Meistaradeildin

Fréttamynd

Mancini: Erum með gríðarlega reynslumikla menn

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér stóra hluti í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu og telur að lið hans sé klárt í slaginn. Mancini vill meina að Man. City sé með nægilega mikla reynslu og leikmenn liðsins hafi þau gæði sem þurfi til ná langt í þessari keppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Bolt hefði ekki einu sinni getað náð Pato

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tók upp hanskann fyrir varnarlínu sína eftir 2-2 jafntefli við AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Varnarmenn liðsins voru eins og áhorfendur þegar Brasilíumaðurinn Alexandre Pato skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 24 sekúndur.

Fótbolti
Fréttamynd

Malouda hrósar Torres

Florent Malouda, vængmaður Chelsea, hrósaði framherjanum Fernando Torres eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í kvöld. Torres lagði upp bæði mörk Chelsea í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta frá í mánuð

Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, meiddist í leiknum gegn AC Milan í kvöld og varð að fara af velli. Nú er ljóst að hann verður frá í mánuð vegna meiðslanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Szczesny. Ég átti ekki möguleika í þetta skot

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, var nokkuð sáttur við stigið gegn Dortmund á útivelli í kvöld. Arsenal var ekki fjarri því að ná sigri en þrumufleygur Perisic undir lokin bjargaði stigi fyrir heimamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas: Þetta var sanngjarn sigur

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í kvöld. Það tók Chelsea 67 mínútur að brjóta Leverkusen niður og enska liðið vann að lokum 2-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckenbauer: Götze eins og Messi

Franz Beckenbauer hefur mikið álit á Mario Götze, hinum unga leikmanni Dortmund í Þýskalandi. Fullyrt hefur verið að Arsenal reyndi að kaupa kappann fyrir 30 milljónir evra í síðasta mánuði en þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Fá Lampard og Terry frí í kvöld?

Chelsea mætir Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld og segir Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea, að hann ætli að gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn Zlatan gegn Barcelona

Í kvöld verður flautað til leiks í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Boðið er upp á sannkallaðan risaslag í fyrstu umferð þegar AC Milan sækir Evrópumeistara Barcelona heim.

Fótbolti
Fréttamynd

Rafael Benitez: Barcelona er þrepi fyrir ofan Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter, segir að Barcelona-liðið sé betra í stakk búið til að vinna titla á þessu tímabili en erkifjendur þeirra í Real Madrid. Barcelona vann tvo stærstu titlana á síðustu leiktíð, Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn, en Real Madrid varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Barca í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti