Stj.mál Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. Innlent 19.9.2006 11:10 Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Innlent 18.9.2006 17:09 Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. Innlent 18.9.2006 16:39 Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. Innlent 18.9.2006 14:28 Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Innlent 18.9.2006 12:41 Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. Innlent 18.9.2006 12:02 Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. Innlent 18.9.2006 10:08 Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor. Innlent 17.9.2006 23:06 Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. Innlent 17.9.2006 16:31 Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. Innlent 17.9.2006 15:45 Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag. Innlent 15.9.2006 21:00 Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi. Innlent 15.9.2006 14:06 Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag. Innlent 15.9.2006 13:40 Samið um menningarsamskipti við Kína Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína. Innlent 15.9.2006 11:11 Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins. Innlent 15.9.2006 09:59 Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar. Innlent 14.9.2006 16:04 Reyksíminn styrktur um sex milljónir króna Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Innlent 14.9.2006 15:34 Varnarviðræður hafnar í Washington Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 15:29 Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót. Innlent 14.9.2006 14:46 Vonast eftir að viðræðum ljúki í næstu viku Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna hefjast á ný í dag í Washington. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 11:45 Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Innlent 14.9.2006 12:07 Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu. Innlent 14.9.2006 10:52 Kristján stefnir á annað sætið Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri fyrir komandi þingkosningar. Innlent 14.9.2006 10:24 Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Innlent 14.9.2006 09:25 Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 17:18 Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.9.2006 17:07 Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 14:57 Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. Innlent 13.9.2006 14:51 Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59 Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. Innlent 13.9.2006 10:02 « ‹ 24 25 26 27 28 29 30 31 32 … 187 ›
Vinstri - grænir í Reykjavík ákveða framboðsmál Vinstri - grænir í Reykjavík halda í kvöld fund þar sem afgreidd verður tillaga um fyrirkomulag á forvali fyrir komandi alþingiskosningar. Tillagan gerir ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi þann 11. nóvember. Innlent 19.9.2006 11:10
Utanríkisráðherra á allsherjarþing SÞ Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Innlent 18.9.2006 17:09
Össur nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson var í dag kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins á Hótel Glym í Hvalfirði fyrr í dag. Á fundinum voru Kristján L. Möller endurkjörinn varaformaður og Þórunn Sveinbjarnardóttir endurkjörin ritari þingflokksins. Innlent 18.9.2006 16:39
Forsetahjónin á ráðstefnu í New York Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaeff forsetafrú að taka þátt í ráðstefnunni Clinton Global Initiative í New York í vikunni. Ráðstefnuna sækja fjölmargir þjóðarleiðtogar og forystumenn í alþjóðamálum. Innlent 18.9.2006 14:28
Verðbólga á Íslandi sú mesta innan EES Verðbólga á Íslandi var sú mesta innan Evrópska efnhagssvæðisins frá ágúst 2005 til ágústmánaðar í ár. Þetta leiða nýjar tölur Hagstofunnar í ljós. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, reyndist 7,1 prósent á tímabilinu en var 2,3 prósent að meðaltali í ríkjum EES og á evrusvæðinu. Innlent 18.9.2006 12:41
Vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vandar föðurlega um fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni, sem að öllum líkindum býður sig fram í annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á móti Birni. Innlent 18.9.2006 12:02
Vilja að Konukot verði áfram opið Femínistafélag Íslands skorar á formann Velferðarsviðs Reykjavíkur að endurskoða tillögur um að leggja niður Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur. Innlent 18.9.2006 10:08
Jón Gunnarsson sækist eftir 1. sæti Jón Gunnarsson alþingismaður hefur ákveðið að sækjast eftir því að leiða framboðslista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninga til Alþingis í vor. Innlent 17.9.2006 23:06
Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag. Innlent 17.9.2006 16:31
Skreytir sig með stolnum fjöðrum Gudrun Schyman forystukona sænska kvennaframboðsins fer með fleipur þegar hún fullyrðir að framboð þeirra sé fyrsta feminíska kvennaframboðið í heiminum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ein af frumkvöðlum íslenska kvennaframboðsins, segir að Gudrun viti betur, enda hafi hún komið hingað til lands fyrir tveimur árum og kynnst frumkvöðlastarfi íslenskra kvennalistakvenna. Innlent 17.9.2006 15:45
Margrét hugsanlega á leið úr stjórnmálum Talið er að Margrét Frímannsdóttir ,formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hætti í pólitík. Hún hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún tilkynni um pólitíska framtíð sína á kjördæmisráðsfundi Suðurkjördæmis á sunnudag. Innlent 15.9.2006 21:00
Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi. Innlent 15.9.2006 14:06
Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag. Innlent 15.9.2006 13:40
Samið um menningarsamskipti við Kína Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína. Innlent 15.9.2006 11:11
Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins. Innlent 15.9.2006 09:59
Lýsir yfir stuðningi við starfsemi Barnahúss Kvenfélagasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við starfssemi Barnahúss og minnt á ályktun þess efnis sem samþykkt var á Landsþingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri í sumar. Innlent 14.9.2006 16:04
Reyksíminn styrktur um sex milljónir króna Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að styrkja starfsemi Reyksímans með þriggja milljóna króna framlagi á ári í tvö ár. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. Innlent 14.9.2006 15:34
Varnarviðræður hafnar í Washington Fundur viðræðunefnda Íslands og Bandaríkjanna í Washington vegna varnarmála landsins hófst klukkan kortér yfir tvö í dag en ekki liggur fyrir hversu lengi hann mun standa. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 15:29
Ríkishlutafélagið Matís stofnað í dag Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir Keldnaholti og Rannsóknastofa Umhverfisstofnunar sameinast í hlutafélaginu Matís ohf. sem stofnað var formlega í dag. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins en breytingarnar á stofnununum taka gildi um næstu áramót. Innlent 14.9.2006 14:46
Vonast eftir að viðræðum ljúki í næstu viku Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna hefjast á ný í dag í Washington. Sem fyrr hvílir leynd yfir efni samningaviðræðnanna en íslenskir ráðamenn vonast til þess að þeim ljúki jafnvel í næstu viku. Innlent 14.9.2006 11:45
Stýrivextir lækkaðir þegar verðbólga lækki til lengri tíma Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,5 prósent og eru þeir því nú 14 prósent. Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir stýrivexti verða lækkaða þegar bankinn sjái þess örugg merki að verðbólga lækki til lengri tíma. Innlent 14.9.2006 12:07
Sigurður Kári stefnir á fjórða sætið Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á fjórða sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna komandi Alþingiskosninga. Sigurður Kári sagði í samtali við NFS í morgun að með því stefndi hann að öðru sætinu í öðru hvoru kjördæminu. Innlent 14.9.2006 10:52
Kristján stefnir á annað sætið Kristján Pálsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri fyrir komandi þingkosningar. Innlent 14.9.2006 10:24
Sigurður Kári sækist eftir 2. sæti í öðru hvoru kjördæmanna Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 2. sæti framboðslista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Hann hefur því ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið í komandi prófkjöri flokksins. Innlent 14.9.2006 09:25
Áformum um stóriðju verði slegið á frest Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 17:18
Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Innlent 13.9.2006 17:07
Náttúra landsins verði sett í forgang Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt. Innlent 13.9.2006 14:57
Ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar Varaformaður iðnaðarnefndar Alþingis telur ótækt að Landsvirkjun starfi í skjóli ríkisábyrgðar og vill að einkafyrirtækjum verði gert kleift að hanna og byggja virkjanir. þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákaflega erfitt að hafa virka samkeppni á jafn litlum raforkumarkaði og íslenski raforkumarkaðurinn sé. Innlent 13.9.2006 14:51
Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59
Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. Innlent 13.9.2006 10:02