essien er á varamannabekknum en hann var í vikunni keyptur frá Lyon í Frakklandi fyrir 26 milljónir punda. Sport 13.10.2005 19:43
Auðveldur sigur á Hvít-Rússum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum. Sport 13.10.2005 19:43
Breiðablik og KS skildu jöfn Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig. Sport 13.10.2005 19:43
Chelsea hafði sigur gegn Arsenal Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik. Sport 13.10.2005 19:43
Lyon efst í Frakklandi Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið. Sport 13.10.2005 19:43
Edu frá í 6 mánuði Brasilíski miðjumaðurinn Edu sem gekk í raði spænska knattspyrnuliðsins Valencia frá Arsenal á dögunum meiddist alvarlega á æfingu í dag og missir fyrir vikið af nær öllu tímabilinu á Spáni. Edu sleit krossband í vinstra hné í dag og þarf nú að gangast undir uppskurð að sögn læknis félagsins. Sport 13.10.2005 19:43
Þrjú lið áfram með fullt hús Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu. Sport 13.10.2005 19:43
Man Utd lagði Aston Villa Man Utd vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir skalla frá Olof Mellberg varnarmanni Villa sem ætlaði að hreinsa boltann frá eftir sendingu inn í teig frá Christiano Ronaldo. Man Utd hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Sport 13.10.2005 19:43
Búum okkur undir erfiðan leik Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum. Sport 13.10.2005 19:43
Stjarnan á toppinn í 2. deild Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16. Sport 13.10.2005 19:43
Lundúnaslagur á Brúnni í dag Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum. Sport 13.10.2005 19:43
Gylfi í byrjunarliði Leeds Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni. Sport 13.10.2005 19:43
Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra. Sport 13.10.2005 19:43
Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Sport 13.10.2005 19:43
Markalaust í hálfleik hjá Man Utd Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45. Sport 13.10.2005 19:43
Tindastóll lagði Fjarðabyggð Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig. Sport 13.10.2005 19:43
Íslendingarnir í ensku 1.deildinni Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði 2-2 jafntefli við Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Mark Jóhannesar kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu en hann lék allan leikinn. Gylfi Einarsson lék allan leikinn í liði Leeds sem sigraði Wolves 2-0. Sport 13.10.2005 19:43
Liverpool lagði Sunderland Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hófst 15 mínútum seinna en aðrir leikir. Liverpool er þar með komið með 4 stig í deildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrogh í 1. umferðinni um síðustu helgi. Sport 13.10.2005 19:43
Jói Kalli búinn að skora Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skorað fyrir Leicester gegn Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta þar sem staðan er 2-2. Jóhannes skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Sport 13.10.2005 19:43
Heiðar kom inn á hjá Fulham Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem sigraði nýliða Wigan 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Charlton hefur þar með unnið báða fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði Fulham sem tapaði 2-1 fyrir Blackburn. Sport 13.10.2005 19:43
Notts County gerði jafntefli Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik. Sport 13.10.2005 19:43
Jafnt á Ásvöllum Haukar og Víkingur Ólafsvík gerðu 2-2 jafntefli á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrstu deild karla í kvöld. Kristján Ómar Björnsson og Hilmar Rafn Emilsson gerðu mörk Hauka en mörk Ólafsvíkinga gerðu þeir Alexander Linta úr víti og Hermann Geir Þórisson. Sport 13.10.2005 19:43
Houllier vill Baros, ekki Cisse Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Lyon í Frakklandi er sagður hafa gert 8,5 milljón punda tilboð í framherjann Milan Baros hjá Liverpool og hefur játað áhuga sinn á að fá leikmanninn til liðs við frönsku meistarana. Sport 13.10.2005 19:43
Þeir ættu að reka Eriksson Fyrrum landsliðsmaðurinn Mick Channon segir að enska knattspyrnusambandið ætti að sjá sóma sinn í að reka landsliðsþjálfara sinn Sven-Göran Eriksson, eftir útreiðina sem liðið fékk á Parken í Kaupmannahöfn í 4-1 tapinu í vikunni. Sport 13.10.2005 19:43
Luque ekki til Newcastle Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle hefur viðurkennt að félaginu hafi enn á ný mistekist að klófesta sterkan sóknarmann og sá nýjasti er Alberto Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni. Sport 13.10.2005 19:43