Afsögn Halldórs Ásgrímssonar

Fréttamynd

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Halldór ekki á leið í Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Guðni sáttur

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa sóst eftir öðru ráðuneyti en Landbúnaðarráðuneytinu. Hann lítur ekki svo á að verið sé að stilla Valgerði Sverrisdóttur upp sem formannsefni á móti sér.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn kynnt eftir klukkustund

Ný ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde verður að líkindum kynnt á blaðamannafundi sem hefst á eftir klukkan hálf þrjú. Það er Halldór Ásgrímsson sem boðar til fundarins sem verður í Alþingishúsinu. NFS sendir beint út frá fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn í Reykjavík klofin

Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu.

Innlent