Meistaradeildin

Fréttamynd

Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel vill fá Robin van Persie til AC Milan

Mark van Bommel vill fá landa sinn Robin van Persie til AC Milan en hann talaði um það í viðtali við ítalska blaðið Il Giorno. AC Milan setti á svið góða sýningu fyrir Van Persie á dögunum þegar liðið vann 4-0 stórsigur á Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Daniel Alves: Við erum ekkert án Guardiola

Daniel Alves, brasilíski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur bæst í hóp þeirra sem pressa á þjálfarann Pep Guardiola að skrifa undir nýjan samning við félagið. Alves býst við að Guardiola skrifi undir nýjan samning en hann skrifaði undir eins árs samning á svipuðum tíma á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter tapaði enn einum leiknum

Ekkert gengur hjá ítalska stórliðinu Inter þessa dagana en liðið tapaði enn einum leiknum í kvöld - í þetta sinn fyrir Marseille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Basel skellti Bayern í Sviss

Valentin Stocker tryggði litla liðinu frá Sviss, FC Basel, góðan 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Andre Villas-Boas óskar eftir stuðningi frá eiganda Chelsea

Portúgalinn Andre Villas-Boas er mikið í fréttum þessa dagana enda hefur fátt gengið upp hjá knattspyrnustjóranum unga hjá Chelsea. Enska liðið leikur í kvöld gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hefur Villas-Boas óskað eftir því að stjórn félagsins styðji við bakið á honum með formlegum hætti.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez orðaður við Chelsea | hitnar undir Villas-Boas

Nafn Spánverjans Rafa Benitez hefur skotið upp á yfirborðið í enskum fjölmiðlum og segir Daily Mail að Benitez gæti tekið við liði Chelsea eftir þetta keppnistímabil. Það hefur nánast ekkert gengið upp hjá hinum unga Andre Villas-Boas frá Portúgal frá því hann tók við liði Chelsea. Og eigandi liðsins, Rússinn Roman Abramovich er ósáttur við gengi liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skytturnar þrjár eru nú í Napólí

André Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea mæta stórskemmtilegu Napólí-liði í 16 liða úrslitum Meist-aradeildarinnar í kvöld. Reynir Leósson hefur skoðað Ítalana sem skildu eftir Man. City í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho óttast frostið og gervigrasið í Moskvu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur talað mikið um erfiðar aðstæður fyrir leik hans manna á móti CSKA Moskvu í Meistaradeildinni á morgun. Leikurinn fer fram á gervigrasi á Luzhniki Stadium og er búist við tíu stiga frosti á meðan leiknum stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Napoli má ekki stýra liðinu gegn Chelsea

Walter Mazzarri, þjálfari Napoli, má ekki stjórna liði sínu í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en ítalska liðið mætir þar enska liðinu Chelsea. Mazzarri áfrýjaði tveggja leikja banni sínu en dómur aganefndar UEFA stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld

Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport

Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

Fótbolti