Smygl

Fréttamynd

Rafrettukóngur og eig­andi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot

Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum.

Innlent
Fréttamynd

Reyndist ekki faðir stúlknanna

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Kanna­bis en ekki kjólar í kassanum

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði.

Innlent
Fréttamynd

Með 800 grömm af kókaíni innan­klæða

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega átta hundruð grömm af kókaíni með flugi til landsins í janúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Kom til landsins með kíló af kókaíni inn­vortis

Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudaginn til tuttugu mánaða fangelsisvistar og greiðslu rúmra tveggja milljón króna í sakarkostnað fyrir að hafa farið með rúmt kíló af kókaíni földu innvortis til Íslands með flugi frá París.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Danir á­kærðir í skútu­máli

Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 

Innlent
Fréttamynd

Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni

Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins.

Innlent
Fréttamynd

160 kíló af hassi voru í skútunni

Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Tvö burðar­dýr fá þunga dóma

Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi

Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands.

Innlent