Fjármálamarkaðir Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Viðskipti innlent 8.11.2023 13:01 Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:10 Opinber sjóðasjóður sem fjárfestir ekki bara í Danmörku breytti miklu Einn af lykilþáttum þess að efla nýsköpunarumhverfið í Danmörku var að koma á laggirnar opinberum sjóði sem fjárfestir í vísisjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðasjóðurinn fjárfestir ekki einungis í dönskum vísisjóðum heldur einnig í alþjóðlegum sjóðum í von um að hluti af fjármagninu muni rata til danskra fyrirtækja, sagði Tommy Andersen, meðstofnandi að danska vísisjóðnum byFounders, en hann hefur veitt dönskum og íslenskum stjórnvöld ráðgjöf um sprotaumhverfið. Innherji 7.11.2023 14:19 Fjárfestar með „augun á baksýnisspeglinum“ og sjá ekki tækifæri Kviku Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða. Innherji 6.11.2023 18:33 Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs. Innherji 6.11.2023 15:17 Samskipti skráðra félaga við hluthafa: Vandrataður vegur Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa. Umræðan 6.11.2023 09:00 Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Viðskipti innlent 4.11.2023 17:49 Síminn sektaður um 76 milljónir Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla Viðskipti innlent 3.11.2023 19:09 Skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta afkomu Kviku af starfseminni í Bretlandi Erfiðar aðstæður á mörkuðum halda áfram að setja mark sitt á afkomu Kviku og minnkuðu tekjur af kjarnarekstri um liðlega 14 prósent á þriðja fjórðungi en framvirka bókin hjá bankanum er „miklu minni“ en áður sem hefur talsverð neikvæð áhrif á tekjumyndun, að sögn bankastjórans. Framlegðin af starfsemi Ortus í Bretlandi, sem hefur valdið vonbrigðum frá kaupunum í ársbyrjun 2022, ætti að halda áfram að batna með væntingum um hækkandi vaxtamun og verið sé að skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta fjármögnunarkostnað félagsins. Innherji 3.11.2023 11:49 Kvika hagnast um tæpa fjóra milljarða Hagnaður Kviku banka fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Heildareignir námu 328 milljörðum og eigið fé samstæðunnar voru 80 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2.11.2023 19:45 Eftirbátar annarra norrænna banka í arðsemi sem hafa stóraukið vaxtatekjurnar Stærstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa séð vaxtatekjur sínar aukast að jafnaði um liðlega helming á milli ára sem ræður hvað mestu um að þeir eru nánast undantekningalaust að skila verulega betri arðsemi en íslensku bankarnir. Á meðan vaxtamunur bankanna hér á landi hefur haldist á svipuðum stað síðustu tólf mánuði þá hefur hann aukist nokkuð hjá öðrum norrænum bönkum samhliða hækkandi vaxtastigi, einkum vegna meiri vaxtamunar þeirra á innlánum. Innherji 2.11.2023 14:31 Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“ Innherji 1.11.2023 15:48 Ríkisskuldabréf og Mark Twain Ríkisskuldabréf flestra vestrænna landa hafa alla jafnan verið talin með öruggustu eignum í heimi. Þá hafa skuldabréf í mynt þar sem viðkomandi land hefur peningaprentunarvaldið almennt talist sérstaklega öruggur fjárfestingakostur. Það er vegna þess að ef ekki er afgangur af rekstri ríkissjóðs til afborgana þá mun seðlabanki landsins einfaldlega prenta peninga til þess að kaupa skuldabréfið til baka, ekki satt? Umræðan 31.10.2023 08:11 Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Innlent 27.10.2023 23:30 „Þetta er blóðugt“ Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Innlent 27.10.2023 19:01 Skuldabréfamarkaðurinn verið að dýpka og veltuhlutfallið ekki hærra um árabil Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða. Innherji 17.10.2023 10:51 Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. Innlent 11.10.2023 12:30 Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 10.10.2023 12:20 Indó sparisjóður metinn á 2,1 milljarð króna Indó sparisjóður var metinn á 2,1 milljarð króna við síðustu áramót í ársreikningi fjárfestingafélagsins Iceland Venture Studios sem Bala Kamallakharan fer fyrir. Eignasafn félagsins, sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum, er metið á um 800 milljónir. Innherji 9.10.2023 16:36 Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. Innherji 5.10.2023 14:36 Virðist vera „kappsmál“ sumra verkalýðsfélaga að tala upp verðbólguvæntingar Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ Innherji 5.10.2023 09:56 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. Innherji 4.10.2023 17:24 „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. Viðskipti innlent 4.10.2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ Innherji 4.10.2023 08:54 Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. Innherji 2.10.2023 09:59 Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa tók snarpa dýfu eftir kaup erlends sjóðs Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku. Innherji 30.9.2023 16:48 Háir langtímavextir vestanhafs minnka áhuga fjárfesta á „framandi“ mörkuðum Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt. Innherji 29.9.2023 09:42 Verðbólguálagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám greinenda Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert. Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir. Innherji 28.9.2023 18:25 Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum. Innherji 28.9.2023 15:09 Landsbréf: Lífeyrissjóðir ættu að mega eiga stærri hlut í sjóðum Landsbréf, sjóðastýring Landsbankans, segir óþarfi að banna lífeyrssjóðum, eins og lög geri, að eiga meira en 25 prósent af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og stærri hluta en 20 prósent í öðrum sjóðum eða félögum. Innherji 27.9.2023 14:01 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 12 ›
Arion eignaðist 1,2 prósent í Marel með innlausninni Forstjóri Marel síðustu tíu ár er hættur eftir að Arion banki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest stærsta hluthafa í fyrirtækinu. Arion banki eignast næstum fimm prósent í fjárfestingarfélaginu eftir innlausnina. Viðskipti innlent 8.11.2023 13:01
Árni Oddur hættir hjá Marel vegna deilna við Arion Árni Oddur Þórðarson er hættur sem forstjóri Marel eftir tíu ára starf. Það gerði hann vegna réttaróvissu eftir að Arionbanki leysti til sín hlutabréf hans í Eyri Invest, stórum hluthafa í Marel. Viðskipti innlent 7.11.2023 19:10
Opinber sjóðasjóður sem fjárfestir ekki bara í Danmörku breytti miklu Einn af lykilþáttum þess að efla nýsköpunarumhverfið í Danmörku var að koma á laggirnar opinberum sjóði sem fjárfestir í vísisjóðum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Sjóðasjóðurinn fjárfestir ekki einungis í dönskum vísisjóðum heldur einnig í alþjóðlegum sjóðum í von um að hluti af fjármagninu muni rata til danskra fyrirtækja, sagði Tommy Andersen, meðstofnandi að danska vísisjóðnum byFounders, en hann hefur veitt dönskum og íslenskum stjórnvöld ráðgjöf um sprotaumhverfið. Innherji 7.11.2023 14:19
Fjárfestar með „augun á baksýnisspeglinum“ og sjá ekki tækifæri Kviku Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða. Innherji 6.11.2023 18:33
Vísisjóðir á eftir sprotum sem seldir verða fyrir meira en 100 milljónir dala Fjögur íslensk fyrirtæki, sem eitt sinn voru sprotar, hafa verið seld fyrir meira en 100 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna. Vísisjóðir þurfa að selja einhver fyrirtæki í eignasafninu fyrir slíkar fjárhæðir til að ná góðri ávöxtun. Innlendir vísisjóðir eru með rúmlega 140 erlenda meðfjárfesta í fyrirtækjunum sem þeir styðja við, segir stjórnandi vísisjóðs. Innherji 6.11.2023 15:17
Samskipti skráðra félaga við hluthafa: Vandrataður vegur Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi góðra og hreinskiptinna samtala á milli stjórnar félags og hluthafa þess. Slík samtöl hafa á undanförnum árum orðið snar þáttur í eigendastefnum fjárfesta, þá sér í lagi stofnanafjárfesta sem kjósa í auknum mæli að beita sér sem virkir hluthafar, auk þess að gagnast stjórnum félaga við að draga fram og öðlast skilning á sjónarmiðum ólíkra hluthafa. Umræðan 6.11.2023 09:00
Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Viðskipti innlent 4.11.2023 17:49
Síminn sektaður um 76 milljónir Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla Viðskipti innlent 3.11.2023 19:09
Skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta afkomu Kviku af starfseminni í Bretlandi Erfiðar aðstæður á mörkuðum halda áfram að setja mark sitt á afkomu Kviku og minnkuðu tekjur af kjarnarekstri um liðlega 14 prósent á þriðja fjórðungi en framvirka bókin hjá bankanum er „miklu minni“ en áður sem hefur talsverð neikvæð áhrif á tekjumyndun, að sögn bankastjórans. Framlegðin af starfsemi Ortus í Bretlandi, sem hefur valdið vonbrigðum frá kaupunum í ársbyrjun 2022, ætti að halda áfram að batna með væntingum um hækkandi vaxtamun og verið sé að skoða „ýmsar leiðir“ til að bæta fjármögnunarkostnað félagsins. Innherji 3.11.2023 11:49
Kvika hagnast um tæpa fjóra milljarða Hagnaður Kviku banka fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Heildareignir námu 328 milljörðum og eigið fé samstæðunnar voru 80 milljarðar króna. Viðskipti innlent 2.11.2023 19:45
Eftirbátar annarra norrænna banka í arðsemi sem hafa stóraukið vaxtatekjurnar Stærstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum hafa séð vaxtatekjur sínar aukast að jafnaði um liðlega helming á milli ára sem ræður hvað mestu um að þeir eru nánast undantekningalaust að skila verulega betri arðsemi en íslensku bankarnir. Á meðan vaxtamunur bankanna hér á landi hefur haldist á svipuðum stað síðustu tólf mánuði þá hefur hann aukist nokkuð hjá öðrum norrænum bönkum samhliða hækkandi vaxtastigi, einkum vegna meiri vaxtamunar þeirra á innlánum. Innherji 2.11.2023 14:31
Gagnrýnir lífeyrissjóði og segir að þeir hafi „frekar ýtt undir vandann“ á markaði Aðstæður á innlendum fjármálamörkuðum á árinu hafa verið „með því verra sem sést hefur“ frá fjármálahruninu 2008 þar sem meðal annars smæð markaðarins, lítill sem enginn seljanleiki og mikið útflæði fjármagns hefur valdið „ákveðnum markaðsbresti“ og ýkt sveiflur á gengi félaga í báðar áttir, að sögn vogunarsjóðstjóra. Hann gagnrýnir lífeyrissjóðina, sem eiga liðlega helming af öllum skráðum hlutabréfum, fyrir sinnuleysi gagnvart hlutabréfamarkaðinum með því að beita sér lítið við þessar krefjandi aðstæður og „frekar ýtt undir vandann.“ Innherji 1.11.2023 15:48
Ríkisskuldabréf og Mark Twain Ríkisskuldabréf flestra vestrænna landa hafa alla jafnan verið talin með öruggustu eignum í heimi. Þá hafa skuldabréf í mynt þar sem viðkomandi land hefur peningaprentunarvaldið almennt talist sérstaklega öruggur fjárfestingakostur. Það er vegna þess að ef ekki er afgangur af rekstri ríkissjóðs til afborgana þá mun seðlabanki landsins einfaldlega prenta peninga til þess að kaupa skuldabréfið til baka, ekki satt? Umræðan 31.10.2023 08:11
Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Innlent 27.10.2023 23:30
„Þetta er blóðugt“ Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Innlent 27.10.2023 19:01
Skuldabréfamarkaðurinn verið að dýpka og veltuhlutfallið ekki hærra um árabil Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða. Innherji 17.10.2023 10:51
Telur að forsætisráðherra hefði átt að óska eftir afsögn fyrir löngu Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að forsætisráðherra hefði átt að fara fram á að Bjarni Benediktsson segði af sér ráðherraembætti um leið og kom í ljós að faðir hans var á meðal kaupenda að hlut ríkisins í Íslandsbanka. Samkvæmt lögum hefði fjármálaráðherra átt að vita af aðild föður síns þegar hann samþykkti að selja hlutinn í bankanum. Þá myndi það hvergi gerast í nágrannalöndum að ráðherra sem segir af sér embætti sé samstundis orðaður við annan ráðherrastól. Innlent 11.10.2023 12:30
Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn. Innherji 10.10.2023 12:20
Indó sparisjóður metinn á 2,1 milljarð króna Indó sparisjóður var metinn á 2,1 milljarð króna við síðustu áramót í ársreikningi fjárfestingafélagsins Iceland Venture Studios sem Bala Kamallakharan fer fyrir. Eignasafn félagsins, sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum, er metið á um 800 milljónir. Innherji 9.10.2023 16:36
Það sé hluthöfum Kviku til hagsbóta að selja TM úr samstæðunni Eftir mikla lækkun á hlutabréfaverði Kviku að undanförnu er ljóst að TM er orðið verulega undirverðlagt innan samstæðu bankans og því eru það hagsmunir hluthafa að selja eininguna frá sér, að sögn greinanda á markaði, en líklegustu kaupendurnir verða að teljast Íslandsbanki og Landsbankinn. Sé litið á efnislegt eigið fé TM er markaðsvirði félagsins, miðað verðlagningu hinna tryggingafélaganna á markaði, líklega nokkuð vel undir 30 milljörðum um þessar mundir. Innherji 5.10.2023 14:36
Virðist vera „kappsmál“ sumra verkalýðsfélaga að tala upp verðbólguvæntingar Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ Innherji 5.10.2023 09:56
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. Innherji 4.10.2023 17:24
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. Viðskipti innlent 4.10.2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ Innherji 4.10.2023 08:54
Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raunvextir verði „háir lengi“ Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum. Innherji 2.10.2023 09:59
Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa tók snarpa dýfu eftir kaup erlends sjóðs Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku. Innherji 30.9.2023 16:48
Háir langtímavextir vestanhafs minnka áhuga fjárfesta á „framandi“ mörkuðum Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt. Innherji 29.9.2023 09:42
Verðbólguálagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám greinenda Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert. Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir. Innherji 28.9.2023 18:25
Fjárfestingafélag Heiðars hagnast um nærri hálfan milljarð Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Sýnar, skilaði tæplega 470 milljóna króna hagnaði í fyrra en Ursus seldi þá allan eignarhlut sinn í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Góð afkoma Ursus í fyrra skýrist einkum af uppfærslu á óbeinum eignarhlut félagsins í HS Veitum. Innherji 28.9.2023 15:09
Landsbréf: Lífeyrissjóðir ættu að mega eiga stærri hlut í sjóðum Landsbréf, sjóðastýring Landsbankans, segir óþarfi að banna lífeyrssjóðum, eins og lög geri, að eiga meira en 25 prósent af hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og stærri hluta en 20 prósent í öðrum sjóðum eða félögum. Innherji 27.9.2023 14:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent