Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Fólk geti gengið frá kaup­samningum sjálft

Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. 

Lífið
Fréttamynd

Furðar sig á miklum um­svifum hins opin­bera á fast­eigna­markaði

Þegar litið er til þess að ný ríkisstjórn hefur sett fram afar tímabær sjónarmið um eðlilega hagræðingu í hinu opinbera kerfi þá sé ástæða til að spyrja hvað það er sem kallar á mikil umsvif ríkisins á fasteignamarkaði, að mati stjórnarformanns Kaldalóns, en fasteignasafn þess víðsvegar um landið telur vel yfir fimm hundruð þúsund fermetra. Miðað núverandi hlutdeild Kaldalóns á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis, sem Samkeppniseftirlitið hefur skilgreint sem fákeppnismarkað, telur hann vera raunhæft markmið að fasteignafélagið geti stækkað á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Bleik og ævin­týra­leg miðbæjarperla

Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung

Brimgarðar ehf., sem eru í eigu systkinanna sem kennd eru við Mata, eiga nú tuttugu prósenta hlut í Eik fasteignafélagi. Félagið keypti hluti fyrir alls 238 milljónir króna á föstudag. Systkinin eiga í gegnum önnur félög önnur 13,6 prósent í Eik.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vopnin bíta ekki

Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Íslands halda ekki aftur af hækkun húsnæðisliðar í vísitölu. Hækkun vaxta dregur úr kaupum launafólks á fasteignum, sem fer í staðinn á leigumarkað þar sem þrýstingur myndast og leiguverð hækkar með tilheyrandi áhrifum á húsnæðislið verðbólgunnar. Skortur á lóðum til uppbyggingar húsnæðis viðheldur háum vöxtum.

Umræðan
Fréttamynd

Sí­fellt erfiðara fyrir al­menning að eignast þak yfir höfuðið

Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign.

Umræðan
Fréttamynd

Halla Hrund og Kristján selja í­búðina í Foss­vogi

Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og þingmaður Framsóknarflokksins, og eiginmaður hennar Kristján Freyr Kristjánsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 50 skills, hafa sett íbúð sína við Snæland í Fossvogi á sölu. Ásett verð er 99,4 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Þor­steinn og Hulda selja í Hlíðunum

Hjónin, Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og Hulda Jóns Tölgyes sálfræðingur, hafa sett glæsilega og mikið endurnýjaða íbúð við Drápuhlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 98 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa sett parhúsið sitt í Urriðaholti á sölu. Ásett verð eru rétt rúmar tvö hundruð milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að flýta upp­byggingu í Úlfarsárdal

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Innlent
Fréttamynd

Staðan á húsnæðis­markaði: Of­fram­boð af röngu meðal­tali

Síðustu tíu ár hefur húsnæðiskostnaður að jafnaði valdið 58% verðbólgunnar. Þróunin hefur ýtt undir eignaójöfnuð milli kynslóða, gert Seðlabankanum erfitt fyrir að nýta stjórntæki sín með góðu móti og skapað þrýsting á vinnumarkaði, enda verður húsnæði sífellt þyngri byrði í bókhaldi heimila.

Skoðun
Fréttamynd

Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópa­vogi

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið.

Lífið
Fréttamynd

LIVE selt um þriðjunginn af öllum bréfum sínum í Eik á fá­einum vikum

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem var þangað til fyrir skemmstu einn allra stærsti hluthafinn í Eik, hefur að undanförnu haldið áfram að selja hratt niður stöðu sína í fasteignafélaginu og á innan við tveimur mánuðum er sjóðurinn búinn að losa um þriðjunginn af eignarhlut sínum. Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins heldur hins vegar á sama tíma áfram að stækka stöðuna í Eik en nýr forstjóri tekur við fyrirtækinu eftir aðalfund í næsta mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi skemmtistaðarins Priksins, hefur sett íbúð sína við Þorfinnsgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 103,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Heimir selur í­búð í 101

Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Báta­skýlinu fylgir risa­stórt ein­býlis­hús

„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.

Lífið
Fréttamynd

Skammtímaleiga í þétt­býli verði af­mörkuð við lög­heimili

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lagður skortur

Hlutverk sveitarfélaga er að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði, hagkvæmri húsnæðisuppbyggingu og -öryggi. Ljóst er að skipulagsyfirvöld hafa frekar beint sjónum að öðrum markmiðum eins og samgöngum og þéttingu byggðar. Það eru að sönnu mikilvæg markmið en þau réttlæta ekki að sveitarfélögin vænræki helstu skyldur sínar og sinni ekki lögbundnu hlutverki sínu.

Umræðan