NFS Spítalinn hennar Hildar Fimm Íslendingar hafa starfað á skjálftasvæðum í Pakistan á vegum Rauða krossins og sá sjötti er á leiðinni út, þyrluflugmaður. Íslendingarnir gegna margvíslegum störfum, eins og þegar hefur komið fram, og í bænum Abbottabad má finna íslenskan hjúkrunarfræðing sem stjórnar tjaldsjúkrahúsi fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Stöð 2 21.12.2005 14:19 Fjallaþorp í Kasmír Aðstæður þeirra sem nú dvelja í tjöldum eða jafnvel úti undir berum himni langt uppi í Himalayafjöllum eru nöturlegar. Þarna eru karlar, konur og börn sem hafa misst allt sitt en eru staðráðin í að þrauka í vetur. Snjórinn byrjar að falla fyrir alvöru á næstu dögum og þá er óvíst um framtíð hjálparstarfsins. Læknar eru þegar farnir að sjá tilfelli lungnabólgu og iðrapesta og það er sennilega bara byrjunin. Við skulum fara upp í fjöllin og líta á aðstæður þeirra sem þar ætla að búa í vetur. Stöð 2 21.12.2005 14:24 Blóðvellir heimilanna Markhópurinn eru börn og unglingar. Samt leikur vafi á því hvort efnið sé við hæfi barna. Tugir ef ekki hundruð ofbeldisfullra tölvuleikja eru til sölu í verslunum á Íslandi. Í Kompási í kvöld kynnumst við meðal annars tölvuleik þar sem mannæta er í aðalhlutverki og veltum fyrir okkur hvaða áhrif slíkir leikir geti haft á börn og unglinga. Stöð 2 14.12.2005 10:34 Geðveik tónlist Já, í Kompási í kvöld fjöllum við um listamann sem á við geðhvörf að stríða; listamann sem allir helstu tónlistarmenn Íslands vilja spila með. Tónlistin er hjartnæm enda kemur hún beint frá hjartanu. Einlæg með eindæmum. Stöð 2 14.12.2005 10:39 Evran Peningar eru ekki allt en án þeirra staðnar samfélagið. Spurt er; staðnar íslenskt samfélag, taki það ekki upp gjaldmiðil Evrópusambandsins? Þær raddir verða sífellt háværari sem vilja að Íslandi efli tengslin við Evrópusambandið, kasti krónunni fyrir róða og taki upp Evruna. En er það hægt? Og er það hægt án þess að ganga í ESB? Stöð 2 4.12.2005 23:32 Actavis Actavis starfar á markaði sem þúsundir fyrirtækja keppa á, frmaleiðir og selur samheitalyf en Actavis gerir fleira. Actavis kaupir fyrirtæki í sama geira. Af sextíu fyrirtækjum sem félagið hefur kannað stöðuna hjá hefur það keypt tuttugu. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hvað Actavis getur stækkað mikið. Það starfar nú þegar í meira en 30 löndum og er að hasla sér völl í einu mikilvægasta hagkerfi heims, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Stöð 2 4.12.2005 23:31 Dauðadópið II Hún býr við algert svartnætti, segir að kerfið hafi brugðist sér og hugsar um það eitt að verða sér úti um lyf sem hún leysir upp og sprautar í æð, raunar í opið sár. Við vörum eindregið við myndunum sem fylgja með þessari umfjöllun, þær eru alls ekki við hæfi barna og viðkvæmra. Við höldum áfram umfjöllun um læknadópið sem flæðir yfir fíkniefnamarkaðinn. En hvaðan koma þessi efni? Konan kaupir þau dýrum dómum, bæði á götunni og fær þau ávísuð hjá lækni. Stöð 2 4.12.2005 23:29 Dauðadópið - Contalgin Dauðadópið flæðir yfir íslenskan fíkniefnamarkað. Contalgin er morfín, skylt heróíni. Það er ætlað krabbameinssjúkum en er orðin heitasta söluvaran á götunni. Sex manns deyja á hverju ári á Íslandi vegna ofneyslu morfínlyfja og alls hafa þrjátíu manns látist á síðustu fimm árum. Stöð 2 27.11.2005 23:49 Keisaraskurður - tíkin Sara Besti vinur mannsins á allt gott skilið. Hann hefur setið við fótskör meistara síns frá aldaöðli og lýtur núorðið ekki lakari kjara en hann, klæddur í nýjasta tískufatnað, snyrtur á sérstökum hársnyrtistofum og fær læknisþjónustu ekki síður en mannfólkið. Tíkin Sara þurfti á fæðingarhjálp að halda. Kompás fylgdist með þegar eigandi hennar fór með hana á dýraspítalann í Víðidal til að bjarga lífi hennar og hvolpanna. Stöð 2 27.11.2005 23:47 Læknadóp, Evran og tíkin Sara Í Kompási annað kvöld, sunnudag 27. nóvember verður fjallað um læknadóp og sýnt fram á hve auðvelt er að nálgast pillurnar sem ganga kaupum og sölum á götunni. Þá verður ítarleg fréttaskýring um Evruna og loks fylgir Kompás tíkinni Söru í keisaraskurð á dýraspítalann í Víðidal. Stöð 2 26.11.2005 14:55 Fyrirtækið Sigur Rós Sigur Rós er ekki bara hljómsveit. Sigur Rós er fyrirtæki, fyrirtæki sem veltir tugum milljóna króna á hverju ári! Erlendir aðdáendur trúa því að hljómsveitin njóti liðsinnis álfa við tónlistarsköpunina og hafa keypt meira en tvær milljónir platna. Stöð 2 24.11.2005 01:15 Smiðir á svörtu Öll samfélög eiga sér "svart hagkerfi", misstórt eftir þjóðum. Á svarta markaðnum á Íslandi er í auknum mæli töluð - útlenska! Rannsókn Kompáss hefur leitt í ljós að Litháar, sem vinna hér á landi á grundvelli þjónustusamninga, eru með á bilinu 20 til 30 þúsund krónur á mánuði. Stöð 2 24.11.2005 00:41 Alvöru fréttaskýringaþáttur Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Innlent 18.11.2005 21:33 « ‹ 1 2 3 ›
Spítalinn hennar Hildar Fimm Íslendingar hafa starfað á skjálftasvæðum í Pakistan á vegum Rauða krossins og sá sjötti er á leiðinni út, þyrluflugmaður. Íslendingarnir gegna margvíslegum störfum, eins og þegar hefur komið fram, og í bænum Abbottabad má finna íslenskan hjúkrunarfræðing sem stjórnar tjaldsjúkrahúsi fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Stöð 2 21.12.2005 14:19
Fjallaþorp í Kasmír Aðstæður þeirra sem nú dvelja í tjöldum eða jafnvel úti undir berum himni langt uppi í Himalayafjöllum eru nöturlegar. Þarna eru karlar, konur og börn sem hafa misst allt sitt en eru staðráðin í að þrauka í vetur. Snjórinn byrjar að falla fyrir alvöru á næstu dögum og þá er óvíst um framtíð hjálparstarfsins. Læknar eru þegar farnir að sjá tilfelli lungnabólgu og iðrapesta og það er sennilega bara byrjunin. Við skulum fara upp í fjöllin og líta á aðstæður þeirra sem þar ætla að búa í vetur. Stöð 2 21.12.2005 14:24
Blóðvellir heimilanna Markhópurinn eru börn og unglingar. Samt leikur vafi á því hvort efnið sé við hæfi barna. Tugir ef ekki hundruð ofbeldisfullra tölvuleikja eru til sölu í verslunum á Íslandi. Í Kompási í kvöld kynnumst við meðal annars tölvuleik þar sem mannæta er í aðalhlutverki og veltum fyrir okkur hvaða áhrif slíkir leikir geti haft á börn og unglinga. Stöð 2 14.12.2005 10:34
Geðveik tónlist Já, í Kompási í kvöld fjöllum við um listamann sem á við geðhvörf að stríða; listamann sem allir helstu tónlistarmenn Íslands vilja spila með. Tónlistin er hjartnæm enda kemur hún beint frá hjartanu. Einlæg með eindæmum. Stöð 2 14.12.2005 10:39
Evran Peningar eru ekki allt en án þeirra staðnar samfélagið. Spurt er; staðnar íslenskt samfélag, taki það ekki upp gjaldmiðil Evrópusambandsins? Þær raddir verða sífellt háværari sem vilja að Íslandi efli tengslin við Evrópusambandið, kasti krónunni fyrir róða og taki upp Evruna. En er það hægt? Og er það hægt án þess að ganga í ESB? Stöð 2 4.12.2005 23:32
Actavis Actavis starfar á markaði sem þúsundir fyrirtækja keppa á, frmaleiðir og selur samheitalyf en Actavis gerir fleira. Actavis kaupir fyrirtæki í sama geira. Af sextíu fyrirtækjum sem félagið hefur kannað stöðuna hjá hefur það keypt tuttugu. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hvað Actavis getur stækkað mikið. Það starfar nú þegar í meira en 30 löndum og er að hasla sér völl í einu mikilvægasta hagkerfi heims, Bandaríkjum Norður-Ameríku. Stöð 2 4.12.2005 23:31
Dauðadópið II Hún býr við algert svartnætti, segir að kerfið hafi brugðist sér og hugsar um það eitt að verða sér úti um lyf sem hún leysir upp og sprautar í æð, raunar í opið sár. Við vörum eindregið við myndunum sem fylgja með þessari umfjöllun, þær eru alls ekki við hæfi barna og viðkvæmra. Við höldum áfram umfjöllun um læknadópið sem flæðir yfir fíkniefnamarkaðinn. En hvaðan koma þessi efni? Konan kaupir þau dýrum dómum, bæði á götunni og fær þau ávísuð hjá lækni. Stöð 2 4.12.2005 23:29
Dauðadópið - Contalgin Dauðadópið flæðir yfir íslenskan fíkniefnamarkað. Contalgin er morfín, skylt heróíni. Það er ætlað krabbameinssjúkum en er orðin heitasta söluvaran á götunni. Sex manns deyja á hverju ári á Íslandi vegna ofneyslu morfínlyfja og alls hafa þrjátíu manns látist á síðustu fimm árum. Stöð 2 27.11.2005 23:49
Keisaraskurður - tíkin Sara Besti vinur mannsins á allt gott skilið. Hann hefur setið við fótskör meistara síns frá aldaöðli og lýtur núorðið ekki lakari kjara en hann, klæddur í nýjasta tískufatnað, snyrtur á sérstökum hársnyrtistofum og fær læknisþjónustu ekki síður en mannfólkið. Tíkin Sara þurfti á fæðingarhjálp að halda. Kompás fylgdist með þegar eigandi hennar fór með hana á dýraspítalann í Víðidal til að bjarga lífi hennar og hvolpanna. Stöð 2 27.11.2005 23:47
Læknadóp, Evran og tíkin Sara Í Kompási annað kvöld, sunnudag 27. nóvember verður fjallað um læknadóp og sýnt fram á hve auðvelt er að nálgast pillurnar sem ganga kaupum og sölum á götunni. Þá verður ítarleg fréttaskýring um Evruna og loks fylgir Kompás tíkinni Söru í keisaraskurð á dýraspítalann í Víðidal. Stöð 2 26.11.2005 14:55
Fyrirtækið Sigur Rós Sigur Rós er ekki bara hljómsveit. Sigur Rós er fyrirtæki, fyrirtæki sem veltir tugum milljóna króna á hverju ári! Erlendir aðdáendur trúa því að hljómsveitin njóti liðsinnis álfa við tónlistarsköpunina og hafa keypt meira en tvær milljónir platna. Stöð 2 24.11.2005 01:15
Smiðir á svörtu Öll samfélög eiga sér "svart hagkerfi", misstórt eftir þjóðum. Á svarta markaðnum á Íslandi er í auknum mæli töluð - útlenska! Rannsókn Kompáss hefur leitt í ljós að Litháar, sem vinna hér á landi á grundvelli þjónustusamninga, eru með á bilinu 20 til 30 þúsund krónur á mánuði. Stöð 2 24.11.2005 00:41
Alvöru fréttaskýringaþáttur Kompás, nýr íslenskur fréttaskýringaþáttur hefur göngu sína á sunnudag. Þátturinn verður vikulega á dagskrá á samtengdum rásum nýju fréttastöðvarinnar NFS og Stöðvar 2. Hér er um alvöru fréttaskýringaþátt að ræða þar sem vönduð og hispurslaus rannsóknarblaðamennska er höfð í hávegum. Innlent 18.11.2005 21:33