Héðan og þaðan

Fréttamynd

Söluhagnaður Straums-Burðaráss 16 milljarðar króna

Söluhagnaður Straums-Burðaráss af sölu á tæplega fjórðungshlut fyrirtækisins í Íslandsbanka nemur um 16 milljörðum króna, að sögn Þórðar Más Jóhannessonar forstjóra. Miklar vangaveltur eru þegar uppi um frekari eignatilfærslur hér innanlands eftir að Straumur-Burðarás fékk um 80 milljarða króna fyrir hlutinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starbucks vinnur vörumerkjamál í Kína

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur unnið mál í Kína sem hún höfðaði á hendur þarlendri kaffihúsakeðju vegna þess að vörumerki hennar þótt of líkt vörumerki Starbucks. Málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár og var málið talið prófmál í Kína þar sem erlend fyrirtæki hafa mörg hver kvartað undan því að kínversk fyrirtæki reyni að nýta sér fræg vörumerki sér til framdráttar.

Erlent
Fréttamynd

Pálmi kaupir 12 prósenta hlut í sænskri ferðaskrifstofu

Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Fons, hefur keypt tólf prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket og er þar með stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Þetta kemur fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Industri. Þar segir einnig að Pálmi hafi greitt um 400 milljónir íslenskra króna fyrir hlutinn, en hann á einnig stærstan hlut í sænska lággjaldaflugfélaginu Flyme.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hannes fær fjórar milljónir í forstjóralaun á mánuði

Hannes Smárason, sem varð forstjóri FL Group þegar Ragnhildur Geirsdóttir lét af því starfi í október, fær fjórar milljónir króna í mánaðarlaun og sjö aðrir lykil starfsmenn félagsins fá 2,2 milljónir á mánuði auk bónusgreiðslu sem ákveðin verður í árslok. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group til Kauphallarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun hlutabréfa langt umfram spár

Hækkanir á skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands hafa aldrei verið meiri á einu ári en á árinu 2005. Forstjóri Kauphallarinnar segir erfitt að spá um hvernig næsta ár þróast.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu

Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna.

Innlent
Fréttamynd

Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Promens hf.

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, hefur verið ráðin forstjóri Promens hf. frá 1. janúar næstkomandi. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin

Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Eitthvað rortið við íslenkt bankaveldi?

Er eitthvað rotið í íslensku bankaveldi spyr Skotlandsbanki í nýlegri greiningu sinni á KB banka. Bankinn taki óþarfa áhættu og spurningar vakni varðandi fjármögnun og eignatengsl. Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Radings gaf hins vegar KB banka hæstu einkunn í dag og segir horfur í rekstrinum stöðugar.

Innlent
Fréttamynd

Enn eykst skuldabréfaútgáfa erlendra aðila

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er nú komin yfir hundrað og fimmtán milljarða króna. Deutsche Bank gaf í gær út skuldabréf fyrir um einn milljarð króna og verða þau innleysanleg í september á næsta ári. Hlé hafði verið á útgáfunni síðan ellefta þessa mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Allir bankarnir nema KB banki hafa hækkað íbúðalánavexti

Íslandsbanki hefur hækkað vexti íbúðalána úr 4,15% í 4,35%. Í tilkynningu frá bankanum segir að þetta sé gert vegna hækkana Íbúðalánasjóðs á íbúðalánum sínum. Hækkanirnar taka strax gildi. Þá hafa allir bankarnir nema KB-banki tilkynnt hækkun á vöxtum íbúðalána. Í morgun hækkaði SPRON vexti sína í 4,35% og fyrir nokkru hækkað Landsbankinn sína vexti í 4,45%.

Innlent
Fréttamynd

Söluaukning um 13,3 prósent

Sala Marels fyrstu níu mánuði þessa árs nam 94,3 milljónum evra, eða jafnvirði 7,5 milljarða íslenskra króna. Þetta er um 13,3 prósenta aukning frá fyrra ári.

Innlent
Fréttamynd

Hlutafjáraukning hjá FL Group

Hlutafé í FL Group verður aukið um fjörutíu og fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Þar með er talið hlutafé sem afhent verður sem hluti kaupverðs í skiptum fyrir hluti í Sterling flugfélaginu. Viðskiptavakt verður bæði í Landsbankanum og Kaupþingi banka.

Innlent
Fréttamynd

Lítil svör um kaupin á Sterling

Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist.

Innlent
Fréttamynd

Sljóleiki gagnvart ofurkjörum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að kaupréttarsamningar helstu stjórnenda Kaupþings banka orki tvímælis en þeir séu ekki einangrað tilvik, svona samningar séu mun útbreiddari en áður.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisumsvif fækka tækifærum kvenna

Það var vel við hæfi að setjast niður í hádeginu með Ástu Möller á veitingastaðnum Maður lifandi, sem býður einungis upp á heilsurétti og er rekinn af tveimur konum. Ásta tók nýlega við framkvæmdastjórn í Liðsinni sem sérhæfir sig meðal annars í heilsuvernd og sjálf vill hún auka veg kvenna í atvinnulífi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framleiddi karamellur í kjallaranum

Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju.

Viðskipti innlent